Andvari - 01.01.2016, Side 57
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
55
meðal annars vegna þess að sífellt fleiri lifðu nú af þekkingu sinni,
en hvorki vöðvaafli né fjármagni.195 Ólafur þreyttist ekki á að benda
opinberlega á, að kjarabætur fengjust ekki með kjarabaráttu, heldur
hagvexti. Verkalýðshreyfingin virtist vera föst í þeirri hugmynd, að
knýja þyrfti fram kauphækkanir með verkföllum, en ekki stuðla að
aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, sem hefði sjálfkrafa í för með sér
kauphækkanir.196 í viðtali við Frjálsa verslun í september 1968 kvað
Ólafur nauðsynlegt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu, eins og við-
reisnarstjórnin var að reyna að gera.197 Ólafur lagði líka orð í belg um
það, sem var að gerast í umheiminum. Þetta haust réðst Rauði her-
inn inn í Tékkóslóvakíu í því skyni að stöðva viðleitni þar til að auka
skoðanafrelsi. Rifjaði Ólafur þá upp deilurnar hérlendis sumarið 1945
um, hvort skoðanafrelsi gæti þrifist við sósíalisma. Taldi hann kald-
hæðni örlaganna, að kommúnistaleiðtogar hefðu nú „gerst ábekingar
á þeim víxli“, sem Friðrik Hayek hefði gefið út fyrir hálfri öld: Þeir
hefðu á sinn hátt tekið undir þá skoðun hans (og Ólafs), að lýðræði færi
ekki saman við áætlunarbúskap.198
í þingkosningunum 11. júní 1967 skipaði Ólafur Björnsson sjötta sæti
á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eins og hann hafði gert
allar götur frá 1949. í efstu sætum voru sömu menn og fyrr, nema hvað
Birgir Kjaran var aftur kominn þangað í stað Gunnars Thoroddsens.
í næstu sætum fyrir neðan Ólaf voru Sveinn Guðmundsson, forstjóri
Héðins, og Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Gagnrýndi Ólafur „hina
leiðina“, sem framsóknarmenn boðuðu: Hún væri ekkert annað en
gamla haftastefnan.199 „Reykvíkingar óska ekki eftir því, að setulið
framsóknarmanna hreiðri á ný um sig í hinum pólitísku úthlutunar-
nefndum til þess að skammta þeim basði smátt og stórt “20° A lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins 1969 færði Ólafur rök fyrir því, að verslun
væri jafnmikilvæg og aðrir atvinnuvegir, enda gerði hún verkaskipt-
ingu mögulega. Andúð á kaupmönnum væri leifar af hugsunarhætti
liðins tíma.201
Viðreisnarstjórnin komst klakklaust í gegnum hina miklu örðug-
leika áranna 1967-1968, og allt virtist vera í blóma sumarið 1970.
En þá féll Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, skyndilega frá. Sjálfstæðismenn voru þessu með
öllu óviðbúnir. Jóhann Hafstein tók við formennsku til bráðabirgða.
Fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Geir Hallgrímsson
borgarstjóri, settist á þing, en margir töldu hann eðlilegan arftaka