Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Kaja hafragrautur er
hollur og fljótlegur
kostur í dagsins önn
-tilbúinn á einni mínútu
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
3. september 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 141.64
Sterlingspund 163.87
Kanadadalur 107.6
Dönsk króna 19.053
Norsk króna 14.152
Sænsk króna 13.192
Svissn. franki 144.56
Japanskt jen 1.0169
SDR 184.38
Evra 141.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.1368
kjörið sport, aðgengilegt fyrir alla.“
Sveinn Skorri segir haustið tíma-
bil tíðra skemmtana og hópeflis. Því
líður að háannatíma. Kveður hann
staðinn geta tekið við hópum allt upp
í 250 til 300 manns. „Oft eru föstu-
dagarnir þannig að við höfum tekið á
móti alveg upp í tíu fyrirtækjum. Það
eru þá minni fyrirtæki, allt niður í 30
til 50 manna fyrirtæki.“
Spurður, hvort beri á því að ung
pör kíki í pílu á stefnumót, svarar
hann því játandi og bætir við að mik-
ið sé um að vinahópar byrji kvöldið á
pílu um helgar áður en farið er út á
lífið. „Líka steggjanir og gæsanir.
Það er alveg svakalega mikið um þá
hópa um helgar. Það er einmitt stað-
setningin, margir byrja hjá okkur og
fara síðan niður Laugaveginn.
„Við viljum vera þessi staður sem
BAKSVIÐ
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Píluæðið, sem hófst meðan hið hefð-
bundna skemmtanalíf lá niðri í
heimsfaraldrinum, virðist hvergi
nærri í rénun ef marka má eigendur
tveggja stærstu pílustaðanna í
miðbæ Reykjavíkur. Báðir staðir
opnuðu á hátindi Covid-faraldursins,
reiða sig á fyrirtækjaheimsóknir og
eru vinsælir meðal vinahópa ungra
Íslendinga.
„Þetta hefur gengið vel. Sökum
stærðar staðarins eru stórir hópar
hluti af okkur viðskiptavinum. Þeir
minnka aðeins yfir sumartímann. Fá
fyrirtæki skipuleggja hópefli á sumr-
in,“ segir Sveinn Skorri Höskulds-
son, rekstrarstjóri Bullseye, sem er
til húsa í gamla Austurbæjarbíói.
Hann segir ferðamannastrauminn
í sumar hafa svolítið bætt upp fyrir
það, en staðurinn hefur undanfarið
markaðssett sig meira fyrir ferða-
menn. „Það eru augljóslega margir
ferðamenn sem rölta um í leit að ein-
hverri afþreyingu – það geta ekki all-
ir farið í Sky Lagoon og Fly Over
Iceland. Fólk vill gera eitthvað
skemmtilegt og þá er pílukast alveg
fólk byrjar á. Byrjar kvöldið á pítsu
og vængjum og pílukasti áður en
haldið er á vit ævintýranna.“
Fleiri kostir við stærðina
Bullseye er feiknastór staður,
enda um að ræða gamla Austur-
bæjarbíó og er staðnum er skipt í
þrennt: Efri hæðina, þar sem Silfur-
tunglið var áður til húsa, anddyrið
niðri og síðan sjálfan salinn sem þau
kalla Bláa sal. Sá salur er oftast op-
inn fyrir píluheimsóknir frá miðviku-
degi til laugardags. „Við opnum
hann eftir þörfum.“ Spurður hvort
stærð staðarins reynist þeim fjötur
um fót í ljósi staðsetningar, svarar
Sveinn Skorri að það sé vissulega
kostnaðarsamt að halda uppi raf-
magni og kyndingu í svo stóru húsi
og staðsetningin vissulega kostnað-
arsöm, en þó komi kostir þar á móti.
Til að mynda sé enn hægt að nýta
salinn sem fyrirlestra- og samkomu-
sal auk þess sem hægt er að taka á
móti stærri fyrirtækjum en ella.
„Fyrirtæki hafa tekið fyrirtækja-
daga hjá okkur þar sem þau byrja á
fyrirlestrum og fara síðan í mat og
pílukast.“ Þá sé einnig sami maður,
Jón Gunnar Berg, sem á húsið og
rekstur Bullseye, sem gefur aukið
svigrúm. Áður var Jón Gunnar með
sýninguna Tales from Iceland í
húsinu.
Skorri bætir við að hann telji
framtíð skemmtanalífs muni snúast
að miklu leyti um afþreyingu.
„Það er okkar reynsla að unga
fólkið, þegar það fer út að skemmta
sér, vill gera eitthvað. Unga fólkið
nennir ekki að koma að sötra bjór og
spjalla, það er allt búið að spjalla í
spjallgrúppum á netinu. Þegar fólk
hittist þá vill það hafa eitthvað að
gera. Ég held að þetta sé þróunin í
heiminum núna.“
Nota eigin hugbúnað
Bragi Ægisson, framkvæmda-
stjóri Skors, sem rekur pílubar á
Hafnartorgi og minni útgáfu af
staðnum inni á hamborgarastaðnum
2guys við Hlemm, tekur í svipaðan
streng og kollegi hans. Hann segir
íslenska vinahópa sólgna í pílukast.
Þegar staðurinn opnaði fyrst, einnig
í miðjum heimsfaraldri, var um að
ræða nokkurs konar „pop-up“ stað,
og staðsetningu til bráðabirgða á
Hafnartorgi.
„Við fluttum í JL-húsið í byrjun
júlí og það gekk bara mjög vel.
Svakalegur gír í öllum og mjög mikill
straumur,“ segir hann um fyrsta
sumarið, en nú sé staðurinn kominn
á sinn lokastað, aftur á Hafnartorg.
Bragi segir gesti staðarins aðal-
lega vera íslenska, þrátt fyrir að
ferðamannastraumurinn hafi aukist í
ár.
„Við finnum voða lítið fyrir því.
Þetta er mikið bara Íslendingar.
Þótt það séu auðvitað einhverjir
ferðamenn, þá er það mjög lágt
hlutfall hjá okkur,“ segir hann.
Aðspurður segir Bragi fyrirtækja-
heimsóknir tíðar, sér í lagi á virkum
dögum. Um helgar séu flestir gest-
irnir vinahópar, fólk á stefnumótum
og þá komi margir í steggjanir og
gæsanir. Skor rúmar 130 manns. Á
staðnum er eitt stórt rými með pílu-
spjöldum en auk þess má finna
karókí-herbergi og tvö lokuð svæði
með píluspjöldum. Þá hefur Skor þá
sérstöðu að félagið 0101, sem rekur
Skor, er einnig hugbúnaðarfyrir-
tæki. Er því hugbúnaðurinn í kring
um pílukastið framleiddur innanhúss
en ekki aðkeyptur.
Landsmenn sólgnir í pílukast
Morgunblaðið/Eggert
Píla Báðir staðirnir, Bullseye í Austurbæ og Skor við Hafnartorg, voru opnaðir í faraldrinum við góðar undirtektir.
- Austurbæjarbíó breyttist í pílustað - Afþreying sé framtíð skemmtanalífsins - Fyrirtækjaheimsókn-
ir tíðar - Ferðamenn að koma til - Pör á stefnumótum - Kastað í spjald og haldið á vit ævintýranna
Hlutabréfamark-
aðurinn tók ágæt-
lega við sér í viku-
lok eftir að hafa
lækkað nokkuð
fyrr í vikunni.
Síldarvinnslan
hækkaði um 4,2%
í gær í 380 millj-
óna króna við-
skiptum, en
hækkaði þó aðeins
um 2% í vikunni. Aftur á móti hefur
Síldarvinnslan hækkað um 23,8% það
sem af er ári. Þá hækkaði brim í gær
um 3,8% en lækkaði þó um 1,5% í vik-
unni. Þá hækkaði Kvika um 3,3%,
Hagar um 3% og Sýn um 2,4%. Gengi
bréfa í Sýn lækkaði þó um 6,6% í vik-
unni en félagið lækkaði nokkuð
hressilega á miðvikudag og fimmtu-
dag, eftir að stjórnarkjör fór fram á
hluthafafundi á miðvikudagsmorgun.
Icelandair lækkaði um 1,1% eftir að
hafa lækkað alla vikuna, en lækkunin
yfir vikuna nam 4,1%.
Mesta veltan í gær var með bréf í
Marel, um 505 milljónir króna, og
hækkaði gengi bréfa í félaginu um
2%. Líkt og flest önnur félög hafði
Marel þó lækkað í vikunni og nam
heildarlækkunin 4,1%.
Grænt í
vikulok
- Gengi flestra félaga
lækkaði þó í vikunni
Markaðir Skip
Síldarvinnslunnar.