Andvari - 01.01.2016, Side 7
Frá ritstjóra
Á árinu 2016 hefur ýmislegt borið við sem varðar æðstu stjórn íslenska ríkis-
ins. Þess er fyrst að geta að kjörinn var nýr maður í embætti forseta íslands,
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Hann er sjötti forseti lýðveldisins,
var kjörinn í lok júní og tók við embætti 1. ágúst. Leysti hann þá af hólmi
Olaf Ragnar Grímsson eftir tuttugu ára setu hans á forsetastóli, þá lengstu
sem nokkur maður hefur þar átt. Fyrstu spor hins nýja forseta hafa tekist
einkar vel og hann sýnt sig að vera frjálslyndur maður og alþýðlegur í fram-
göngu. Ávörp hans við ýmis tækifæri hafa verið látlaus og friðsamleg, fylgt
ríkjandi almenningsáliti og því ekki gefið tilefni til andmæla eða athuga-
semda. Þau bera að sjálfsögðu með sér að Guðni er ekki reyndur stjórnmála-
maður eins og fyrirrennarinn, en Ólafi Ragnari tókst oft vel að fjalla um
pólitísk viðfangsefni svo eftir var tekið, án þess að fara út fyrir svið forseta-
embættisins. Ekki er ástæða til að ætla annað en góð sátt muni takast um
Guðna Th. Jóhannesson með þjóðinni. Það er vel við hæfi hér í Andvara,
hinu forna málgagni Jóns Sigurðssonar, að árna nýjum forseta Islands heilla
og velfarnaðar í störfum.
Aðdragandi forsetakjörsins var nokkuð sérstakur. Framan af virtist svo að
enginn frambjóðandi væri í sjónmáli sem líklegur væri til að hljóta verulegt
fylgi. Þá brá svo við 16. apríl að Ólafur Ragnar Grímsson boðaði fréttamenn
til Bessastaða og tilkynnti, þvert á yfirlýsingu í nýársávarpi sínu, að hann
ætlaði enn að bjóða sig fram til forsetaembættis, í sjötta sinn. Sér hefðu bor-
ist fjölmargar áskoranir um að standa vaktina áfram á óvissutímum. Þessu
var misjafnlega tekið. Fjórum árum fyrr hafði forsetinn tilkynnt - með dá-
litlum fyrirvara, „glufu“, eins og kunnur stjórnmálafræðingur nefndi það, að
hann hygðist þá draga sig í hlé. Þegar til kom gaf hann kost á sér. Flestum
þótti nú sem nóg væri komið, og jafnvel liðlega það, eftir tuttugu ár og for-
setinn var spurður hvort hann teldi sig ómissandi í embættinu. Hann neitaði
því en vísaði í áskoranir sem sér hefðu borist, en raunar fóru þær ekki hátt.
Nú leið og beið fram í maí. Þá lýsti Guðni Th. Jóhannesson yfir fram-
boði 5. maí og annar maður, þjóðkunnur, 8. maí, Davíð Oddsson, ritstjóri