Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 154
152
HJALTI ÞORLEIFSSON
ANDVARI
Þegar á allt er litið er vitneskja Álfs rýr samanborið við þá sem prófessorinn
hefur aflað sér með ærnum tilkostnaði. Með erfiði sínu hefur honum tekist
að velta við fáeinum steinum á „eyju mannlegrar þekkingar“ en Álfur hefur
aldrei einbeitt sér nægjanlega að því að komast að ströndum hennar heldur
sífellt skipt á milli hugðarefna. Hér má merkja skyldleika við hugmynd líf-
hyggjunnar um lífsheildina, að fortíð, nútíð og framtíð mynduðu heildstæða
samfellu. Prófessorinn hefur byggt á stoðum fræðinga fyrri tíma og fórnað
lífi sínu í áframhaldandi þekkingarleit. Ævistarf hans mun síðan lifa áfram
með næstu kynslóðum og því hefur hann lagt sitt af mörkum til hægvaxandi
framþróunar heildarinnar, ólíkt Álfi sem engu hefur í raun áorkað.
í „Hel“ má greina vangaveltur um gildi þrenginga og þeirrar hörðu lífs-
baráttu sem margt bændafólk varð að gera sér að góðu á fyrri tíð. Það kemur
heim og saman við þá þætti sem einkenndu mörg skrif íslenskra mennta-
manna og skálda á fyrri hluta 20. aldar, sem stundum hafa verið kennd við
nýrómantík, og einkum voru fólgnir í upphafningu bændafólks og fátæktar,
einstaklingshyggju og samráðshyggju (corporatism) auk menningarlegrar
íhaldssemi og andskynsemisstefnu.53 Dáðst var að þeirri reynslu sem erfið-
leikar á borð við fátækt og harðindi gátu veitt hverjum og einum og bar-
átta fólks fyrir lífinu upphafin og hún álitin uppbyggileg og óumflýjanleg
reynsla fyrir hvern einstakling. 1 sjöunda hluta „Heljar“ sviptir Steinunn í
Haga hulunni af hve lítilsigldur Álfur sé þrátt fyrir að hann sjálfur þykist
hafa þolað miklar raunir fyrir að hafa valið sér „[...] eirðarlaust líf víkings-
ins [...]“.54 Hann hefur nefnilega aldrei upplifað þær hliðar lífsins sem leiða
til dýpsta þroska mannssálarinnar, ólíkt Steinunni: „Sorgir þínar hafa verið
ímyndaðar. Hvað er að gráta yfir glötuðu lífi, leika sér að þeirri hugsun, í
samanburði við að gráta litla stúlku á fimta árinu, sem fer niður í ^röfina
með brosið sitt og grátinn?“55 Hér er Steinunn harðfullorðin kona (Alfur er
reyndar á svipuðum aldri í árum talið) sem kynnst hefur mörgu misjöfnu en
þó einnig upplifað glaðværð og hamingju. Hún á sér alla vega minningar,
góðar og slæmar, sem fylgja henni sem reynslubrunnur en Álfur aftur á móti
er síbernskur og reynslulaus. í frásögninni upphefur Sigurður fábreytta og
erfiða ævi bóndakonunnar, sem í krafti fórna sinna hefur lifað mun inni-
haldsríkara lífi heldur en sá sem allt þykist hafa séð og numið í hringiðu nú-
tímans handan hafsins. Þessi aðdáun á sveitafólki og erfiði þess, sem birtist
hjá Sigurði og öðrum menntamönnum á sama tíma, er eitt af meginþemum
lífhyggjunnar og gjarnan tengd svokölluðum prímitífisma sem fól í sér leit
að hinu frumstæða í nútímanum, lífinu í hinu náttúrulega umhverfi og stæl-
ingu á lífsháttum fornra manna í sveitum.56