Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 1
Sundur og sam
Hannar
prjónaföt
Hann
4. SEPTEMBER 2022SUNNUDAGUR
„Brjóta nánastallar reglur“
Menntun íferðatösku
Prófessorinn Gunnarfánsson hjálpar fátækumnemendum í Afríku aðmast til náms og fá þauafmynt sem umbun. 10
Fabio Teixidórannsakarhljóðgervingaá íslensku íteiknimynda-sögum. 8
Ste
ko
r
Linda Björk eralltaf meðeitthvað áprjónunum. 20
L A U G A R D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 206. tölublað . 110. árgangur .
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is
Allt fyrir barnið
Bílstólar og sessur, brúsar,
sparkbílar og margt fleira Barnabílstóll Junior*
15-36 kg, svartur, Isofix festingar
Verð 23.900 kr.
Barnakerru- & bílstólaþrenna*
Burðarrúm/vagnstykki,skiptitaska o.fl.
Verð 98.990 kr.
Barnabílstóll Junior*
0-36 kg, grár, King - Isofix festingar
Verð 39.990 kr.
Sparkbíll Audi Junior
quattro, rauður
Verð 22.990 kr.
*Allir bílstólar og sessur uppfylla ESB staðal ECE R44/04 um öryggi.
SPRENGING Í
KLÚBBASTARFI
BÓKASAFNSINS SVAR VIÐ BRÉFI HELGU
bbbbm 39DAGLEGT LÍF 12
Afkoma stórra sveitarfélaga var
mun verri á fyrri helmingi ársins en
gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjár-
hagsáætlana fyrir árið og meiri halli
á rekstrinum. „Að láta rekstur sveit-
arfélaga standa undir sér í sumum
tilvikum er erfitt. Á nokkrum stöð-
um stefnir í að rekstur sveitarfélag-
anna verði ekki lengur sjálfbær.
Þessu þarf að bregðast við,“ segir
Aldís Hafsteinsdóttir sveitarstjóri á
Flúðum og fráfarandi formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
8,9 milljarða halli í borginni
Reykjavíkurborg var rekin með
8.893 milljóna króna halla á fyrri
hluta ársins, sem er um fjórum millj-
örðum króna lakari niðurstaða en
gert var ráð fyrir. Skuldir samstæð-
unnar (A- og B-hluta) jukust um 13
milljarða á fyrri hluta ársins og
nema 420 milljörðum.
1,3 milljarða tap í Kópavogi
Meiri verðbólga en gert var ráð
fyrir við gerð fjárhagsáætlana hefur
mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu
sveitarfélaga. Árshlutareikningur
Kópavogsbæjar fyrir fyrri helming
ársins sýnir 1,3 milljarða króna tap
af rekstri samstæðu bæjarins en
áætlanir gerðu ráð fyrir 830 milljóna
króna halla. Munar þar 470 milljón-
um.
Hjá Garðabæ urðu fjármagns-
gjöld miklu hærri en áætlað var en á
móti kom að færðar voru háar tekjur
af sölu byggingarréttar þannig að
verulegur afgangur varð af tekjum
hjá bæjarfélaginu.
„Fjárhagsstaðan er auðvitað mjög
misjöfn frá einum stað til annars.
Hvarvetna er veruleikinn þó sá að
reksturinn er áskorun. Þar má sér-
staklega geta að málefni fatlaðs fólk,
verkefni sem sveitarfélögin tóku við
fyrir árið 2011, hafa reynst miklu
þyngri og útgjöldin meiri en ráð var
fyrir gert í upphafi. Tekjur sem eiga
að standa undir málaflokknum duga
ekki til. Okkur reiknast til að þarna
vanti átta til níu milljarða króna. Í
samtölum okkar sveitarstjórnar-
manna og fulltrúa fjármálaráðuneyt-
is hefur komið fram mjög afdráttar-
laust að þessu þurfi að breyta.
Starfshópar eru að vinna í þessum
málum nú og brýnt að aðgerðir fylgi
þeim niðurstöðum sem starf þeirra
skilar,“ segir Aldís.
Útsvar, fasteignaskattar, framlög
úr jöfnunarsjóði og þjónustugjöld
eru megintekjustofnar sveitarfélaga.
Þetta segir Aldís brýnt að endur-
skoða.
Reksturinn tekur dýfu
- Meira tap hjá sveitarfélögum á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir - Á sum-
um stöðum stefnir í að rekstur verði ekki sjálfbær - Verðbólga hefur mikil áhrif
MBorgin stígur á »6 og 16
_ Prófessorinn Gunnar Stefánsson
hjálpar fátækum nemendum í Afr-
íku að komast til náms. Hann hann-
aði sérstakt kerfi sem kennir ung-
mennum stærðfræði og í staðinn fá
þau rafmyntina Broskalla.
„Verkefnið heitir Education in a
suitcase, eða Menntun í ferðatösku,
af því við fórum alltaf með spjald-
tölvurnar í ferðatöskum,“ segir
Gunnar, en hann segir frá verkefn-
inu í Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins um helgina.
Morgunblaðið/Ásdís
Menntun Gunnar Stefánsson brennur fyrir
verkefni sínu, Menntun í ferðatösku.
Kemur börnum í
Afríku í háskóla
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu komst í gærkvöldi í
efsta sætið í undanriðli heimsmeistaramótsins með stórsigri,
6:0, á Hvít-Rússum á Kópavogsvellinum. Íslenska liðinu nægir
nú jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudagskvöldið til að
komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Sveindís Jane Jóns-
dóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
voru allar í stórum hlutverkum og fagna hér einu markanna
en Sveindís lék vörn Hvít-Rússa grátt hvað eftir annað og þær
Dagný og Sara skoruðu tvö mörk hvor. »36-37
Morgunblaðið/Eggert
Stórsigur og
þær þurfa
eitt stig enn