Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 116

Andvari - 01.01.2016, Page 116
114 KRISTJÁN EIRÍKSSON ANDVARI um annan ósýnilegan heim eru hvarvetna til. Og fyrir hinni lífrænu heildar- hyggju gerir Soffía ágæta grein og nefnir að ekki sé bara um að ræða innflutta rómantíska orðræðu því texti Þórbergs er ævinlega rótfestur í hans eigin reynslu. [. . .] List Þórbergs er fólgin í því að taka slíka hversdagsreynslu og umskapa í lýsingu sem vísar í þekkt bókmenntaminni.9 Saga ofvitans í Suðursveit hefst þar sem steinarnir tala og vitund barnsins vex og þroskast í umhverfi sem er lífi gætt eins og skepnurnar og fólkið. Smám saman víkkar sviðið, fólkið á Hala og nágrannarnir fara að taka meira pláss. Þórbergur lærir að lesa og skrifa og það ásamt kvöldvökunum stækk- ar heim barnsins. Og ekkert er eins heillandi fagurt og franskar skútur við sjónarrönd sem vekja með honum útþrá og löngun til að kanna hið óþekkta. Fimmti kafli bókarinnar nefnist „Frjóvgun hugmynda.“ Hann fjallar um fyrstu Reykjavíkurár Þórbergs og menntun hans innan og utan skóla. Þetta æviskeið hans hefst er hann flytur úr Suðursveitinni til Reykjavíkur vorið 1906. Fyrstu þrjú árin voru ár stritvinnu og sjómennsku en þá tekur við tímabilið 1909 til 1913 sem segir frá í Ofvitanum og íslenzkum aðli og endar með því að hann fær skjól í Unuhúsi. Hér segir og frá Unuhússvistinni og námi hans í íslenskum fræðum hjá Birni M. Olsen í norrænudeild Háskólans. Á þessum árum er Björn einmitt að kynna nemendum sínum bókfestukenn- inguna um skáldlega tilurð Islendingasagnanna og leiðir Soffía líkur að því að hugmyndir Björns um hina skáldlegu þætti Islendingasagna hafi mótað viðhorf Þórbergs til frásagnarlistar og haft mikil áhrif á hans eigin skrif. Því til staðfestingar vitnar hún til Þórbergs sjálfs í samtali við Matthías Johannessen þar sem hann segist hafa lyft lifandi fólki upp á hærra svið og tekizt oftast að segja þannig frá á meira eða minna skáldlegan hátt. Það er minn skáldskapur. Ég hef valið þessa leið. [. . .] Ég hygg þetta sé dálítið svipuð aðferð hjá mér og höfundar íslendingasagna höfðu.10 Soffía bendir á að þessa sjáist enda glögg merki í persónulýsingum Þórbergs þar sem hann getur jafnan uppruna þeirra manna sem hann lýsir, ytra at- gervis og skapgerðareinkenna eins og gert er í sögunum. Og það gefur augaleið að vitaskuld hefur hann einnig beitt þessum að- ferðum þegar hann lýsir atburðum og kringumstæðum þeirra. Sjötti kafli bókar Soffíu nefnist „Sæti á skáldabekk?“ og er undirfyrirsögn hans „Skopkvœðaskáldið Styrr stofuglamm og Ijóðskáldið Þórbergur Þórðarson".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.