Andvari - 01.01.2016, Page 97
ANDVARI
„HVORKI STJÓRNAÐ NÉ VERA STJÓRNAГ
95
Thodol, Hinni tíbetsku dauðrabók, segir að listin að deyja sé jafn mikilvæg
og listin að lifa eða fæðast.43 Reglulega fáum við innsýn í hugsanir Sögu sem
gefa til kynna að hún sé einmitt að æfa sig í og búa sig undir að deyja, að
sleppa takinu alveg, eins og hún gerir í lokin. „Ég gæti dáið núna“, hugsar
hún meðal annars. „Ef ég dey gæti þetta verið í síðasta skiptið sem ég faðma
son minn.144 Og eftir að hún hefur horfst í augu við fortíðina finnst henni
„sprunga myndast í brjóstinu og allt f[ari] á hreyfingu, kvika glóir í hjartanu
og óróinn vellur eldrauður upp úr henni: ég er svo lifandi að ég er að deyja.
Er ég að deyja?145 Það erfiðasta við það ferli er að sleppa takinu af syninum
en í lokasenunni brýst hún út úr sjálfri sér, ,,eygi[r] fegurðina, svo hrikalega“
og áttar sig á að „þú verður hjá mér / alltaf og að eilífu hvert sem ég fer“.46
í áðurnefndri grein Sigurðar A. Magnússonar um súrrealisma fjallar hann
um það hvernig formælandi dadaismans, Tristan Tzara, „lagði ríka áherslu á
stjórnleysis- og níhilistaeðli hreyfingarinnar“.
Hann afneitaði meiraðsegja gildi lista yfirleitt. [...] Undir lokin afneituðu
dadaistar líka sjálfum sér. [...] Viðhorf þeirra var eitthvað á þá leið, að með mynd
eyðileggingar í bakgrunni öðlaðist sálin nýtt fjaðurmagn.47
Sagan í Stóra skjálfta er ekki súrrealísk, hvað þá dadaísk, þótt í henni megi
finna ýmsar áherslur sem tengja má þeim hreyfingum. Jafnvel þótt frásögn-
in „leysist upp“ í hálfgert ljóð í lokin er í heild hennar röklegt samhengi og
Auður Jónsdóttir nýtir sér, eins og fram hefur komið, margs konar hefðbund-
in frásagnarminni og frásagnartækni. Samt sem áður má fullyrða að í síð-
ustu tveimur bókum Auðar, Osjálfrátt og Stóra skjálfta, megi greina tilraun-
ir með róttækar hugmyndir um stjórnleysi og hina andlegu hlið listarinnar.
Áhugavert verður að sjá hvort hún telur ástæðu til að halda þeim áfram eða
hér sé komið að óhjákvæmilegum endapunkti.