Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 STOFNAÐ 1953 Ert þú með allt á hreinu? Við tökum vel á móti herðatrjám og endurnýtum Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími: 553 1380 Ég sem eldri borg- ari í Reykjavík velti því fyrir mér hvers vegna við, sem erum komin á efri ár, eigum litla möguleika á að fylgjast með áhuga- máli sumra okkar á íþróttavöllum borg- arinnar og raunar á öllum völlum sem ég þekki til jafnt í Reykjavík sem úti á landi. Vanda- málið er að með hærri aldri þá smátt og smátt verðum við aftur sem börn hvað jafnvægi og göngu- öryggi varðar. Ég hef fylgt mínu fé- lagi, sem er Víkingur Reykjavík, allt frá árinu 1953 er það ágæta fé- lag flutti starfsemi sína í Smáíbúða- og Bústaðahverfið. Fyrstu 65 árin velti ég þessu lítið fyrir mér en nú þegar hallar undan fæti þá t.d. sé ég ekki að ég geti mætt á úrslita- leikinn í bikarkeppninni við annað hvort FH eða KA um næstu mán- aðamót. Í Víkinni var þetta vandamál leyst fyrir 3-4 árum með handriði upp alla stigagangana, og er mér kunnugt um að sú framkvæmd var hvorki fjárfrek né neitt tæknilegt undur, síður en svo. Þegar Víkingur lék síðast til úrslita í bikarnum gegn ÍA þá brá ég mér í Laug- ardalinn, mætti snemma og gerði til- raun til að klifra upp til míns sætis án stuðnings, en fljótlega sá ég að sú ferð yrði mér ofviða. Ég sá að mættur var vörður við stigann þar sem hand- riðaklæddum veggjum lauk og við tók óskert víðáttan. Ég spurði manninn hvort hann gæti rétt mér hönd til sætis, sem var auðsótt, enda svo gott sem enginn mættur í stúkuna. Í lok leiks spurði ég sessu- naut minn, sem ég hvorki þekkti haus né sporð á en var auðvitað líka stuðningsmaður Víkings, hvort ég mætti njóta stuðnings hans niður „brattlendið“, sem var auðsótt. Þegar jafnvægi skerðist þá er jafnvel verra að ganga niður tröpp- ur en að klífa tröppur í þessu bratt- lendi sem auðvitað er á öllum íþróttavöllum. Ég hef auðvitað tekið eftir í Víkinni hvernig fólk nýtir sér stuðning handriðanna þar, hvort sem er til sætis eða að leik loknum. Hér er ekki verið að gefa til kynna að undirritaður sé félagslega ein- angraður eða vinafár, auðvitað eru menn ávallt reiðubúnir til að að- stoða ef eftir er leitað, en ósvarað er hversu margir mæta bara alls ekki á leiki og eru ekki viljugir til að biðja um aðstoð. Við viljum helst ganga um óstudd en verðum samt að hyggja að öryggi okkar og ekki síður „dómínóáhrifum“ ef t.d. 85- 100 kg maður fellur fram fyrir sig ofarlega í þrönginni í lok leiks. Síð- ast þegar ég mætti á leik hjá FH (fyrir covid) spurði ung kona mig kurteislega hvort ég væri ekki eldri borgari og að fengnu jái af minni hálfu tjáði hún mér að ég væri vel- kominn á völlinn án gjalds sem eldri borgari, jákvætt og gott mál. Að lokum má geta þess að víðast hvar er ekki reiknað með að fólk í hjólastólum komi og fylgi sínu liði. Gott væri ef íþróttaforystan liti nú á þessi mál og ég leyfi mér að full- yrða, ef ekki eru einhverjar reglu- gerðir sem hindra að handrið séu sett á vellina, a.m.k. suma upp- ganga, þá veit ég að verkið í Víkinni var ekki kostnaðarsamt miðað við aðrar framkvæmdir og umsjón vall- anna. Að lokum hvet ég KSÍ og borgaryfirvöld til að koma þessum málum í lag og bendi á að þetta er hægt að bjóða út hjá hæfum verk- tökum og ekkert mál að fram- kvæma, jafnvel að vetri til. P.s.: Ég stefni auðvitað á að mæta á völlinn þegar Víkingur leik- ur til úrslita við FH/KA. Hvers eigum við að gjalda? Eftir Anton Örn Kærnested » Aðgengi að íþrótta- völlum í Reykjavík. Anton Örn Kærnested Höfundur er eldri borgari. Í Morgunblaðið 18. ágúst sl. var skrifað um fækkun rjúpunnar. Það hefur verið gert reglulega í nokkur ár. Laust fyrir 1970 komu rjúpur í hópum inn á tún, yfirleitt í marsmánuði, og var engu líkara en þær væru að halda fund. Þær voru þarna eins og flekkur í túni í nokkra daga. Svo kom minkurinn. Þá var þetta fljótt að breytast því hann er fljótur að éta ungana. Svo komu skotveiðimennirnir á haustin til að skjóta rjúpu fyrir jólin. Þeir skjóta gamla fuglinn. Verði rjúpunni ekki hlíft mun ekki líða á löngu þar síðasta rjúpan verður drepin, eins og gerðist með geirfuglinn. Fuglavinur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Síðasta rjúpan? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.