Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 78
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Auður Ásdís Sæmundsdóttir
Höfðagrund 7, Akranesi,
lést á dvalarheimilinu Höfða
mánudaginn 10. október.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 21. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju.
Einar Þórarinsson
Helgi Þórarinsson Guðmunda M. Svavarsdóttir
Þórarinn Þórarinsson Birgitta Guðnadóttir
Reynir Þórarinsson Jóna B. H. Jónsdóttir
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Innilegar þakkir fyrir samúð
og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sjafnar Láru Janusdóttur
sem lést á Sólvangi 22. september.
Útförin fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði,
fimmtudaginn 6. október.
Janus Friðrik Guðlaugsson Sigrún Edda Knútsdóttir
Kristinn Guðlaugsson Hanna Ragnarsdóttir
Brynhildur Garðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Þórður Baldur Sigurðsson
fv. forstjóri Reiknistofu bankanna,
lést á heimili sínu á Hömrum,
Mosfellsbæ, fimmtudaginn 6. október.
Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 20. október kl. 13.
Helga Þorvarðardóttir
Björn Þráinn Þórðarson Sigurveig Sigurðardóttir
Sigurður Þengill Þórðarson Anna Lísa Sigurjónsdóttir
Anna Sigríður Þórðardóttir Gunnar Þorsteinsson
Ingveldur Lára Þórðardóttir Jan Murtomaa
Ólafur Þórður Þórðarson Margrét Sigríður Sævarsdóttir
Katrín Þórey Hjorth
Þórðardóttir Peter Hjorth Olsen
og fjölskyldur
Elsku systir okkar og frænka,
Sigríður Karlsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á
Akureyri þann 8. október síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 20. október kl.13.00.
Athöfninni verður streymt á: www.facebook.com/profile.
php?id=100047440662347
Jón Karl Karlsson, Hildur Svava Karlsdóttir og
Aðalbjörg Karlsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra
Elsku hjartans eiginkona mín,
móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ólöf Þórey Eyjólfsdóttir
lést á líknardeild Landspítalans
6. október. Útförin fer fram frá
Lindakirkju mánudaginn 17. október kl. 13.
Ármann Þórður Haraldsson
Ingibjörg Lóa Ármannsdóttir Þorvaldur Ingvarsson
Sigríður Olsen Ármannsdóttir Jóhannes Árnason
Ingólfur Örn Ármannsson
barnabörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
Birna Friðgeirsdóttir
geislafræðingur,
Laugarnesvegi 87, Reykjavík,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans
miðvikudaginn
28. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 17. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Nanna Snorradóttir Herleifur Halldórsson
Rósbjörg Jónsdóttir
Valgerður Guðrún Bjarkadóttir
Alexander Kirchner, Markús Einar Orrason,
Elín Birna Orradóttir
Nanna K. Friðgeirsdóttir
Guðrún Þ. Friðgeirsdóttir
Einar G. Friðgeirsson Margrét Eiríksdóttir
Elsku eiginkona mín,
móðir okkar og amma,
Ingibjörg Stefánsdóttir
lést á heimili sínu að kvöldi 9. október.
Útförin fer fram þann 25. október
kl. 13 frá Garðakirkju. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin.
Massimo Scarliotti
Stefán Franklín Benediktsson
Sigurður Magni Benediktsson
Daði Halldórsson Isabella Avigo
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn,
Svavar Pétur Eysteinsson
tónlistarmaður og hönnuður,
lést 29. september.
Útför hans verður gerð frá
Hallgrímskirkju fimmtudaginn 20. október,
klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeim
sem vilja minnast hans er bent á Kraft, stuðningsfélag fyrir
ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein.
Berglind Häsler
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts
elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
Garðars Alfonssonar
sem lést á Landspítalanum
fimmtudaginn 8. september.
Sérstakar þakkir til starfsfólks göngudeildar hjartabilunar
við Hringbraut og öldrunardeildar B-4 í Fossvogi, fyrir
hlýja og góða umönnun.
Elín Skarphéðinsdóttir
Skarphéðinn Garðarsson Elísabet Árný Tómasdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
Camerarctica fagnar þrjátíu ára
starfsafmæli með tónleikum í
Hörpu á sunnudag.
arnartomas@frettabladid.is
Kammerhópurinn Camerarctica fagnar
þrjátíu ára starfsafmæli á árinu. Í tilefni
þess býður sveitin til afmælistónleika
í Norðurljósasal Hörpu næstkomandi
sunnudag undir yfirskriftinni Brahms
og tveir pólar.
„Heiti tónleikanna vísar í að við
erum annars vegar með norðurpólinn
í íslensku verkunum og svo hins vegar
verk frá áströlsku tónskáldi hinum
megin á hnettinum,“ segir Ármann
Helgason, klarínettuleikari hópsins.
Á tónleikunum kallast á verkin
Örlagafugl eftir Þorkel Sigurbjörnsson
og Songs of the Bush eftir ástralska tón
skáldið Ian Munro auk þess sem verkið
Kviksjá eftir John Speight verður frum
flutt.
„Okkur þótti það skilyrði að velja
eitthvað íslenskt og verk Þorkels hefur
fylgt okkur í gegnum tíðina,“ útskýrir
Ármann. „Þar er vitnað í það þegar Egill
Skallagrímsson var að semja Höfuðlausn
og krákan truflaði hann alla nóttina.“
Verkið Kviksjá eftir Speight var sér
staklega samið fyrir hópinn í vor og
lýsir Ármann því sem snörpu verki sem
breytist stöðugt, líkt og þegar litið er í
kviksjá. Songs of the Bush eftir Munro
vísar í ástralskan þjóðararf frumbyggja.
„Það er mjög lagrænt verk en skemmti
lega kryddað,“ lýsir Ármann. „Þetta
speglar verk Þorkels og svo eigum við
marga vini í Ástralíu svo það var gaman
að leita þangað.“
Að lokum verður f luttur klarínettu
kvintett Johannes Brahms sem er af
mörgum talinn eitt fallegasta kammer
verk tónbókmenntanna. Brahms var
í miklu uppáhaldi hjá Hallfríði Ólafs
dóttur, stofnanda og brautryðjanda
hópsins sem féll frá fyrir tveimur árum,
og valdi hópurinn verk tónleikanna með
tilliti til hennar.
Eðlilegt tónlistarform
Kammerhópur Camerarctica var stofn
aður árið 1992 og hefur síðan þá verið
mjög virkur í íslensku tónlistarlífi. Þrír
af núverandi meðlimum hafa fylgt
hópnum frá upphafi, þau Ármann,
Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari
og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Í
dag hafa þær Bryndís Pálsdóttir fiðlu
leikari og Svava Bernharðsdóttir víólu
leikari bæst í hópinn.
„Við vorum upphaflega sex en erum
fimm í dag. Við fáum svo stundum auka
leikara til að spila með okkur,“ segir
Ármann um samheldinn hópinn. „Við
stofnuðum þennan hóp um leið og við
komum heim frá námi og Hallfríður var
þar aðalvítamínsprautan fyrst um sinn
og nú höfum við svo enst í þrjátíu ár.“
Aðspurður hvað sé fram undan hjá
sveitinni svarar Ármann að stefnan sé
að halda áfram á sömu braut.
„Þetta form, kammermúsík, er svo
fallegt og gott,“ segir hann. „Þarna eru
fimm vinir að tala saman og taka tillit
hver til annars. Þetta er svo eðlilegt tón
listarform og það er líka mikil áskorun
að spila kammertónlist og að koma
svo aftur að verkunum í gegnum árin.
Maður breytist og þroskast og gerir von
andi betur í hvert sinn svo þetta verður
mikil afmælisveisla hjá okkur á sunnu
daginn.“ n
Þrjátíu ára kammersveit
Camerarctica var stofnuð 1992 og voru meðlimir upphaflega sex. MYND/AÐSEND
Ástkær móðir, amma,
langamma og systir,
Ragna Aðalsteinsdóttir
bóndi á Laugabóli við Djúp,
lést fimmtudaginn 13. október.
Hún verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju
föstudaginn 21. október kl. 11.00.
Garðar Smári Vestfjörð
Sindri Vestfjörð Gunnarsson
Helena Björg Vestfjörð
Hjörtur Smári Vestfjörð
Anna Magdalena Vestfjörð
Óskar Ingi Sigmundsson
Rebekka Aðalsteinsdóttir
Sigríður Aðalsteinsdóttir
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Haraldur Kristófer
Kristinsson
Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í
Hafnarfirði laugardaginn 8. október.
Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 17. október klukkan 15.
Inga Hrönn Ingólfsdóttir
Ragnheiður Anna Haraldsdóttir Bjarni Friðrik Sveinsson
Ingólfur Reynald Haraldsson April K. Reynald
Kristmann Haukur Haraldsson
Sigrún Haraldsdóttir Jóhann Emil Elíasson
og barnabörn
46 Tímamót 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ