Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 10

Andvari - 01.01.2016, Side 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI in. Það lítur afar illa út fyrir forsætisráðherra, sem stóð í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna, að kona hans reynist vera í þeim hópi. Það var þessi siðferðilegi þáttur sem varð til að fella forsætisráðherrann. Með öðrum orðum má maður í þessari stöðu, æðsti valdsmaður þjóðarinnar, ekki lenda í því að ástæða sé til að draga heilindi hans í efa. Um hina siðferðilegu hlið málsins birtu tveir heimspekingar, Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson, athyglisverða blaðagrein („Panamalekinn. Hvers vegna svona sterk viðbrögð?“, Fréttatíminn 9. sept. 2016). Hún er afar glögg, málefnaleg og áreitnislaus. Hér verður tekinn upp kafli úr greininni: Um hvað snúast þessar siðferðilegu spurningar? Hér er mikilvægt að greina á milli tveggja meginsjónarhorna um hvað uppljóstranirnar drógu fram. Víðara sjónarhornið snertir þá gjá milli almennings og auðmanna sem enn og aftur blasti við landsmönnum. Gjáin hefur verið til staðar og líklega hafa flestir getið sér til um tilvist hennar og eðli, en í hvert sinn sem fréttir berast sem varpa ljósi á þessa gjá eykur það sterkar kenndir hjá almenningi eins og vantraust, tortryggni, reiði og vonbrigði. Þessar geðshræringar voru skiljanlega sterkar þar sem stutt er liðið frá hruni og sárin frá þeim tíma ýfast upp. Þessi gjá myndaðist ekki úr lausu lofti. Skipulega var búið í haginn fyrir háttsemi af þessu tagi á bóluárunum fyrir hrun. Þegar talað er um „siðrof ‘ á þeim árum er einmitt vísað í slíkar skipulegar aðgerðir þar sem vissum hópum í samfélaginu stóð til boða annars konar ráðstafanir í sínum fjármálum heldur en almenningi. Þess vegna er villandi að einblína á græðgi þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Hugarfar mótaðist, fagmenn og fjármálastofnanir notuðu þekkingu sína og sambönd til að greiða fyrir háttseminni og löggjafinn treysti sér ekki til að setja henni skorður. Þarna var um að ræða hegðun sem grefur undan velferðarsamfélaginu. Fjármunir sem áttu að fara í sameiginlegan kostnað við að reka siðað samfélag gátu horfið í kjölfar þess að þeir voru fluttir í skattaskjól. Einnig grefur þessi háttsemi undan heilbrigðum viðskiptaháttum og samkeppni - undan sjálfu markaðssamfélaginu sem öðru fremur hefur áhrif á kjör almennings. Margt fleira segir í þessari umhugsunarverðu grein sem hér verður ekki rakið. - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra 6. apríl. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfaði áfram og tók Sigurður Ingi Jóhannsson við embætti forsætisráðherra. Hefur honum farist það hlutverk vel úr hendi. Hins vegar er þegar þetta er ritað óljóst um framtíð flokksformannsins Sigmundar Davíðs í stjórnmálum. Á haust- fundi framsóknarmanna var ekki annað að heyra en hann hefði fullan hug á að vera áfram formaður, en andstaða er töluverð við það innan flokksins, af augljósum ástæðum. Alþingiskosningar munu fara fram 29. október og hefur sjaldan ríkt önnur eins óvissa um niðurstöðu og framhald þeirra og nú. Enginn veit hvað við tekur. Pólitísk óvissa er raunar einkenni samtím- ans, hvert sem litið er. Bretar samþykktu að segja sig úr Evrópusambandinu, þvert gegn því sem vænst var, í Bandaríkjunum sótti hin ógæfulegasta stefna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.