Andvari - 01.01.2016, Page 18
16
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Ólafur ásamt föður
sínum, séra Birni
Stefánssyni pró-
fasti. Ólafur var
hœstur á gagn-
fræðaprófi á
Akureyri 1929.
torfþaki.10 Á Bergstöðum eignuðust þau Guðrún Sigríður þrjár dætur,
sem upp komust. Ingibjörg fæddist 1914, Þorbjörg 1915 og Ásthildur
Kristín 1917. Sumarið 1918 var hins vegar harmur kveðinn að fjöl-
skyldunni á Bergstöðum. Húsmóðirin, Guðrún Sigríður Olafsdóttir, ól
andvana meybarn 20. júní og lést sjálf fimm dögum síðar, 25. júní.
„Þótt ég væri þá aðeins sex ára gamall, man ég, að lát hennar hafði
djúp áhrif á mig,“ sagði Ólafur síðar. „Það var mér þá mikil huggun,
að þá var ég viss um að líf væri til eftir dauðann, þannig að víst væri,
að ég myndi hitta mömmu aftur.“n
Séra Björn Stefánsson stóð nú einn uppi með fjögur ung börn.
Var þeim til bráðabirgða ráðstafað til foreldra hans og tengdafor-
eldra. Ólafur og Ásthildur fóru til afa síns og ömmu í Hjarðarholti,
séra Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Pálsdóttur, en þær Ingibjörg og
Þorbjörg á Auðkúlu til föðurafa síns og síðari konu hans, séra Stefáns
Jónssonar og Þóru Jónsdóttur. Þegar séra Ólafur og Ingibjörg flutt-