Andvari - 01.01.2016, Page 64
62
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Bók Ólafs Björnssonar, Frjálshyggja og alræðishyggja, sem kom út 1978, vakti
mikla athygli. Hér rœðir greinarhöfundur við Ólaf um bókina í Ríkisútvarpinu 12.
nóvember 1978.
Hann tók líka sæti í ritnefnd tímaritsins Frelsisins, sem Félag frjáls-
hyggjumanna gaf út 1980-1987 (en félagið var sjálft leyst upp á tíu ára
afmæli sínu, þar eð það þótti hafa náð tilgangi sínum). Vorið 1980 kom
Hayek í heimsókn til Islands og hélt tvo fyrirlestra, annan í Háskóla
Islands um skipulag peningamála, hinn um „miðju-moðið“ á málstofu
Félags frjálshyggjumanna. Hafði Ólafur Björnsson gaman af því að
skiptast á skoðunum við Hayek, sem hann hafði ekki hitt áður, og eins
þótti Hayek fróðlegt að heyra af hinum hörðu deilum um Leiðina til
ánauðar, sem háðar voru á Islandi sumarið 1945.
Frjálshyggja þeirra Hayeks og Friedmans fór sigurför um heim-
inn næstu ár. Thatcher varð forsætisráðherra Bretlands í maí 1979 og
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna í janúar 1981, og reyndu þau
eftir megni að hrinda hugmyndum í þessum anda í framkvæmd.
Jafnframt því sem Ólafur hélt áfram að fylgjast með þróuninni er-
lendis, sinnti hann kennslu og ritstörfum. Birti hann nokkrar ritgerðir
og greinar næstu árin í blöðum og tímaritum.228 Einnig skrifaði hann
Sögu Islandsbanka og Utvegsbanka Islands 1904-1980, sem kom út
1981. Þar hélt hann því fram, að lokun Islandsbanka árið 1930 hefði