Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 24

Andvari - 01.01.2016, Síða 24
22 HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI hagfræðinga, sem komist höfðu að sömu niðurstöðu. Einn þeirra var Hayek sjálfur, sem beindi aðallega sjónum að því, hvernig unnt væri að nýta þekkingu, kunnáttu og vitneskju ólíkra einstaklinga. En sósí- alistar í röðum hagfræðinga svöruðu Mises með því að viðurkenna, að ekki yrði komist af án markaðar. Pólski hagfræðingurinn Oskar Lange brá í ritgerðum 1936-1937 upp mynd af eins konar markaðs-sósíal- isma, þar sem verð stillti saman framboð og eftirspurn á öllum sviðum framleiðslu og seljendur vöru og þjónustu kepptu hverjir við aðra, en öll framleiðslutæki (sjálft fjármagnið) væru í sameign. Kvað Lange sósíalista eiga að gera höggmynd af von Mises og setja hana upp í bækistöðvum áætlunarráðsins, því að hann hefði gert forystumönnum öreiganna þann greiða að minna þá á hlutverk verðmyndunar.42 Mises og Hayek sögðu á móti, að í hagkvæmu hagkerfi væri aðalatriðið ekki frjáls verðmyndun á neysluvöru, heldur á fjármagni, á sjálfum fram- leiðsluöflunum. Það yrði að komast í frjálsum viðskiptum í hendur þeirra, sem best kynnu með það að fara. Fjármagnseigendur og fram- kvæmdamenn, kapítalistar og frumkvöðlar, gegndu nauðsynlegu hlut- verki til að tryggja framþróun og betrumbætur, en markmið allra sósí- alista væri á hinn bóginn að koma fjármagninu í hendur ríkisins. Þeir Mises og Hayek bentu líka á, að við miðstýrðan áætlunarbúskap yrði ríkið að taka í þjónustu sína ýmis mótunaröfl mannssálarinnar til að fækka þörfum fólks og einfalda þær, svo að auðveldara yrði að full- nægja þeim. Þar myndi því frelsi borgaranna til að velja og hafna verða skert. Til að skipuleggja atvinnulífið þyrfti að skipuleggja mennina. „Ólafur hefur verið frjálshyggjumaður allar götur síðan á háskóla- árum sínum,“ sagði Klemens Tryggvason. „Eg man, að hann talaði oft um skoðanir austurríska hagfræðingsins Ludwig von Mises, sem hann hafði miklar mætur á."43 Veturinn 1937-1938 skrifaði Ólafur lokarit- gerð sína í hagfræði. Aðalleiðbeinandi hans var Carl Iversen, sem var eindreginn frjálshyggjumaður44 Þennan vetur Ólafs í Kaupmannahöfn kom Klemens oft til hans: „Ég varð þá vitni að því, að aðalprófritgerð Ólafs — mikið ritverk um mjög flókið viðfangsefni — varð til, án þess að hann gerði uppkast að henni og án þess, að hann þyrfti að gera telj- andi leiðréttingar í frumhandriti sínu."45 Eftir að Ólafur brautskráðist sem cand. polit. í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla í júní 1938 með hárri 1. einkunn, hélt hann heim til Islands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.