Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 FC 7 Premium Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég er ótrúlega spennt. Ég brenn fyrir þessu og hlakka til að sjá allar þessar sýningar og bjóða fólk vel- komið í húsið,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói. Þar urðu stjórnenda- skipti í vor þegar Friðrik Friðriks- son lét af störfum og Sara tók við. Sara hefur mikinn áhuga á að vinna með leikhúsupplifunina sem heild og hefur ráðist í framkvæmdir. „Ég hef verið að færa mig yfir í það sem kallað er upplifunarhönnun. Þetta kveikir svo í mér, að huga að öllum þessum þáttum þess ferils að fara í leikhús. Öllum líður vel sem koma inn í Tjarnarbíó. Húsið hefur ákveðna sál. Það er góður andi hér. En það var kominn tími á viðhald.“ Stærsta breytingin sem varð í sumar er sú að búið er að færa bar leikhússins til. Sara segir að hann hafi verið plássfrekur í forsal húss- ins og því sé búið að færa hann inn í gamla anddyrið. Banjóleikarinn Jesús Nú hafa dyr Tjarnarbíós verið opnaðar að nýju eftir breytingar og heilmikil dagskrá framundan. „Ég held það komi 24 leikhópar inn í hús í vetur. Við byrjum leikárið á mjög skemmtilegri sýningu sem heitir Jesús er til, hann spilar á banjó. Þetta er gleðisprengja og maður labbar ekki þaðan út nema í góðu skapi. Svo kemur Karl Ágúst með sína stóru afmælissýningu sem heitir Fíflið. Það er kveðjusýningin hans.“ Uppistandsdagskrá vetrarins verður fjölbreytt. Bergur Ebbi held- ur vikulegar sýningar í haust og svo tekur hópurinn VHS við eftir ára- mót. Hinn landsþekkti Ari Eldjárn kemur fram í húsinu í september sem og Jono Duffy. Uppistandssýn- ing Elvu Daggar Hafberg, Madame Tourette, verður síðan sýnd í októ- ber. „Svo ætlum við að reyna að höfða til allra þeirra sem tala ekki íslensku. Við erum kannski eina leik- húsið sem getur gert það.“ Uppfærsla á Mánasteini eftir Sjón verður sett upp af tékkneska leik- hópnum Studio Hrdinu í byrjun september. Sara nefnir einnig dans- sýningar, sem auðvitað þarfnast ekki tungumálakunnáttu, t.d. ROF eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur sem frumsýnd var á síðasta ári. „Við verðum með tvær trúðasýn- ingar fyrir fullorðna. Annars vegar Hið stórkostlega ævintýri um missi þar sem Gríma Kristjáns ætlar að fara í trúðshaminn og segja okkur frá því þegar hún missti foreldra sína. Þá setur Virginia Gillard og hópurinn Trigger Warning upp sýn- ingu sem fjallar um það þegar hún var trúður á Barnaspítala Hringsins og fékk svo heilablóðfall.“ „Við ætlum að vera allar helgar með eitthvað fyrir börn. Ef það eru ekki leiksýningar þá eru það við- burðir, hvort sem það eru námskeið eða eitthvað annað skemmtilegt fyr- ir fjölskylduna.“ Leikhópurinn Lotta setur upp stutta útgáfu af Mjallhvíti í haust og eftir áramót verður Lalli töframaður með orðlausa töfrasýn- ingu fyrir börn af öllum uppruna. „Það er mér hjartans mál að vera með gott barnaleikhús.“ Breytt eftir innsláttarvillu Í október leikstýrir Ágústa Skúla- dóttir heilgrímusýningu fyrir full- orðna sem ber titilinn Hríma. Þá heldur Unnur Elísabet áfram með verkefni sitt Ég býð mig fram. Þar fær hún í fjórða sinn ýmsa listamenn til liðs við sig. Í nóvember endurvekur myndlist- armaðurinn Sigurður Ámundarson sýningu sína Velkomin í hið ósagða, sem var sýnd í Hafnarhúsinu. Sara segir að sýningin beri nú titilinn Hið ósagaða eftir að listamaðurinn rakst á skemmtilega innsláttarvillu. Eftir áramót heldur leikárið áfram af fullum krafti. Ég lifi enn: Sönn saga eftir þær Rebekku A. Ingimundardóttur og Þóreyju Sig- þórsdóttur verður fyrsta frumsýn- ing eftir áramót. Verkið er unnið upp úr rannsóknum og vinnusmiðj- um með eldri borgurum. „Þetta er sýning þar sem eldri og yngri kyn- slóðin kemur saman,“ segir Sara. „Óbærilegur léttleiki knattspyrn- unnar er sprenghlægileg ádeila um karlmennskuna. Fjórir karlmenn, vinir um þrítugt, hittast reglulega og horfa á fótboltaleik í sófanum. Á meðan stekkur sagan fram og til baka í tíma og rúmi og þeir kryfja karlmennskuna. Það er skemmtilegt að allir listrænir stjórnendur eru konur. Svo verður tónlistarmað- urinn Valdimar með.“ Hópurinn Reykjavik Ensemble setur upp verkið Djöfulsins snill- ingur. „Þetta verður sálfræðitryllir og ég er mjög spennt að sjá það. Svo erum við með einleik sem ég verð að nefna sem heitir Hvað ef sósan klikkar? Gunnella Hólmarsdóttir er búin að gera rannsóknir og tengja taugaáföll kvenna við matreiðslu- bækur.“ Enn fleiri verk verða á fjölum leikhússins eftir áramót og verða upplýsingar um þau birtar á nýrri heimasíðu Tjarnarbíós, tjarnar- bio.is, þegar nær dregur. Loks nefn- ir Sara að Tjarnarbíó hýsi þrjár listahátíðir: Reykjavík Dance Festi- val, barnahátíðina Unga og Reykja- vík Fringe. Færri komast að en vilja Tjarnarbíó, sem hefur oft verið kallað heimili sjálfstæðra sviðslista, tekur við langflestum þeim sýn- ingum sem sjálfstæðu leikhóparnir setja upp. „Auðvitað reynum við að koma sem flestum að en það hefur aldrei verið meiri aðsókn og við höfum þurft að vísa frá hópum sem eru full- styrktir í fyrsta sinn.“ Auk þess hef- ur Sara heyrt frá tónlistarfólki sem er líka í vandræðum með húsnæði. „Í þessum framkvæmdum bjugg- um við til aukasvið. Það er reyndar bara um fjórir fermetrar. Það er til þess að geta haldið pínulitla við- burði. Grínistinn Stefán Ingvar er kom- inn þangað með svona „happy hour“ sýningu, kl. 17.30 á fimmtudögum. En við erum klárlega komin á þann stað að það þarf nýtt svið.“ Hún segir að vel væri hægt að stækka Tjarnarbíó og vonast til þess að portið í bakgarði leikhússins verði yfirbyggt til þess að hægt verði að koma fyrir nýju sviði. „Við ætlum að fá stjórnvöld með okkur í lið til þess að láta þetta rætast.“ Sara Martí var gestur í Dag- málum fyrr í vikunni og þar má heyra meira um framtíð leikhússins. Leikhús „Ég brenn fyrir þessu,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói, í Dagmálum. „Öllum líður vel í Tjarnarbíói“ - Sara Martí Guðmundsdóttir er nýr leikhússtjóri Tjarnarbíós - Viðamikil og fjölbreytt dagskrá í vetur - Leggur áherslu á gott barnaleikhús - Breytingar á forsal hússins - Kallar eftir nýju sviði Píanóleikarinn Erna Vala Arnar- dóttir, fiðluleikarinn Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, víóluleikarinn Anna Elísabet Sigurðardóttir og selló- leikarinn Hjörtur Páll Eggertsson bjóða til tónleika í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Á tónleikunum, sem eru hluti af tónleikaröðinni Sígildum sunnu- dögum, verður tónlist tékkneskra tónskálda í brennidepli. „Tónleikarnir hefjast með kammerverkinu Pohádka fyrir selló og píanó eftir Janácek. Þetta undurfagra verk er lauslega byggt á ljóði rússneska skáldsins Zhu- kovskys um Tsar Bendvei. Annað verkið á efnisskrá tónleikanna er Dúó nr. 1 fyrir fiðlu og víólu eftir Martinu, sem hafði mikið dálæti á hrynjandi innblásinni af madrígöl- um, en í verkinu má einnig heyra skemmtilegar laglínur ættaðar úr móravískri þjóðlagatónlist. Eftir hlé verður svo fluttur Píanókvart- ett nr. 2 í Es-dúr, op. 87, eftir Ant- onín Dvorák. Hann var skrifaður sumarið 1889,“ segir í tilkynningu. Miðar fást í miðasölu Hörpu. Auður Tékklands í Hörpu á morgun Kvartett Hópurinn sem kemur fram. Eggert Pétursson, Ingólfur Arn- arsson, Kees Visser og Rúrí taka þátt í samræðum um myndlist og alþjóðleg tengsl á áttunda áratugn- um og listsköpun þeirra í Listasafni Árnesinga í dag, laugardag, kl. 14. Listamannaspjallið er haldið í tengslum við lokahelgi sýning- arinnar Eruð þið ánægð ef þið meg- ið spyrja um eitthvað? Tengsla- myndun milli austurs og norðurs. Að spjalli loknu halda pólska listakonan Ola Baldyga, sem geng- ur undir listamannsnafninu Forrest Forrester, og Táslyn Visuals tón- leika í Listasafni Árnesinga kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Listamannaspjall og tónleikar í dag Tónlist Pólska listakonan Ola Baldyga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.