Andvari - 01.01.2016, Page 107
ANDVARI
EINSTAKLINGUR, NÁTTÚRA OG SAMFÉLAG í AÐVENTU
105
tilviljun að hann fer allt öðru vísi með efnið í Aðventu, og við skulum nýta
okkur það svigrúm sem hann gefur lesanda sínum með því að segja heldur
minna en meira.
Eg ætla nú í örstuttu máli að gera grein fyrir mínum skilningi á þessu at-
riði. Hann er nátengdur skilningi á sögunni sem heild. En lesandi má ekki
láta mig taka af sér ánægjuna af að skapa, leyfa sér að hrífast með og skálda
í eyðurnar að eigin geðþótta.
Áður vitnaði ég til hugsana Benedikts um drauma æskunnar, þá daga
og nætur „er hann átti sér drauma um hóglífi og hamingju þessa heims og
annars.“ Það er nærtækt að Sigríður hafi verið hluti af þeim draumum, en
talaði hann um þá við hana? Því svarar sagan: „Draumunum þeim. Sem
enginn vissi um nema hann og guð almáttugur. Og öræfin sem hann háróma
hafði trúað fyrir þeim í sálarangist sinni.“ Nei, hann talaði ekki um þá við
Sigríði, en þegar hann skynjaði að þeir yrðu aldrei að veruleika var hann
gripinn sálarangist. Svarið og lækningin eru aðventugöngurnar tuttugu og
sjö, sem senn eru að baki. En vissi Sigríður hvernig honum leið, þótt hann
vilji ekki viðurkenna það? Jú, vitneskjan um það, um ást sem ekki var endur-
goldin nema með vináttu og virðingu, sérstakt en óorðað samband sem hún
segir bónda sínum frá eða hann skilur, skín í gegnum öll samskipti þeirra.
Og Benedikt ungi fær nafn og tekur í arf djúpa vináttu og virðingu fyrir
hinum eldri ásamt skapgerð hans og staðfestu, sem er reyndar í fullu sam-
ræmi við skapgerð foreldranna.
Svar Benedikts við sálarangistinni er ólíkt viðbrögðum þeirra sem leggjast
í fyllirí eða reyna að gleyma eða farga sjálfum sér með öðrum hætti, þegar
angistin knýr dyra. Hann sigrast á henni með sjálfsaga og með því að taka
að sér þjónustu, óumbeðna þjónustu og ólaunaða með veraldlegum gæðum.
Það er ekki auðvelt að skapa slíka söguhetju og segja frá þeirri ,göfgun‘ nei-
kvæðra tilfinninga sem sagan lýsir eða fremur gefur í skyn. Satt að segja
hefur flestum höfundum mistekist það herfilega og sögur af slíkum hetjum
einatt orðið með einhverjum hætti ósannar og yfirborðslegar. En Gunnari
tekst þetta með hinum fámælta galdri sínum, með hinni lágmæltu og hóf-
stilltu lýsingu Benedikts, birtingu hugsana hans og tilfinninga, og hins ytra
lífs hans í samskiptum við menn, dýr og dauða náttúru.
Benedikt verður að leita út úr mannlegu samfélagi til að verða heill,
en það ferli væri tilgangslaust og innantómt ef ekki væri vegna þess að
Benedikt kemur að lokum aftur. Að lokinni 27. göngu sinni kemur hann
aftur, tekur mannfélagið í sátt og mannfélagið tekur við honum. Með sögu-
lokum Aðventu er sáttaferlinu lokið. Benedikt snýr aftur til lífsins með líf.
Auðnan ætlaði honum ekki að eignast börn, en þess í stað auðnast honum að
bjarga lífi, lífi málleysingja sem eiga sér ekki annan árnaðarmann. Ferlinu er
líka lokið af því að mannfélagið bíður hans og tekur við honum með opinn