Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 32

Andvari - 01.01.2016, Side 32
30 HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI stjórnað af fulltrúum stjórnmálaflokkanna.77 Forystumenn hreyfing- arinnar gáfu þess vegna út á eigin kostnað fjórtán greinar undir heit- inu Astandið í sjálfstæðismálinu, og kom bókin út 8. nóvember 1943.78 Þar kvað Sigurður Nordal Alþingi klæðast ljónshúð frægustu foringja sjálfstæðisbaráttunnar og búast til baráttu við Dani: „En væri ekki betur viðeigandi, að sú Islandsglíma færi ekki fram 17. júní, heldur á afmælisdag Adolfs Hitlers, sem vér eigum hvort sem er allar „vanefnd- ir“ Dana að þakka?“791 grein sinni í bókinni sagði Ólafur Björnsson sambandsslit án samráðs við Dani vera ódrengileg eins og á stæði, auk þess sem sýna bæri konungi, sem verið hefði þjóðhöfðingi íslendinga í aldarfjórðung, fulla kurteisi og virðingu.80 I lok nóvember 1943 sendu 14 forystumenn hreyfingarinnar, þar á meðal þeir Ólafur Björnsson og Klemens Tryggvason, bréf til for- manns stjórnarskrárnefndar Alþingis. Þar gerðu þeir tillögur um máls- meðferð sambandsslita, sem hefði haft í för með sér nokkra töf þeirra, og kváðust gera ágreining opinberlega, yrði ekki á þá hlustað. „Vér munum telja það siðferðilega skyldu vora að leggja málstað vorn fyrir alþjóð Islendinga, svo að atkvæðagreiðsla um málið verði sem sönnust skýrsla um vilja þjóðarinnar.“81 Ekki var þó á þá hlustað, enda nutu sjónarmið þeirra takmarkaðrar samúðar alþýðu manna, svo að ekki sé minnst á stjórnmálamenn. Þeir Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og fleiri héldu því fram, að Islendingar yrðu að hafa óbundnar hend- ur í stríðslok. Ekki væri að vita, hvernig afstöðu Danmerkur til ann- arra landa yrði þá háttað. Alþingi samþykkti í febrúar 1944 niðurfell- ingu sambandslaganna og í mars nýja stjórnarskrá, og skyldi hvort tveggja borið undir þjóðaratkvæði. Atkvæðagreiðslan fór fram 20.- 23. maí 1944. Atkvæði greiddu 98,6% kjósenda. Með uppsögn sam- bandslaganna greiddu atkvæði 97,4%, en 0,5% á móti. Með lýðveldis- stofnun og stjórnarskránni greiddu atkvæði 95,0%, en á móti 1,4%. Alþingi staðfesti síðan niðurfellingu sambandslaganna og stofnun lýð- veldis 16. júní, og var haldin hátíð í slagviðri á Þingvöllum 17. júní og forseti kosinn í stað konungs. Ólafur Björnsson sótti ekki lýðveldis- hátíðina, heldur sat þennan dag að spjalli heima hjá móðursystur sinni, Kristínu Ólafsdóttur, og manni hennar, Vilmundi Jónssyni landlækni. Eiginkona hans, Guðrún Aradóttir, var hins vegar á Þingvöllum, því að hún söng þar í kór. „Þetta er eitthvert versta veður, sem ég hef verið úti í,“ sagði hún. „Það gekk á með krapahríð, og það var hræðilega kalt. Samt var þetta ógleymanleg stund.“82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.