Andvari - 01.01.2016, Page 40
38
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Háskólaráð 1960. Frá v.: Kristinn Stefánsson, lœknadeild, Ólafur, laga- og við-
skiptadeild, Magnús Már Lárusson, guðfrœðideild, Armann Snœvarr rektor, Pétur
Sigurðsson háskólaritari, Guðni Jónsson, heimspekideild, Þorbjörn Sigurgeirsson,
verkfræði- og raunvísindadeild, Arni Grétar Finnsson, fulltrúi stúdenta. Ólafur var
dósent 1942-1948 og síðan prófessor til 1982.
kerfi, var fyllstu óhlutdrægni gætt og áhersla lögð á að kynna helstu
lögmál hagfræðinnar. Til dæmis var sagt, að á meðal ráða við verð-
bólgu væru hækkun skatta, aukinn sparnaður (væntanlega hækkun
vaxta) og verðlagseftirlit, og hefði Keynes lávarði eflaust líkað þetta
betur en Hayek.116 Haraldur Hannesson hagfræðingur kvað höfundi
hafa „tekist að draga saman á skýran og ljósan hátt greinargott yfirlit“.
Væri málfar „látlaust og lipurt“ og bæri þess merki, að höfundurinn
hefði efnið vel á valdi sínu.117 Brynjólfur Sigurðsson rifjaði síðar upp
kennslu Olafs:
Ég var nemandi Ólafs í samtals sex ár bæði í Verslunarskóla Islands og í
Viðskiptadeild Háskóla íslands. í kennslustundum var aldrei hægt að merkja,
hvaða stjórnmálaflokki hann tilheyrði. Öllum sjónarmiðum var gert jafnhátt
undir höfði. Þessi fræðilega ögun hafði djúpstæð áhrif.118
Nemendum Ólafs í Verslunarskólanum var hlýtt til hans, enda var
hann samviskusamur kennari og vildi hvers manns vanda leysa.
Ólafur sagði sömu gamansögurnar ár eftir ár í tímum, og skellihlógu
nemendur jafnan, þegar að þeim kom, enda áttu þeir von á þeim. Jók
það á kætina, er Ölafur hló með. Eitt sinn glumdi allt skólahúsið á