Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 17

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 17
15 HEYVERKUNARAÐFERÐIR Þorsteinn Þorsteinsson Tilraunastöóinni á Keldum II. Þaettir úr sögu heyverkunar. 1. Vothey Jón Þorsteinsson a Fossi í Grímsnesi verkaði súrhey einna fyrstur manna sem sögur fara af. Notaði hann torftóft og tókst vel. Var þetta á árunum 1876-1886 (1). Torfi Bjarnason í ðlafsdal hóf votheysgerð um líkt leyti og í Búnaóarriti (2) lýsir hann reynslu sinni og hvetur menn til að fara að dæmi sinu. Á tveimur síðustu áratugum 19du aldar og tveimur fyrstu þeirra 20stu má finna allmargar greinar forystumanna um votheysgerð. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri hvatti menn til votheysgerðar af eldmóði sem sjá má i þremur greinum í Búnaðarritinu á árunum 1913-1921 (3,4,5). "Hvað veldur? Hví hykið þið bændur að búa til vothey?" ritar hann í upphafi greinarinnar sem birtist 1916. Þar nefnir hann meðal kosta votheysgeróar "að það hafi reynst vel gegn heysýki í hrossum". 1 siðustu greininni nefnir hann að mygla sé óholl fyrir menn en ræðir það ekki frekar, enda var heilsa manna ekki hans vettvangur. 1 fyrstu taldi Halldór að engri skepnu mundi hollt að fá meira en helming gjafar i votheyi. I siðustu greininni hefur hann fært sig upp á skaftiö. Hann hafói þá gert fóðrunartilraun sem sýndi að sauðfé þreifst vel á votheyi einu saman i innistöðu. Halldór sameinaöi á skemmtilegan hátt visindalega hugsun og eldmóó þess sem boðar eitthvað nýtt. Runólfur Sveinsson tók við skólastjórn á Hvanneyri eftir lát Halldórs 1936. Hann lét gera peningshús þar sem eingöngu voru votheysgryf jur og fór hiklaust inn á þá braut aö fóóra með votheyi án þess að hafa neitt þurrhey með. Hann kenndi að

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.