Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 68

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 68
66 megináherslu á kúabú. Strandamenn vinna þvi væntanlega litið i heyryki, en Sunnlendingar allmikið sérstaklega eftir óþurrkasumur. Vinnubrögð voru þau að fyrst var öllum þáttakendum sent bréf þar sem könnunin var kynnt og sagt i fáum orðum frá fyrirkomulagi hennar. í Vikurumdæmi fór siðan einn höfunda (H.K.) heim á bæ til viðkomandi, lagði fyrir spurningalista um einkenni frá öndunarfærum og við hann bætt spurningum um einkenni frá öndunarfærum tengd vinnu i heyi og einnig um heyverkunaraðferðir, gerði öndunarpróf, mældi blóðþrysting, hæð og þyngd og tók loks blóð fyrir fellipróf. Á Ströndum voru vinnubrögð i meginatriðum þau sömu, nema þar unnu fleiri að (H.K., A.E., T.Á. og V.M., þetta eru upphafsstafir þeirra sem þar unnu) og ekki var farið heim á alla bæi vegna timaþrengdar, en fólki stefnt i heilsugæslustöð eða i skólahús þar sem þvi var viðkomið. Fellimótefni voru mæld á Tilraunastöð Háskólans að Keldum gegn M. faeni. T. vulaaris og A. fumiaatus. Niðurstöður voru siðan færðar inn á diskettu á Reiknistofu Búnaðarfélags íslands, en tölvuvinnslu annaðist Reiknistofa Háskólans. Við staðtölulega útreikninga var notuð chi2 aðferð. III. Niðurstöður Á svæði A (Vikurumdæmi) náðist i 99,1% úrtaks, en 84% á svæði B (nyrsta hluta Hólmavikurlæknishéraðs). Aðeins tveir einstaklingar neituðu að taka þátt i rannsókninni, sinn á hvoru svæði. 1. tafla synir þátttöku i rannsókninni. 2. tafla synir aldurs- og kyndreifingu á báðum svæðum. Var greinilega um mjög sambærilega hópa að ræða. 3. tafla synir hlutfall votheys af heyfeng. Litil votheysverkun var á svæði A, en hún var mikil á svæði B. 4. tafla synir lungnaeinkenni. Enginn munur var á þessum einkennum nema bændur i Strandasyslu voru siður mæðnir við gang á jafnsléttu. 5. tafla synir einkenni eftir vinnu i heyryki og niðurstöður felliprófa gegn M. faeni. Enginn munur var milli hópanna á tiðni hósta og mæði eftir vinnu i heyi. Hins vegar

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.