Andvari - 01.01.2016, Page 66
64
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Eitt síðasta ritverk Ólafs Björnssonar var um fall sósíalismans í afmcelisrit Davíðs
Oddssonar 17. janúar 1998. Milli þeirra Davíðs standa Arni Grétar Finnsson
hœstaréttarlögmaður og Asgeir Pétursson sýslumaður, en Asgeir hafði forgöngu
um, að Ólafur var fyrst fenginn í þingframboð 1949.
en gildnaði nokkuð með árunum. Hann var fríður sýnum, andlitsdrætt-
ir reglubundnir, nefið hafið upp að ofan, varir þunnar og hárið mikið
og jarpt hin fyrri ár, en snjóhvítt, eftir að hann tók að reskjast. Hann
var vingjarnlegur í framkomu og hláturmildur, en hleypti mönnum lítt
að sér, hógvær á ytra borði, en vissi vel af gáfum sínum og lærdómi,
hafði mikið skap, en bar það vel. Hann lést 22. febrúar 1999, nýorðinn
87 ára. Genginn var þá einn merkasti hagfræðingur og stjórnmála-
maður landsins á tuttugustu öld, frelsisvinur og umbótasinni, maður
vöku frekar en draums, raka í stað óra. Með Olafi Björnssyni hafði ein
af skærustu og þó mýkstu röddum skynseminnar á Islandi hljóðnað.