Andvari - 01.01.2016, Page 52
50
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn og hefi stutt hann síðan, ekki af því að ég teldi
hann framkvæma áðurgreinda löggjöf af minni hlutdrægni en hinir flokk-
arnir, enda er erfitt að meta slíkt, heldur af hinu, að hann einn allra stjórn-
málaflokka er löggjöf þessari andvígur.168
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig talsverðu fylgi í kosningunum,
og varð Ólafur landskjörinn þingmaður (uppbótarmaður). Fram-
sóknarflokki og Alþýðuflokki tókst ekki að ná þingmeirihluta, og
myndaði Hermann vinstri stjórn þeirra tveggja og Alþýðubanda-
lagsins, sem var kosningabandalag sósíalista og flokksbrots úr Alþýðu-
flokknum. Tók stjórnin upp flókið kerfi margfaldrar gengisskráning-
ar, styrkja og hafta, og hóf viðræður við Bandaríkjastjórn um uppsögn
varnarsamningsins, en hætti við eftir stórt lán frá Bandaríkjunum.169
Sjálfstæðisflokkurinn fór í harða stjórnarandstöðu.
Ólafur Björnsson beitti sér mjög fyrir flokkinn í umræðum um
þjóðmál næstu árin, flutti ófáar ræður og skrifaði fjölda blaðagreina.170
Vinstri stjórnin sprakk haustið 1958. Engin samstaða var innan hennar
um úrræði í efnahagsmálum. Alþýðuflokkurinn myndaði minnihluta-
stjórn undir forsæti Emils Jónssonar, og veitti Sjálfstæðisflokkurinn
henni hlutleysi. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
komu sér saman um að leiðrétta kjördæmaskipan til samræmis við
byggðaþróun, og var þing rofið vorið 1959 og kosið 28. júní. Sex efstu
sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru skipuð sömu mönn-
um og áður. Þótt flokkurinn bætti við sig fylgi, fékk hann nú ekki upp-
bótarmann í Reykjavík, svo að Ólafur Björnsson datt út af þingi. Tók
hann þó fullan þátt í störfum þingflokksins. Sumarþing kom saman
og samþykkti breytingarnar á kjördæmaskipan, og var kosið aftur eftir
hinni nýju skipan 25. og 26. október 1959. Ólafur Björnsson skipaði
sem fyrr sjötta sæti framboðslistans í Reykjavík. Það bar helst til tíð-
inda í kosningabaráttunni, að Alþýðuflokkurinn hvarf frá fyrri stuðn-
ingi við höftin. „Til þess að Alþýðuflokknum verði þó treyst í þessu
efni, er þó ekki nóg,“ skrifaði Ólafur, „að hann gefi yfirlýsingar í hita
kosningabaráttunnar, heldur verður hugarfarsbreytingin að koma fram
í verkum.“171 Þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapaði nokkru fylgi frá því um
sumarið, bætti hann við sig þingsætum vegna hinnar nýju kjördæma-
skipanar, og var Ólafur Björnsson nú í fyrsta sinn kjördæmakjörinn.
Eftir kosningar myndaði Ölafur Thors sína fimmtu stjórn, samstjórn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem kölluð var viðreisnarstjórnin