Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 34
34 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Mikið úrval fyrir golfferðina Finnið okkur á golfa.is golfa.is 30 ÁRA Björn ólst upp á Siglufirði en býr í Vest- mannaeyjum. Hann er stýri- mannsmenntaður og er sjómað- ur á Ísleifi VE í Eyjum. FJÖLSKYLDA Eiginkona Björns er Arna Björk Guðjóns- dóttir, f. 1991, vinnur við þrif á Herjólfi. Dóttir þeirra er Malen Röfn, f. 2021. Fyrir á Arna Hrannar Pál, f. 2016. Foreldrar Björns eru hjónin Örn Frið- riksson, f. 1959, yfirvélstjóri á Hugin VE, og Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, f. 1959, hús- móðir. Þau eru búsett í Vest- mannaeyjum. Björn Stefán Arnarson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að leggja talsvert á þig til þess að hjálpa vini þínum sem leitar til þín í vandræðum sínum. Haltu þínu striki því sumum er ekki sjálfrátt vegna eigin mis- taka. 20. apríl - 20. maí + Naut Hættu að forðast hið óumflýjanlega. Þú finnur til glaðværðar og bjartsýni sem nýtist vel til þess að ná árangri í nánast hverju sem er. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gættu þess að draga ekki álykt- anir af ófullkomnum staðreyndum. Hulunni verður svipt af spennandi leyndarmálum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert útsjónarsamur og það skaltu nýta þér á öllum sviðum. Láttu þig ekki dreyma um að ganga að skilmálum annara athugasemdalaust. Tjáðu þig. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Fylgdu eðlisávísuninni varðandi ákveðið mál í dag. Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Sýndu öðrum tillitssemi og umburð- arlyndi og þú munt fá þá framkomu endur- goldna þúsundfalt. Við erum öll mannleg. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér þótt þeir vilji tjá þér vangaveltur sínar um daginn og veginn. Láttu berast með straumnum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Nú er kominn tími athafna svo þú skalt bretta upp ermarnar og hefjast handa. Það er betra að sitja uppi með of mikið af upplýsingum heldur en of lítið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér verður lítið úr verki út af allskyns vangaveltum um hluti sem koma starfi þínu hreint ekkert við. Taktu þér tak og komdu einhverju í verk. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það mun reyna verulega á þig í dag þegar beiðni um aðstoð berst úr óvæntri átt. Nýttu stressið og stjórnaðu því, og þú munt slá í gegn. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þetta er góður tími til að ígrunda framtíðaráform þín. Allir mega gera mistök, og þín eru ekki jafn stór og þú ímyndar þér. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur allt það sem til þarf að framkvæma stóra hluti og margir sækjast eftir að fá að taka þátt í þeim með þér. Vilji er allt sem þarf. hefur meðal annars þróað ný nám- skeið á sviði leikjavélagerðar, mál- tækni og sýndarumhverfis. Hann stundar einnig þverfaglegar rann- sóknir við Gervigreindarsetur HR, með áherslu á hönnun, smíði og hag- nýtingu félagslegra sýndarvera og gagnvirks sýndarveruleika. Hann leiddi meðal annars alþjóðlegan stýrihóp um stöðlun stýringar á sam- skiptahegðun vitvera. Þá er hann í forsvari fyrir fastanefnd ACM- ráðstefnu um rannsóknir á því sviði. Sem dæmi um sýndarvitverur, eins og Hannes Högni kallar það, sem eru þá gervigreindarverur með grafískan líkama, er sýndarnemandi sem Hannes hefur þróað með sál- fræðideildinni. „Sérkennarar hafa nýtt sér þessa sýndarvitveru til að þjálfa ákveðna kennsluaðferð fyrir einhverfa. En það er ákveðin áhætta sem fylgir því að æfa sig á raunveru- legu barni.“ Hannes Högni er virtur fræðimað- ur á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafa vakið mikla athygli á al- þjóðlegum vettvangi. Hann hefur tölvusviðinu. Stefán Briem kennari, sem lést á þessu ári, fékk Acorn BBC Microtölvur í skólann upp úr 1980. Þær áttu að verða heimilistölvur sem allir gátu forritað. Foreldrar mínir fengu þær lánaðar á sumrin þegar þær stóðu ónotaðar í skólanum. Svo fylgdi bók með um það hvernig átti að forrita og þannig byrjaði þetta hjá mér.“ Strax eftir grunnskóla fékk Hannes Högni vinnu á Raunvísinda- stofnun. „Þar hjálpaði ég til við að smíða ýmis mælitæki en hafði alltaf mestan áhuga á hugbúnaðarvið- mótinu.“ Eftir háskólanámið starfaði Hann- es Högni við Háskóla Suður- Kaliforníu, þar sem hann hafði yfir- umsjón með tækniþróun verkefnis sem nýtti tölvuleikjatækni og gervi- greind við tungumálakennslu. Verk- efnið hlaut tækniafreksverðlaun DARPA árið 2005. Hann hóf síðan störf hjá Háskólanum í Reykjavík 2006 sem lektor, varð dósent 2010 og svo prófessor við HR 2020. Hannes Högni sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og H annes Högni Vil- hjálmsson fæddist 3. september 1972 í Reykjavík og ólst upp í Þingholtunum þang- að til hann var sjö ára. Þar bjó fjöl- skyldan hjá langafa Hannesar Högna, Þorsteini Þorsteinssyni hag- stofustjóra, en hann varð 99 ára gam- all, og minnist Hannes Högni dag- legra gönguferða með honum. Frá Þingholtunum flutti Hannes Högni í Sundahverfið. Hannes Högni gekk í Æfinga- og tilraunadeild Kennaraháskólans og fór svo í Menntaskólann við Hamra- hlíð þar sem hann fór á eðlisfræði- braut en tók listatengdar greinar sem valgreinar. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1994 og lauk meistaraprófi í miðlunarlistum og -vísindum frá MIT 1997 og doktorsprófi frá sama skóla 2003. Hannes Högni fékk snemma áhuga á tölvum. „Foreldrar mínir voru báðir kennarar í MH sem var framarlega á ýmsum sviðum, m.a. verið atkvæðamikill í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er meðal stofnenda Alelo Inc. í Kaliforníu, sem hefur unnið að þróun og nýtingu fé- lagslegra vitvera í tungumálakennslu síðan 2005 og er nú með hálfa milljón notenda í yfir 25 löndum. Hann var einnig meðal stofnenda MindGames ehf., sem var fyrst fyrirtækja með heilabylgjustýrða leiki á Apple Store. Hann er nú hluti teymisins á bak- við Envalys, sem nýtir sýndarveru- leika til að mæla sálræn áhrif mann- gerðs umhverfis á fólk, áður en framkvæmdir hefjast. Að auki hefur Hannes Högni gegnt ráðgjafa- hlutverki hjá fjölda sprota sem vaxið hafa upp úr háskólaumhverfinu. Meðal dæma um slíkt er verkefni sem er langt komið og búið að stofna fyrirtæki um. Það snýst um að styðja betur við brotaþola í erfiðum ofbeld- ismálum. „Þar er boðið upp á rétt- arsal í sýndarveruleika. Þá geta vitni með gagnvirkum hætti upplifað að koma fram. Þetta getur dregið úr þeirri miklu streitu sem fylgir rétt- arhöldum af þessu tagi. Hannes Högni Vilhjálmsson, prófessor í gervigreind við HR – 50 ára Fjölskyldan Hannes Högni nýtur þess að ferðast og vera úti í náttúrunni með fjölskyldu sinni. Býr til sýndarvitverur Vísindamaðurinn Hannes Högni sameinar svið foreldra sinna í rannsóknum sínum. Til hamingju með daginn Vestmannaeyjar Malen Röfn Björns- dóttir fæddist 3. september 2021 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó við fæðingu 3.700 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Björn Stefán Arnarson og Arna Björk Guðjóns- dóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.