Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 123

Andvari - 01.01.2016, Page 123
ANDVARI UPPREISN ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR GEGN HEFÐINNI 121 Níundi og síðasti kafli bókarinnar nefnist „Ég er eins og menn verða eftir næstu aldamót“ með undirfyrirsögninni: „Þórbergur Þórðarson og íslensk- ar bókmenntir á tuttugustu ogfyrstu öld.“ Titillinn er sóttur í viðtal sem piltur í MR (Davíð Oddsson) átti við Þórberg 13. mars 1968. Talið berst þar að því að Þórbergur hafi aldrei skrifað skáldsögu. Þórbergur játar því hvorki né neitar og ber sínar sögur saman við „íslendingasögur á síðari hluta ritaldar“ sem séu „blendingur úr tilbúningi og sannsögli“ og er það í samræmi við það sem hann hafði áður sagt í sam- tali við Matthías Johannessen í I kompaníi við allífið. Pilturinn gengur þá á hann og segir: „Þú ert móderni maður og hefur kannski ekkert gaman af því.“ Og Þórbergur svarar: „Ég er ekki móderni. Ég er eins og menn verða eftir næstu aldamót.“31 Soffía dregur síðan fram ýmsar tilvitnanir samtímahöfunda til Þórbergs sem benda vissulega til þess að mikil vakning sé að verða um bækur hans og þótt Pétur Gunnarsson fari vissulega fremstur í flokki þeirra skálda sem fjallað hafa um Þórberg þá er ljóst að áhugi á verkum Þórbergs og frásagnartækni hans fer vaxandi um þessar mundir. Lokaorð Ég hef nú drepið á ýmis meginatriði sem fram koma í hinu mikla og vandaða verki Soffíu Auðar. Segja má að meginviðfangsefni verksins sé að gera grein fyrir hinum margslungnu bókmenntagervum Þórbergs og stöðugri uppreisn hans gegn hefðinni, ýmist fyrir innlend eða erlend áhrif. Andóf Þórbergs gegn hefðinni hefst þegar með ljóðagerð hans þar sem hann rís gegn nýróm- antíkinni og skopstælir kvæði þeirrar stefnu. Bréf til Láru er svo algerlega nýtt bókmenntagervi sem á sér þó bæði íslenskar og erlendar rætur. Segja má að brot Þórbergs á hefðinni hafi verið ríkjandi í flestum skáld- skap hans nema ljóðagerð þar sem hann snerist öndverður gegn hinu frjálsa formi atómskáldskaparins. Smásmuguleg nákvæmni í frásögn, útúrdúrar, rómantísk hæðni og stöðug blanda ólíkra efnisatriða og furðusagnir einkenna bókmenntagervi Þórbergs. Andstæður kallast á í verkum hans: staðreyndir og hugarflug, líkami og sál,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.