Andvari - 01.01.2016, Síða 24
22
HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
hagfræðinga, sem komist höfðu að sömu niðurstöðu. Einn þeirra var
Hayek sjálfur, sem beindi aðallega sjónum að því, hvernig unnt væri
að nýta þekkingu, kunnáttu og vitneskju ólíkra einstaklinga. En sósí-
alistar í röðum hagfræðinga svöruðu Mises með því að viðurkenna, að
ekki yrði komist af án markaðar. Pólski hagfræðingurinn Oskar Lange
brá í ritgerðum 1936-1937 upp mynd af eins konar markaðs-sósíal-
isma, þar sem verð stillti saman framboð og eftirspurn á öllum sviðum
framleiðslu og seljendur vöru og þjónustu kepptu hverjir við aðra, en
öll framleiðslutæki (sjálft fjármagnið) væru í sameign. Kvað Lange
sósíalista eiga að gera höggmynd af von Mises og setja hana upp í
bækistöðvum áætlunarráðsins, því að hann hefði gert forystumönnum
öreiganna þann greiða að minna þá á hlutverk verðmyndunar.42 Mises
og Hayek sögðu á móti, að í hagkvæmu hagkerfi væri aðalatriðið ekki
frjáls verðmyndun á neysluvöru, heldur á fjármagni, á sjálfum fram-
leiðsluöflunum. Það yrði að komast í frjálsum viðskiptum í hendur
þeirra, sem best kynnu með það að fara. Fjármagnseigendur og fram-
kvæmdamenn, kapítalistar og frumkvöðlar, gegndu nauðsynlegu hlut-
verki til að tryggja framþróun og betrumbætur, en markmið allra sósí-
alista væri á hinn bóginn að koma fjármagninu í hendur ríkisins. Þeir
Mises og Hayek bentu líka á, að við miðstýrðan áætlunarbúskap yrði
ríkið að taka í þjónustu sína ýmis mótunaröfl mannssálarinnar til að
fækka þörfum fólks og einfalda þær, svo að auðveldara yrði að full-
nægja þeim. Þar myndi því frelsi borgaranna til að velja og hafna verða
skert. Til að skipuleggja atvinnulífið þyrfti að skipuleggja mennina.
„Ólafur hefur verið frjálshyggjumaður allar götur síðan á háskóla-
árum sínum,“ sagði Klemens Tryggvason. „Eg man, að hann talaði oft
um skoðanir austurríska hagfræðingsins Ludwig von Mises, sem hann
hafði miklar mætur á."43 Veturinn 1937-1938 skrifaði Ólafur lokarit-
gerð sína í hagfræði. Aðalleiðbeinandi hans var Carl Iversen, sem var
eindreginn frjálshyggjumaður44 Þennan vetur Ólafs í Kaupmannahöfn
kom Klemens oft til hans: „Ég varð þá vitni að því, að aðalprófritgerð
Ólafs — mikið ritverk um mjög flókið viðfangsefni — varð til, án þess
að hann gerði uppkast að henni og án þess, að hann þyrfti að gera telj-
andi leiðréttingar í frumhandriti sínu."45 Eftir að Ólafur brautskráðist
sem cand. polit. í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla í júní 1938
með hárri 1. einkunn, hélt hann heim til Islands.