Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 25

Andvari - 01.01.2016, Síða 25
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 23 Hagfrœðingur og áhugamaður um stjórnmál: 1938-1944 Þegar Ólafur Björnsson sneri heim til Islands sumarið 1938, sat að völd- um minnihlutastjórn Framsóknarflokksins undir forsæti Hermanns Jónassonar, en Alþýðuflokkurinn hafði gengið úr stjórninni þá um vorið. Þjóðin var fátæk, verg landsframleiðsla á mann miklu minni en í Danmörku, erfiðleikar í sjávarútvegi og ójafnvægi í hagkerfinu, sem reynt var að leysa með höftum. Fyrstu mánuðina eftir heimkomuna vann Ólafur í endurskoðunardeild Landsbankans, en varð síðan að- stoðarmaður og síðar fulltrúi á Hagstofunni, til 1942. Hvort tveggja var, að Ólafur hafði tekið mjög gott próf í Kaupmannahöfn og var nákvæmur og samviskusamur starfsmaður, en ekki spillti fyrir, að Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri hafði verið bekkjarbróðir séra Björns Stefánssonar, föður Ólafs, í menntaskóla. Urðu þeir Ólafur og Þorsteinn góðir vinir, og kom Ólafur oft á heimili Þorsteins.46 A útmánuðum 1939 hóf Ólafur einnig stundakennslu í hagfræði í Viðskiptaháskólanum í Reykjavík, sem stofnaður hafði verið haustið áður. Var skólinn í upphafi einkum ætlaður þeim, sem hugðust starfa á sviði utanríkisviðskipta, og veitti Steinþór Sigurðsson, kennari í stærðfræði og eðlisfræði í Menntaskólanum í Reykjavík, honum for- stöðu. Voru í fyrsta árgangnum 10 nemendur, og var lögð áhersla á málanám. Kennsla fór fyrsta árið fram í íþöku, húsi Menntaskólans í Reykjavík.47 Ólafur varð þó ekki fyrsti fasti kennarinn í skólanum. Sumarið 1939 hafði Gylfi Þ. Gíslason verið ráðinn stundakennari í rekstrarhagfræði eftir próf í þeirri grein að loknu þriggja ára námi í Frankfurt-háskóla í Þýskalandi. Kona Gylfa, Guðrún Vilmundardóttir, var dóttir Kristínar, móðursystur Ólafs. Veturinn 1939-1940 fór kennsla í Viðskiptaháskólanum fram í húsi atvinnudeildar Háskóla Islands, en veturinn 1940-1941 var hún haldin í aðalhúsi Háskólans. Gylfi var skipaður dósent í Viðskiptaháskólanum 1940, en Ólafur var áfram stundakennari. Vorið 1941 var Viðskiptaháskólinn með lögum sameinaður lagadeild Háskóla Islands, og voru fyrstu viðskiptafræð- ingarnir með cand. oecon. próf brautskráðir frá Háskólanum vorið 1941. Vorið 1939 myndaði Hermann Jónasson samstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem kölluð var þjóðstjórnin. Felldi hún gengið til að auðvelda sjávarútveginum leikinn og reyndi að búa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.