Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 107

Andvari - 01.01.2016, Page 107
ANDVARI EINSTAKLINGUR, NÁTTÚRA OG SAMFÉLAG í AÐVENTU 105 tilviljun að hann fer allt öðru vísi með efnið í Aðventu, og við skulum nýta okkur það svigrúm sem hann gefur lesanda sínum með því að segja heldur minna en meira. Eg ætla nú í örstuttu máli að gera grein fyrir mínum skilningi á þessu at- riði. Hann er nátengdur skilningi á sögunni sem heild. En lesandi má ekki láta mig taka af sér ánægjuna af að skapa, leyfa sér að hrífast með og skálda í eyðurnar að eigin geðþótta. Áður vitnaði ég til hugsana Benedikts um drauma æskunnar, þá daga og nætur „er hann átti sér drauma um hóglífi og hamingju þessa heims og annars.“ Það er nærtækt að Sigríður hafi verið hluti af þeim draumum, en talaði hann um þá við hana? Því svarar sagan: „Draumunum þeim. Sem enginn vissi um nema hann og guð almáttugur. Og öræfin sem hann háróma hafði trúað fyrir þeim í sálarangist sinni.“ Nei, hann talaði ekki um þá við Sigríði, en þegar hann skynjaði að þeir yrðu aldrei að veruleika var hann gripinn sálarangist. Svarið og lækningin eru aðventugöngurnar tuttugu og sjö, sem senn eru að baki. En vissi Sigríður hvernig honum leið, þótt hann vilji ekki viðurkenna það? Jú, vitneskjan um það, um ást sem ekki var endur- goldin nema með vináttu og virðingu, sérstakt en óorðað samband sem hún segir bónda sínum frá eða hann skilur, skín í gegnum öll samskipti þeirra. Og Benedikt ungi fær nafn og tekur í arf djúpa vináttu og virðingu fyrir hinum eldri ásamt skapgerð hans og staðfestu, sem er reyndar í fullu sam- ræmi við skapgerð foreldranna. Svar Benedikts við sálarangistinni er ólíkt viðbrögðum þeirra sem leggjast í fyllirí eða reyna að gleyma eða farga sjálfum sér með öðrum hætti, þegar angistin knýr dyra. Hann sigrast á henni með sjálfsaga og með því að taka að sér þjónustu, óumbeðna þjónustu og ólaunaða með veraldlegum gæðum. Það er ekki auðvelt að skapa slíka söguhetju og segja frá þeirri ,göfgun‘ nei- kvæðra tilfinninga sem sagan lýsir eða fremur gefur í skyn. Satt að segja hefur flestum höfundum mistekist það herfilega og sögur af slíkum hetjum einatt orðið með einhverjum hætti ósannar og yfirborðslegar. En Gunnari tekst þetta með hinum fámælta galdri sínum, með hinni lágmæltu og hóf- stilltu lýsingu Benedikts, birtingu hugsana hans og tilfinninga, og hins ytra lífs hans í samskiptum við menn, dýr og dauða náttúru. Benedikt verður að leita út úr mannlegu samfélagi til að verða heill, en það ferli væri tilgangslaust og innantómt ef ekki væri vegna þess að Benedikt kemur að lokum aftur. Að lokinni 27. göngu sinni kemur hann aftur, tekur mannfélagið í sátt og mannfélagið tekur við honum. Með sögu- lokum Aðventu er sáttaferlinu lokið. Benedikt snýr aftur til lífsins með líf. Auðnan ætlaði honum ekki að eignast börn, en þess í stað auðnast honum að bjarga lífi, lífi málleysingja sem eiga sér ekki annan árnaðarmann. Ferlinu er líka lokið af því að mannfélagið bíður hans og tekur við honum með opinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.