Andvari - 01.01.2016, Page 17
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
15
Fjórir œtt-
liðir. Olafur
Björnsson með
móður sinni,
Guðrúnu Sigríði
Ólafsdóttur,
afa, séra Ólafi
Ólafssyni í
Hjarðarholti,
og langömmu,
Mettu Kristínu
Ólafsdóttur. Það
var Ólafi mikið
áfall, þegar
hann sex ára
missti móður
sína ogfjöl-
skyldan leystist
upp í nokkur ár.
Ólafsdóttur frá Hjarðarholti. Guðrún var þá aðeins nítján ára, fædd
á Lundi í Lundarreykjadal 27. nóvember 1890. Veturinn 1911-1912
kenndi Björn hjá tengdaföður sínum í Hjarðarholtsskóla, og þar fædd-
ist fyrsta barn þeirra Guðrúnar, Ólafur, 2. febrúar 1912. Séra Björn var
aðstoðarprestur hjá séra Jens Pálssyni í Garðaprestakalli á Álftanesi
næsta árið og síðan prestur á Sauðárkróki 1913-1914. Árið 1914 fékk
hann sama prestakall og faðir hans hafði gegnt, Bergstaði í Svartárdal,
og fluttist þangað ásamt konu sinni og Ólafi, rösklega tveggja vetra.
Þar var torfbær með löngum göngum og rangölum, sem Ólafur mundi
eftir alla ævi, en árið 1917 reisti séra Björn á jörðinni timburhús með