Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 21

Andvari - 01.01.2016, Side 21
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 19 lestur og tottaði pípu sína með. Hann tók síðan út úr sér pípuna og barði henni við öskubakkann. „Bang, bang,“ heyrðist. Prófessorinn leit upp, horfði á dyrnar og kallaði: „Kom inn!“26 Á meðal annarra hag- fræðikennara Olafs voru Axel Nielsen, sem kenndi um peningamál, og Jens Warming, sem kenndi tölfræði. Islenskir ráðamenn leituðu til Nielsens á þriðja áratug, þegar þeir veltu fyrir sér framtíðarfyrirkomu- lagi peningamála. Warming greindi einna fyrstur hagfræðinga hætt- una af ofnýtingu þeirra auðlinda, sem væru samnýttar, til dæmis fiski- miða.27 Hagfræðinámið í Kaupmannahafnarháskóla var venjulega sex ár og þótti traust og gott. Sumarið 1933 kom Ólafur Björnsson heim í leyfi eftir fyrsta veturinn í Kaupmannahöfn. Á leiðinni utan í ágúst varð hann samferða nýstúdent, Klemens Tryggvasyni, sem var ekki viss um, hvort hann ætti að hefja nám í hagfræði eða sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Ólafur hvorki latti Klemens né hvatti til hagfræðináms, en skömmu eftir komuna til Kaupmannahafnar ákvað Klemens að leggja það fyrir sig, og urðu þeir Ólafur góðir vinir. Bar aldr- ei skugga á þá vináttu þrátt fyrir margvíslegan ágreining um þjóðmál.28 Ólafur lauk fyrri hluta prófi í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla vorið 1934 með hárri einkunn, 79 stigum. Hann var næsthæstur þeirra, sem prófinu luku, en hinn hæsti fékk 80 stig. Frammistaða Ólafs vakti athygli á heimaslóðum. „Er það ánægjulegt, er þessi ungi landi vor hefir unnið þjóð vorri sæmd með slíkum námsframa,“ skrifaði Dagur á Akureyri.29 Ólafur kom aftur heim í leyfi sumarið 1935, og þá tók skólabróðir hans frá Akureyri, Sigurður Benediktsson, viðtal við hann í Morgunblaðið. Ólafur lauk lofsorði á danska námsmenn fyrir iðju- semi og sparneytni. Skaði væri að því, hversu lítið danskir og íslenskir stúdentar umgengjust. Þegar hann var spurður, hvert hann teldi hlut- verk sérfræðinga eins og hann stefndi að því að verða, svaraði hann, að menntunin ætti „að gefa stúdentinum þá víðsýni, að hann geti jafn- an skoðað hlutina eins og þeir eru í sjálfum sér og komið fram sem óhlutdrægur og heilbrigður gagnrýnandi“. Ólafur var spurður, hvað honum fyndist ævintýralegast við stúdentalífið. „Aðstaðan til að afla sér þekkingar,“ svaraði hann án þess að hika og bætti við: „Hinn róm- antíski stúdent, reifaður í vafurloga ævintýra og ásta, er ekki lengur til. Lífið kennir okkur að horfast í augu við bitran raunveruleikann.“30 Á kreppuárunum virtist raunveruleikinn stundum vera bitur. Ólafur var ekki sósíalisti, þegar hann kom til Kaupmannahafnar haustið 1932,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.