Andvari - 01.01.2016, Side 39
andvari
ÓLAFUR BJÖRNSSON
37
rök að því, að Jón forseti hefði verið stuðningsmaður frjálsrar versl-
unar og kunnugur helstu hagfræðilegu rökunum fyrir henni.109
Prófessor og talsmaður launþega: 1948-1956
Haustið 1948 markaði nokkur tímamót í lífi Ólafs Björnssonar. Hann
var skipaður prófessor, hóf hagfræðikennslu í Verslunarskólanum og
var kjörinn formaður BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Hann var 23. september 1948 skipaður prófessor í laga- og hagfræði-
deild.110 Hinn nýi prófessor var áfram virkur fyrirlesari og höfundur um
fræðileg efni. Þessi árin héldu ýmsir háskólakennarar fyrirlestra fyrir
almenning í hátíðasalnum, og voru þeir síðan gefnir út í ritröð undir
nafninu Samtíð og saga. Ólafur Björnsson hélt tvo slíka fyrirlestra,
Skipulagning heimsviðskipta 26. nóvember 1944, sem birtist í Samtíð
og sögu 1948, og Áætlunarbúskap 23. apríl 1950, sem birtist 1954.111
Mælti hann þar fyrir frjálsri verslun eins og fyrri daginn. Ólafur birti
nokkrar ritgerðir á dönsku næstu árin. Þessi ár var einn skólabróðir
Ólafs í Kaupmannahafnarháskóla, Soren Gammelgárd Jacobsen, rit-
stjóri Nationalokonomisk Tidsskrift.m Ólafur birti einnig ritgerð 1950
um hagkerfi og réttarreglur í Afmœlisriti Þorsteins Þorsteinssonar hag-
stofustjóra. Var hún mjög í sama anda og fyrri skrif hans um sósíal-
isma og lýðræði.113
I Verslunarskólanum kenndi Ólafur fyrstu árin þremur fjórðu
bekkjum, sem voru að undirbúa sig undir verslunarpróf, og einum
sjötta bekk, en nú hafði skólinn fengið rétt til að brautskrá stúd-
enta. Ólafur hætti ekki að kenna í fjórða bekk Verslunarskólans fyrr
en 1961, en stundakennslunni í sjötta bekk hætti hann ekki fyrr en
1967.114 Þá var Verslunarskólinn til húsa á Grundarstíg. Vilhjálmur
Þ. Gíslason norrænufræðingur, bróðir Gylfa, var skólastjóri til 1953,
og tók dr. Jón Gíslason fornfræðingur við af honum. Var allt þar í
föstum sniðum. Ólafur flutti þar eitt sinn framsögu á málfundi nem-
enda og skrifaði tvisvar ferðasögur í Verslunarskólablaðið.115 Um og
eftir 1950 lagði Ólafur líka mikla vinnu í að rita kennslubækur. Árið
1949 gaf hann út fjölritaða fjármálafræði handa nemendum sínum í
Háskólanum. Árið 1951 gaf hann út 173 bls. bók, Hagfrœði, til kennslu
í Verslunarskólanum. Þótt höfundur minntist á ágreiningsmál um hag-