Andvari - 01.01.2016, Page 121
ANDVARI
UPPREISN ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR GEGN HEFÐINNI
119
þar einkum til fyrrnefndu ritdómanna tveggja um bækurnar I verum og
Hornstrendingabók og minningarorða Þórbergs um séra Arna, sem birtust í
Þjóðviljanum 13. febrúar 1948: „Arni prófastur Þórarinsson. Síðasti fulltrúi
fornrar frásagnarsnilli.“ Minningarorðin voru síðan birt aftan við Ævisögu
séra Árna. Tvær tilvitnanir hennar í minningarorðin eru sérstaklega merki-
legur vitnisburður um viðhorf Þórbergs til frásagnarlistarinnar. Sú fyrri er
eftirfarandi:
I frásagnarsnilli er aðeins einn erfiðleiki. Það er að gera staðleysur að staðreyndum,
sem áheyrandinn trúir. Þess vegna kemur snillingurinn fram fyrir hlustendur sína
saklaus í framan eins og nýfæddur kálfur. Þetta er upphaf og endir hinnar sönnu
listar.23
Og síðan bendir Þórbergur á að séra Árni hafi haft allt annan hæfileika en
þann sem spunninn væri af „óbrotinni lyganáttúru“ þar sem hann hafi verið
skáld og heldur svo áfram:
En öllum skáldmennum er sú list í brjóst lagin að kunna að mikla þau atriði í
frásögn, sem eiga að vekja sérstaka eftirtekt. Og stundum virðist næmi þeirra svo
mikið, að atvikin, sem mæta þeim í lífinu, verða mikilfenglegri og lífrænni fyrir
þeirra skynjun en athygli annarra manna. Það er ein af náðargáfum snillingsins að
trúa því, sem hann veit, að er lygi.24
Þá kemur fram í orðum Árna sjálfs um Ágúst bróður sinn að hann hefur haft
sama skilning og Þórbergur á frásagnarlistinni sem meðal annars var fólgin
í því að ýkja og skerpa andstæður, ,smækka það smáa og stækka það stóra‘.
Soffía tekur það fram að Ævisaga Árna sé á mörkum þess að geta talist
ævisaga í hefðbundnum skilningi þar sem efnið sé nokkuð sundurlaust og
útúrdúrar margir og nefnir í því sambandi lýsingar ýmissa manna á verkinu,
til dæmis Halldórs Laxness „sem lýsti ævisögunni sem „absúrdsögu“ [. . .]
um absúrdmann““ og bendir Soffía síðan á að Kristnihald Laxness sjálfs
sæki mikið til Ævisögu Arna prófasts Þórarinssonar.25
Þetta verk Þórbergs sýnir því enn og aftur uppreisn hans gegn hinu
hefðbundna formi. Það einkennist af mörgum bókmenntagervum ekki
ósvipað því sem Bréf til Láru gerir.
I þessum kafla fjallar Soffía einnig um líkindin milli aðferðar Boswells,
er hann ritaði Ævisögu Samuels Johnsons, og aðferðar Þórbergs við ritun
Ævisögu Arna prófasts Þórarinssonar og er ljóst að skyldleikinn er mikill.
Hér má til dæmis nefna hina miklu áherslu beggja á smáatriði í lýsingum og
báðir lifa sig nánast inn í sálarlíf og ytra háttalag persónanna sem þeir lýsa.
Hér má einnig bæta því við að náttúrleg nákvæmni Þórbergs á vafalaust