Andvari - 01.01.2016, Page 136
134
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARl
í þessum kafla eru fáar meiri háttar breytingar hjá Sveinbirni. í 25. versi tók
hann upp sögnina að freista í stað reyna hjá Geir og studdist þar við allar
eldri Biblíunar. Síðar í versinu breytti hann verdi cefinlega sæll í eignist eilíft
líf og fylgdi þar Guðbrandsbiblíu. I Þorláksbiblíu, Steinsbiblíu og í Biblíunni
frá 1813 var notuð sögnin að erfa í stað eignast. Engin breyting var gerð í
26. versi en í 27. versi er þýðing Sveinbjörns Elska skaltu samhljóða eldri
Biblíum. Með því að þýða: Þú átt að elska hefur Geir ætlað að ná anda tal-
máls. Næsta breyting er í 29. versi þar sem Geir valdi auglýsa ráðvendni í
stað réttlæta sig úr eldri Biblíum. Þarna fór Sveinbjörn eigin leið og þýddi
leita sér lofs.
Sveinbjörn sótti þýðingu til eldri Biblía í 30. versi þegar hann breytti ræntu
hann iflettu hann klœðum. Þannig hafði verið þýtt frá Þorláksbiblíu til 1813
með örlitlu fráviki í Steinsbiblíu: klæðflettu hann. Textinn í Guðbrandsbiblíu
er: ræntu hann klœðum. Enga skýringu hef ég fundið á því hvers vegna
Sveinbjörn breytti tvo peninga í 35. versi í einn eyri.
Allt frá Guðbrandsbiblíu til 1813 hafði verið þýtt tvo peninga og yngri
þýðingar (1908/1912/1981 og 2007) nota tvo denara. í 37. versi þýddi Geir
hreyt þú þá eins og hann en Sveinbjörn breytti í far þú og gjor hid sama
eins og þýtt hafði verið allt frá Guðbrandsbiblíu að öðru leyti en því að
Sveinbjörn felldi niður orðið slíkt í slíkt hið sama.
Samantekt
Dæmin sem ég tók voru valin af handahófi. Af því sem fram hefur komið má
skipta athugasemdunum í sex flokka:
1 Sveinbjörn bætti við þar sem fallið hafði niður hjá Geir, t.d. Lk 1:48 (hans
nafn er heilagt).
2 Sveinbjörn breytti engu t.d. Mk 4:23 (nemi þetta hverr sá er nema kann)
3 Sveinbjörn lagaði að eldri þýðingum, t.d. Mt 5:7 (miskunsamir/miskunn
í stað gódgiarnir/godgirni), 6:24 (enginn kann tveimur herrum að þjóna
í stað: Einginn getur tveggja herra þræll verid). Eins og sjá má eru lang-
flestar breytingar Sveinbjarnar af þessum toga.
4 Eigin þýðing Sveinbjarnar, t.d. Mt 6:19/24 (eta-skemma, forsóma-af-
rækja), Lk 1:48 (meta-prísa), Lk 10:25 (reyna hann-freista hans), Lk
10:29 (auglýsa rádvendni-leita sér lofs). Erfitt er að skýra ákvörðun
Sveinbjarnar að breyta í Lk 10:35 tvo peninga í einn eyri. Allar eldri
þýðingarnar höfðu peningana tvo og yngri þýðingar denarana tvo. Sama
er með nýju dönsku þýðinguna frá 1993.