Fréttablaðið - 15.10.2022, Síða 86

Fréttablaðið - 15.10.2022, Síða 86
tsh@frettabladid.is Elísabet Jökulsdóttir sendi á dög- unum frá sér bókina Saknaðarilm, sem fjallar um samband mæðgna og byggir á persónulegri reynslu höfundar. Elísabet fór á faraldsfót og aðstoðaði útgefanda sinn, JPV, við að dreifa bókum í verslanir Pennans Eymundssonar og áritaði eintök. „Ég áritaði einhver tuttugu eintök, verslunarstjórinn bað mig um það, þannig að það var rosa gaman. Ég skrifaði svona eins og Picasso, bara nafnið mitt,“ segir hún. Síðasta skáldsaga Elísabetar, Apríl- sólarkuldi, vakti mikla athygli 2020, en fyrir hana hlaut hún Íslensku bók- menntaverðlaunin og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Elísabet segir nýju bókina feta svipaðar slóðir en vera enn persónulegra verk. „Þetta er um mæðgnasamband sem var mjög, mjög dramatískt og segir frá ofbeldi, andlegu og líkam- legu, á báða bóga. Ég er ekkert að kryfja neitt, ég bara segi söguna og nota þennan Íslendingasagnastíl, að sjá söguna utan frá og er ekkert að spekúlera. Stíllinn er svona eins og lækjarniður,“ segir hún. Móðir Elísabetar lést árið 2017 og segist hún ekki hafa ætlað sér að skrifa bók byggða á þeirra sambandi svo fljótt. „Hún kviknaði bara óvart eitt kvöldið sem ég lýsi einmitt í bók- inni. En það sem kemur mér á óvart þegar ég fer að nota mína eigin sögu, er hvað hún er tengd þjóðfélaginu og skáldsagnaheiminum. Þarna er sterk tenging við tíðarandann, við pólitík, fordóma, mæðgnasamband og feðra- veldið. Þannig að þetta er ekki bara ég, um mig, frá mér, til mín.“ Þá fer Elísabet ekkert í grafgötur með það Saknaðarilmur sé hennar besta verk hingað til. „Ég er alveg með það á hreinu að þetta er besta bókin mín. Mér finnst gaman að geta skrifað bestu bókina mína og sérstaklega eftir Aprílsólar- kulda sem var svo vinsæl. Ég er svo þakklát að geta skrifað bestu bókina mína eftir það,“ segir hún. n Segir Saknaðarilm vera sína bestu bók Pólski leikhússtjórinn Michał Kotański telur leiklistina gegna mikilvægu hlutverki í almenningsumræðunni. Sýn- ing á vegum Stefan Żeromski- leikhússins varð skotspónn hatrammra pólitískra deilna í vor. tsh@frettabladid.is Michał Kotański er leikhússtjóri Stefan Żeromski-leikhússins í Kielce, eins framsæknasta leikhúss Póllands, sem hefur nú hafið nokk- urra ára samstarf við Þjóðleikhúsið. Michał hefur gegnt stöðu leikhús- stjóra í sjö ár en fyrir það starfaði hann sjálfstætt sem leikstjóri víða um Pólland. „Mér líkaði vel við lausamennsk- una, að vera leikhússtjóri er auðvit- að allt annað, en líka eitthvað sem mér líkar vel við. Maður hefur viss völd og getur haft áhrif á umræðuna í leikhúsinu og almannarýminu. Í Póllandi, eins og næstum alls staðar annars staðar, í Evrópu og víðar, er fólk mjög pólaríserað. Ég held að það sé ekki auðvelt að búa til leikhús í dag, því á annan bóginn vill fólk bara afþreyingu, en á sama tíma búum við í heimi sem er mjög pólaríseraður og þar sem allt er pólitískt.“ Michał tekur hlutverki sínu sem leikhússtjóra alvarlega og frá því hann tók við stöðunni í Stefan Żeromski-leikhúsinu hefur hann lagt ríka áherslu á að laða fram- sæknasta leikhúsfólk Póllands og víðar til leikhússins. Hann hefur auk þess leitt umfangsmiklar endurbætur á sögulegri aðalbygg- ingu Stefan Żeromski-leikhússins í miðbæ Kielce, þar sem leikhúsið hefur verið starfrækt í rúm 140 ár. „Fyrsta markmið mitt var að útvega leikhúsinu fjárhagslegt og efnislegt öryggi sem ég tel mér hafa tekist í bili. Í öðru lagi vildi ég bjóða hingað bestu leikstjórum Póllands og gefa þeim tækifæri, gott teymi, fjármagn, góða aðstöðu o.f l. Leik- húsið er mikilvægur vettvangur til að ræða málefni sem eru í almennri umræðu og leiklistin ætti að vera einn af þátttakendunum í þeirri umræðu,“ segir hann. Bregðast við stríðinu Ljóst er að Michał telur listina spila mikilvægt hlutverk þegar kemur að því að tækla málefni líðandi stund- ar, en viðurkennir þó að leikhúsið þurfi vissulega að bjóða upp á eitt- hvað fyrir alla áhorfendur. „Auðvitað vill fólk líka sjá afþrey- ingu og við ættum að bjóða upp á slíkt. En ég held að við séum að upp- lifa mjög áhugaverða og furðulega tíma, vegna Covid og vegna stríðs- ins í Úkraínu, sem gæti verið tæki- Við ritskoðum ekki sýningar Michał Kotański hefur gegnt stöðu leikhús- stjóra Stefan Żeromski-leik- hússins í Kielce undanfarin sjö ár en leik- húsið er eitt það framsæknasta í Póllandi. MYND/GRZEGORZ GOŁĘBIOWSKI færi til að endurskilgreina samning okkar við áhorfendur og hver hann ætti að vera.“ Hvernig er leikhússenan í Pól- landi og Kielce að bregðast við stríð- inu í Úkraínu? „Við erum með f lóttamenn í íbúðum leikhússins. Við fórum að landamærunum og meira að segja til Úkraínu til að sækja hluti fyrir þau. Um daginn útveguðum við Sinfóníuhljómsveit Úkraínu æfinga- rými áður en hún fór til Washington til að halda tónleika. Þá buðum við úkraínskum leikstjóra hingað til að halda leiklestur. Ég held að mörg leikhús í Póllandi séu að gera margt af svipuðum meiði.“ Kynna pólska menningu Eins og áður sagði hefur Stefan Żeromski-leikhúsið hafið nokkurra ára listrænt samstarf við Þjóðleik- húsið. Í júní 2023 mun leikhúsið sýna verkið Gróskan í grasinu í Kassanum og Þjóðleikhúsið mun gjalda greið- ann með gestasýningu sem sýnd verður í Kielce 2024. Að sögn Michał er samstarfið liður í enduruppbygg- ingu Żeromski-leikhússins, en hluti hennar er fjármagnaður með styrk frá Uppbyggingarsjóði EES (Ísland, Liechtenstein, Noregur) og partur af samkomulaginu er að hafa sam- starfsaðila frá einu þessara landa. „Við leituðum til Þjóðleikhússins sem uppfyllti okkar væntingar, enda er stór hópur brottfluttra Pólverja búsettur á Íslandi. Þjóðleikhúsið vill mæta þessum hópi á einhvern hátt og bjóða Pólverjum í leikhúsið. Þannig að við stungum upp á því að við myndum skiptast á sýningum og auk þess buðum við einu af mark- verðustu leikskáldum Póllands um þessar mundir, Weronika Murek, að skrifa leikrit fyrir bæði leikhúsin, sem ég held að verði mjög áhuga- vert,“ segir Michał. Hótað lokun og brottrekstri Stefan Żeromski-leikhúsið varð skotspónn hatrammra pólitískra deilna í vor vegna sýningarinnar But with the dead of ours, byggðri á samnefndri skáldsögu pólska rit- höfundarins Jacek Dehnel. Sýningin, sem fjallar um uppvakningafaraldur í Póllandi, var harðlega gagnrýnd af pólskum hægriöflum, fyrir meinta vanvirðingu gagnvart fyrrverandi forseta landsins Lech Kaczyński, sem lést ásamt konu sinni og öðru háttsettu pólsku valdafólki í f lug- slysi árið 2010. „Að mínu mati var þetta falskur ágreiningur. Ég sé þetta sem póli- tískt deilumál, þar sem leiksýning var notuð til að kynda undir deilum og flokkadrætti innan ríkisstjórnar- flokks,“ segir Michał. Einn þeirra sem blandaði sér í deilurnar var Jarosław Kaczyński, fyrrum forsætisráðherra Póllands, sem stofnaði stjórnmálaflokkinn Lög og réttlæti ásamt tvíburabróður sínum, Lech. Jarosław er einn valda- mesti stjórnmálamaður Póllands og þegar honum var tjáð að í leikritinu væri atriði þar sem látinn tvíbura- bróðir hans risi frá dauðum sem uppvakningur, hringdi hann í Stefan Żeromski leikhúsið, krafðist þess að leikhúsinu yrði lokað og Michał sagt upp störfum. „Þetta fjallaði ekkert um bróður hans. Ég held að fólkið í hans innsta hring hafi verið að notfæra sér til- finningar Jarosław gagnvart bróður sínum, sjálfu sér til framdráttar í pólitík,“ segir Michał. Hann þvertekur fyrir að nokkurt slíkt atriði hafi átt sér stað í sýning- unni, eins og lýst var í pólskum fjöl- miðlum og segir að leikhúsið hafi náð að komast klakklaust frá málinu þrátt fyrir nokkurra mánaða hat- rammar ritdeilur í fjölmiðlum. „Leikhúsið komst í gegnum þetta. Þegar allt kemur til alls þá gerum við það sem við viljum gera. Við ritskoð- um ekki sýningar,“ segir hann. n Elísabet Jökulsdóttir hjálpaði til við að dreifa sinni nýjustu bók í búðir. Þegar allt kemur til alls þá gerum við það sem við viljum gera. Við ritskoðum ekki sýn- ingar. Michał Kotański Nánar á frettabladid.is 54 Menning 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.