Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 124

Andvari - 01.01.2016, Page 124
122 KRISTJÁN EIRÍKSSON ANDVARI líf og dauði. En jafnframt því að vera andstæður eru þetta nokkurs konar hliðstæður sem renna jafnvel saman, eins konar díalektísk hughyggja. Og kannski eru það einmitt þessi atriði í frásagnarstíl Þórbergs, fremur en nokkuð annað, sem gera honum kleift að lýsa sinni fjölþættu skaphöfn og lífsskoðun. Minnir þetta að sumu leyti á heimspeki hans gamla uppáhalds- skálds, Einars Benediktssonar, sem svo kvað í „Einræðum Starkaðar“: Hið smáa er stórt í harmanna heim, höpp og slys bera dularlíki. Segja má að mikill hluti verka Þórbergs snúist um að draga upp hina fjöl- þættu og breytilegu sjálfsmynd sína sem Laxness lýsir svo og fyrr er vitnað til: Þórbergur var í mínum augum ekki aðeins tveir eða þrír menn, heldur tvær eða þrjár ólíkar heimsmenníngar að gáskafullum leik í einni persónu sem þó aldrei klofnaði. Það er lýsing ofvitans úr Suðursveit, þjóðleysingjans og hins margvísa yoga, sem var samgrónari íslenskri sveitamenningu en flestir ef ekki allir aðrir. En þessi lýsing er ekki endilega rétt samkvæmt öllum staðreyndum og mæl- ingum kompáss og skrefa sem Þórbergi voru svo tamar. Hugarflug höfundar í hinu „lausbeislaða formi“, þar sem eitt er stækkað og annað minnkað gerir þessi verk hans að eins konar ævigoðsögnum (e. biomythography) eins og Soffía nefnir það. En Þórbergur lýsir ekki einungis sjálfum sér heldur fjölda annarra. Og frægust þeirra eru Lilla Hegga og Arni prófastur Þórarinsson. í verkum sínum um þau leggur Þórbergur allt kapp á að lifa sig inn í og setja sig rækilega í spor sögupersónanna, nánast samsama sig þeim. Til þess verð- ur hann að grípa til alls konar útúrdúra, ekki síst í Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar svo fremur má þar tala um nýtt bókmenntagervi heldur en hefðbundna ævisögu þar sem Þórbergur fer sínar eigin leiðir eins og í flest- um fyrri verkum sínum. Soffía Auður Birgisdóttir hefur í bók sinni, Ég skapa - þess vegna er ég, lýst vinnubrögðum Þórbergs og bókmenntasköpun hans betur og rækilegar en gert hefur verið til þessa og í raun skilgreint form verka hans svo vel að litlu er þar við að bæta. Hitt er svo annað mál að fjölmargt er enn órannsakað í skáldskap og líf- speki ofvitans úr Suðursveitinni og hvernig hann vinnur stöðugt úr lífsvið- horfum sem í fljótu bragði sýnast ólík og berst ótrauður fyrir þeim. Einkum er forvitnilegt að rannsaka hvernig hann aðhyllist stöðugt nýjar, og að því er virðist, ólíkar stefnur og hugmyndir án þess að varpa hinum fyrri fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.