Andvari - 01.01.2016, Síða 59
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
57
vinstri mönnum, hvað sem líða kynni afstöðu minni, ef ég væri borgari í ein-
hverju nágrannalandinu, en það er vegna oftrúar þeirra á því, að það samstarf
þjóðfélagsborgaranna, sem ég er þeim sammála um, að nauðsynlegt sé, beri að
skipuleggja með opinberu valdboði. Eg trúi hins vegar í því efni á hinn frjálsa
samtaka- og samningsrétt.206
Eflaust var það rétt hjá Ólafi, að þetta svar hafi komið mörgum á óvart.
Flestir aðrir frambjóðendur opnuðu kosningaskrifstofur, gáfu út bækl-
inga og héldu fundi. Vinir Ólafs lögðu til, að hann gerði slíkt hið sama.
„Eg neitaði því,“ sagði Ólafur, „því að áróður af þessu tagi er and-
stæður hugmyndum mínum um lýðræði: þeir, sem hafa fjárráðin, eru
sterkari en aðrir. Ég tel það betra að tapa leik en að beita óheiðarlegum
aðferðum. Lýðræði skil ég þannig, að höfuðin eigi að telja, ekki krón-
urnar.“207 Sérstaklega var kosningabarátta Ellerts B. Schrams öflug, en
hann naut stuðnings margra ungra manna, enda formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna og kunnur knattspyrnukappi.
Prófkjörið í Reykjavík fór fram dagana 27. og 28. september 1970.
Atkvæði greiddu samtals 9.271 manns, en auðir seðlar og ógildir voru
149. Merktu kjósendur með krossi við sjö frambjóðendur, hvorki fleiri
né færri. Urslit voru þessi:
1. Geir Hallgrímsson 6.605 atkvæði.
2. Jóhann Hafstein 6.040 atkvæði.
3. Gunnar Thoroddsen 5.738 atkvæði.
4. Auður Auðuns 5.584 atkvæði.
5. Pétur Sigurðsson 4.568 atkvæði.
6. Ragnhildur Helgadóttir 3.990 atkvæði.
7. Ellert B. Schram 3.919 atkvæði.
8. Birgir Kjaran 3.443 atkvæði.
9. Geirþrúður Bernhöft 2.990 atkvæði.
10. Ólafur Björnsson 2.892 atkvæði.208
Ólafur Björnsson lenti milli stafs og hurðar í átökunum í
Sjálfstæðisflokknum, sem voru í fyrsta lagi milli Geirs Hallgrímssonar
og Gunnars Thoroddsens og í öðru lagi milli ungra manna og eldri kyn-
slóðarinnar. Hinar óvenjulegu yfirlýsingar Ólafs fyrir prófkjörið um,
að sér væri ekki ljúft að sitja áfram á þingi og að hann væri í raun fé-
lagshyggjumaður, bættu eflaust ekki heldur hlut hans. Hann átti engan
afmarkaðan hóp stuðningsmanna, sem leit á hann sem „sinn mann“.