Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 55

Andvari - 01.01.2016, Side 55
andvari ÓLAFUR BJÖRNSSON 53 varður aðhyllst hana. Hin væri samræming þarfa og neyslu, og væri hún í anda Adams Smiths.181 Laga- og hagfræðideild skipti um nafn 1957 og nefndist eftir það laga- og viðskiptadeild, en árið 1962 var sérstök viðskiptadeild stofnuð, þegar Arni Vilhjálmsson var skipað- ur prófessor, en hann hafði lært fjármálafræði í Harvard-háskóla.182 Urðu þeir Olafur brátt góðir vinir. Olafur var varaforseti Háskólaráðs, þegar Þorkell Jóhannesson rektor andaðist 31. október 1960. Gegndi hann starfi rektors, uns nýr rektor var kjörinn 19. nóvember og mælti nokkur kveðjuorð fyrir hönd Háskólans við útför Þorkels.183 A fimmtíu ára afmæli Háskólans 1961 var haldin mikil hátíð, og flutti hinn gamli kennari Olafs, Carl Iversen prófessor, ávarp fyrir hönd Kaupmannahafnarháskóla. Kvaðst hann minnast margra góðra náms- manna frá Islandi, en þó sérstaklega Olafs Björnssonar.184 Veturinn 1961-1962 var fyrirlestraröð í tilefni afmælisins, og flutti Olafur er- indi 4. mars 1962 um Skilyrði efnahagslegra framfara.185 Olafur Björnsson hélt áfram að taka til máls um hugðarefni sín, meðal annars hættuna af víðtæku skömmtunarvaldi ríkisins. Hann flutti ræðu á fjölsóttum fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 10. mars 1959 um, hve mikil opinber afskipti væru samrýmanleg lýðræðislegu þjóðskipulagi. Þar voru framsögumenn Jóhannes Nordal, Haraldur Jóhannsson og Birgir Kjaran.186 Á þjóðmálaráðstefnu stúdentafélags- ins Vöku 18. mars 1961 flutti Olafur Björnsson erindi um velferðarrík- ið. Ber hann saman tvær hugmyndir um ríkið, að það ætti að vera eins og dómari og línuverðir í knattspyrnukeppni, sem framfylgdu leikregl- unum, en leyfðu leikendum að öðru leyti að spreyta sig sjálfum, eða eins og fóstra á dagheimili, þar sem þegnarnir væru börnin.187 Ólafur samdi ásamt Gunnari Viðar afmælisrit Landsbankans, er hann varð 75 ára 1961.188 Ólafur tók að sér annað óvenjulegt verkefni: Árið 1962 umsamdi hann kafla um skatta og álögur, ráðstöfun sparifjár og trygg- inga miðað við íslenskar aðstæður í þýddri handbók, sem aðallega var notuð í húsmæðraskólum.189 Nú var aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu komin á dagskrá, því að Bretland, Danmörk og Noregur sóttu um aðild, en hagkerfi þeirra þriggja voru nátengd. Andstæðingar að- ildar buðu kunnum norskum prófessor, Ragnar Frisch, til landsins sumarið 1962, en hann var fylgismaður þjóðlegs áætlunarbúskapar í stað „óupplýsts peningaveldis“. Ólafur Björnsson rifjaði af því til- efni upp kosti frjálsra utanríkisviðskipta og benti á, að Islendingum væri lífsnauðsyn að fá aðgang að erlendum mörkuðum, þótt sjálfur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.