Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 144

Andvari - 01.01.2016, Side 144
142 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI hengi tilverunnar væri bundið tímafljótinu eða eilífðarstraumnum. Stöðugan straum sá hann sem undirstöðu tilverunnar en þar sem hann rann aðeins í eina átt var ógjörningur fyrir einstakling að slíta sig frá því sem réð fram- vindu hans, það er lífskraftinum." Þau öfl sem bjuggu að baki verðandinni voru hulin og eina leiðin til að glöggva sig á þeim og framrás fljótsins var um innsæið sem aðeins var fært um að afhjúpa samhengið milli fortíðar, nú- tíðar og framtíðar, það sem Bergson kallaði „la durée“. Þannig átti að vera hægt að átta sig á þróun lífsins því að allir þræðir þess sameinuðust í fljót- inu. Leiðin að innsæinu lá í sköpuninni (svipar til hins díonýsíska sköpunar- anda Nietzsches) þar sem samverkun milli vitsmunaafla mannsins og eðlis- ávísunar hans átti sér stað.12 Bergson afneitaði þeirri túlkun að vísindin gætu skýrt alla þætti lífsins og taldi þvert á móti að skynsemishyggja byggðist á eðlislægum hvötum þar sem reynt væri að skilgreina allt út frá efnisheiminum, hinu fastmótaða og steinrunna. Andstæðan væri fólgin í innsæinu, það gæfi miklu víðtækari og betri mynd af þeim vandamálum sem við væri að glíma. Lausn þeirra bæri með sér raunverulegan heimspekilegan skilning sem væri aðeins mögulegur ef mótsagnirnar tvær, skynsemin og innsæið, væru lagðar saman að jöfnu þar sem innsæið virkaði útvíkkandi en skynsemin afmarkandi.13 í háskólum Evrópu á fyrri hluta aldarinnar naut þessi óskynsemishyggja hylli og hennar sér merki í heimspeki Sigurðar Nordals eins og sýnt verður fram á hér í framhaldinu. Lífhyggjan í heimspeki Sigurðar Nordals Sigurður lauk doktorsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1914 en hélt námi áfram sem styrkþegi Árnastofnunar og síðar sjóðs Hannesar Árnasonar. Lokaritgerð hans hafði fjallað um Olafs sögu helga en styrkur- inn úr Hannesarsjóði var skilyrtur við nám í heimspeki og stundaði hann það í Kaupmannahöfn, Berlín og Oxford fram á sumar 1918. Sú kvöð hvíldi á styrkþeganum að hann varð að halda opna fyrirlestra um nám sitt og flutti Sigurður slík erindi (um einlyndi og marglyndi) með hléum frá lokum októ- ber 1918 fram í apríl 1919. I flestum tilvikum vann hann aðeins ágrip utan um hvern fyrirlestur svo að þeir eru ekki varðveittir í heilu lagi. Þrátt fyrir að hafa vakið mikla eftirtekt var það fyrst árið 1986 sem drög Sigurðar voru tekin saman og gefin út á bók.14 Páll Skúlason (1945-2015) heimspekingur sagði að Sigurður hefði í heim- speki sinni lagt áherslu á að hver og einn gerði sér grein fyrir þeim þver- sögnum sem einkenndu mannlega tilveru. Lífseðli mannsins gengi út á að uppfylla allar hvatir og langanir sem sífellt kæmu upp í hugann. Þegar að-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.