Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 154

Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 154
152 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI Þegar á allt er litið er vitneskja Álfs rýr samanborið við þá sem prófessorinn hefur aflað sér með ærnum tilkostnaði. Með erfiði sínu hefur honum tekist að velta við fáeinum steinum á „eyju mannlegrar þekkingar“ en Álfur hefur aldrei einbeitt sér nægjanlega að því að komast að ströndum hennar heldur sífellt skipt á milli hugðarefna. Hér má merkja skyldleika við hugmynd líf- hyggjunnar um lífsheildina, að fortíð, nútíð og framtíð mynduðu heildstæða samfellu. Prófessorinn hefur byggt á stoðum fræðinga fyrri tíma og fórnað lífi sínu í áframhaldandi þekkingarleit. Ævistarf hans mun síðan lifa áfram með næstu kynslóðum og því hefur hann lagt sitt af mörkum til hægvaxandi framþróunar heildarinnar, ólíkt Álfi sem engu hefur í raun áorkað. í „Hel“ má greina vangaveltur um gildi þrenginga og þeirrar hörðu lífs- baráttu sem margt bændafólk varð að gera sér að góðu á fyrri tíð. Það kemur heim og saman við þá þætti sem einkenndu mörg skrif íslenskra mennta- manna og skálda á fyrri hluta 20. aldar, sem stundum hafa verið kennd við nýrómantík, og einkum voru fólgnir í upphafningu bændafólks og fátæktar, einstaklingshyggju og samráðshyggju (corporatism) auk menningarlegrar íhaldssemi og andskynsemisstefnu.53 Dáðst var að þeirri reynslu sem erfið- leikar á borð við fátækt og harðindi gátu veitt hverjum og einum og bar- átta fólks fyrir lífinu upphafin og hún álitin uppbyggileg og óumflýjanleg reynsla fyrir hvern einstakling. 1 sjöunda hluta „Heljar“ sviptir Steinunn í Haga hulunni af hve lítilsigldur Álfur sé þrátt fyrir að hann sjálfur þykist hafa þolað miklar raunir fyrir að hafa valið sér „[...] eirðarlaust líf víkings- ins [...]“.54 Hann hefur nefnilega aldrei upplifað þær hliðar lífsins sem leiða til dýpsta þroska mannssálarinnar, ólíkt Steinunni: „Sorgir þínar hafa verið ímyndaðar. Hvað er að gráta yfir glötuðu lífi, leika sér að þeirri hugsun, í samanburði við að gráta litla stúlku á fimta árinu, sem fer niður í ^röfina með brosið sitt og grátinn?“55 Hér er Steinunn harðfullorðin kona (Alfur er reyndar á svipuðum aldri í árum talið) sem kynnst hefur mörgu misjöfnu en þó einnig upplifað glaðværð og hamingju. Hún á sér alla vega minningar, góðar og slæmar, sem fylgja henni sem reynslubrunnur en Álfur aftur á móti er síbernskur og reynslulaus. í frásögninni upphefur Sigurður fábreytta og erfiða ævi bóndakonunnar, sem í krafti fórna sinna hefur lifað mun inni- haldsríkara lífi heldur en sá sem allt þykist hafa séð og numið í hringiðu nú- tímans handan hafsins. Þessi aðdáun á sveitafólki og erfiði þess, sem birtist hjá Sigurði og öðrum menntamönnum á sama tíma, er eitt af meginþemum lífhyggjunnar og gjarnan tengd svokölluðum prímitífisma sem fól í sér leit að hinu frumstæða í nútímanum, lífinu í hinu náttúrulega umhverfi og stæl- ingu á lífsháttum fornra manna í sveitum.56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.