Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 92
Íslenska flatlúsin er því komin á þennan skugga- lega lista. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. 13 ára afmæli 30% AFSLÁTTUR af dýnu og 10% af botni. AFMÆLIS Verðdæmi: 180 x 200 cm. 204.900 kr. Nú 156.430 kr. Nú 83.940 kr. Nú 127.425 kr. Nature’s LUXURY heilsurúm með Classic botni Frábær heilsudýna með yfirdýnu fyrir enn betri hvíld. STELLA sófi 3ja sæta sófi, blátt eða grænt áklæði. 221 x 85 x 78 cm. Fullt verð: 139.900 kr. KOLDING hægindastóll Stillanlegur hægindastóll með skammel. Svart rautt eða grátt leður/PVC. Fullt verð: 169.900 kr. 40% AFSLÁTTUR AFMÆLIS 25% AFSLÁTTUR AFMÆLIS Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. n Frétt vikunnar Valur Grettisson Þau Þórgnýr, Helena og Oddur viðurkenna að bassa-og gítarstrengirnir hafi verið ansi kaldir hér. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND Tragically Uknown hefur gefið út nýtt lag, Uprooted. Lagið er á persónulegu nót­ unum og fjallar um sam­ bandsslit og vonbrigði og er uppáhaldslag sveitarinnar. odduraevar@frettabladid.is Þremenningarnir í Tragically Un­ known, þau Helena Hafsteinsdóttir, Þórgnýr Einar Albertsson og Oddur Már Árnason, hafa gefið út nýtt lag að nafni Uprooted. Lagið er fjórða og síðasta smáskífan af væntanlegri plötu sveitarinnar, sem ber nafnið Odes og kemur út þann 28. október næstkomandi. „Við höfum bara svo fáránlega gaman af því að spila þetta lag,“ segir Þórgnýr hlæjandi, spurður að því hvers vegna þetta sé lagið sem sveitinni þykir vænst um af væntanlegri plötu. „ Gítarleikurinn er snilld, bassalínan er sennilega sú allra besta sem ég hef skrifað og laglínan sem Helena syngur er svo góð að ég losna örugglega aldrei við hana úr hausnum á mér. Svo hefur þetta lag alltaf farið rosalega vel í salinn þegar við erum með tón­ leika, sem spillir ekki fyrir,“ segir Þórgnýr og bætir við að vinir sveit­ arinnar hafi líka tekið vel í lagið. Það fjallar um sambandsslit og von­ brigði og sveitin fer ekki í grafgötur með það að þetta er persónulegt. „Þetta lag er mér mjög kært og persónulegt,“ segir Helena. „Eins og f lestöll lög plötunnar fjallar þetta lag um sambandsslit og óánægju í eigin lífi. Ég nota tónlistina sem „outlet“ fyrir tilfinningar og hugs­ anir sem ég leyfi mér ekki að hugsa eða segja upphátt nema í gegnum tónlistina. Í þessu lagi syng ég að vissu leyti mínar dekkstu hugsanir frá þessu tímabili, hugmyndina um óuppfyllta drauma, brostin hjörtu og reiði gagnvart fyrrverandi maka.“ Aðspurð segir Helena það frels­ andi að opna sig svona upp á gátt í tónlistinni. Það hjálpi sér að vera opin og hreinskilin í samskiptum á öllum sviðum lífsins. „Ef fólk getur heyrt allt um mig í tónlistinni minni þá er ekkert til að fela. Það getur auðvitað verið erfitt. Til dæmis þegar fyrsta lagið okkar af plötunni, Villain Origin Story, kom út, leið mér eins og ég hefði opnað hjartað mitt upp á gátt og hleypt öllum að. Lagið fjallar um kynferðisof beldi sem ég varð fyrir og það var mjög erfitt að gefa það út fyrst, en í dag er það svo frelsandi og gott að hafa þetta úti fyrir alla til að heyra. Ég vona bara að aðrir þori að opna sig um sína lífreynslu í kjölfarið.“ Oddur Már segir stemninguna í sveitinni góða og mikla eftirvænt­ ingu fyrir útgáfutónleikunum sem verða á Lemmy þann 27. október. „Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt þetta við Þórgný og Helenu, en það að við urðum svona ótrúlega náin sem þríeyki svona hratt, er ekkert smá skemmtilegt og smá fyndið því ekkert okkar hefði grunað okkur þrjú að tala saman daglega og vera með einkahúmor sem enginn annar er með í.“ n Frelsandi að syngja um óuppfyllta drauma, brostin hjörtu og reiði Ef fólk getur heyrt allt um mig í tónlistinni minni þá er ekkert til að fela. Oddur Már Árnason ninarichter@frettabladid.is Valur Grettisson, fjölmiðlamaður og ritstjóri The Reykjavík Grapevine, nefnir útrýmingu f latlúsarinnar sem eina af stórfréttum vikunnar. „Eftir aldalanga baráttu við þessa hvimleiðu óværu áttuðu Íslendingar sig loksins á því að grisja rysjóttann runnann þannig að ekkert kjörlendi er eftir fyrir lúsina aldræmdu. Þarna glittir í álíka samhent átak og þyrfti til þess að stöðva loftslagsbreyting­ ar í heiminum öllum. Þetta eru augljóslega umtals­ verð tíðindi og munu hafa víðtækar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag. Pínlegum samtölum þar sem ból­ félögum er tilkynnt um þriðja aðil­ ann í sambandinu er formlega lokið, svo ég tali nú ekki um skömmina sem þessu fylgir. Fyrir okkur náttúruverndar­ sinnana er þetta ákveðinn skellur og eykur samviskubitið sem tengist annarri og alvarlegri frétt, þar sem greint var frá því að 70 prósent af villtu dýralífi hefur horfið frá 1970 vegna ágengni mannkyns á náttúr­ una. Íslenska flatlúsin er því komin á þennan skuggalega lista. Spurning hvort það sé tilefni til þess að efna til hugarvakningar á samfélagsmiðl­ um undir myllumerkinu #björgum­ lúsinni eða #hættumaðgrisja? Þriðji aðilinn farinn úr sambandinu Næsta verkefni hlýtur auð­ vitað að vera að grisja kjör­ lendur fyrir rasíska orðræðu stjórnvalda þegar kemur að hælisleitendamálum, þó það megi vera huggun harmi gegn a ð S i g mu n d u r Davíð Gunnlaugs­ son, formaður Mið­ flokksins, sé á leið­ inni í fangabúðir í Rúanda.“ n 60 Lífið 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.