Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 37
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Öflug Sveindís Jane Jónsdóttir
lék vinstri bakvörðinn Juliju
Slesarchik hvað eftir annað
grátt í gærkvöld og er hér á
leiðinni fram hjá henni í eitt
skiptið af mörgum.
ÍÞRÓTTIR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur
slegið í gegn í fótboltanum í ár.
Dalvíkingurinn hefur skorað 22
mörk fyrir KA í deild og bikar og
þar af 17 í Bestu deild karla þar
sem hann er nú farinn að hóta því
að slá markametið fræga.
Fimm leikmenn deila metinu,
sem er 19 mörk, en á því virðast
hvíla þau álög að ómögulegt sé
fyrir viðkomandi að ná því tutt-
ugasta.
Pétur Pétursson (1978),
Guðmundur Torfason (1986),
Þórður Guðjónsson (1993),
Tryggvi Guðmundsson (1997) og
Andri Rúnar Bjarnason (2017)
skoruðu allir 19 mörk og gerðu at-
lögu að því tuttugasta.
Pétur, sem þegar hafði slegið
fimm ára gamalt met Hermanns
Gunnarssonar fyrir lokaumferðina
1978, fékk góð færi í 1:0 ósigri
gegn Val en náði ekki að koma
boltanum í netið í tuttugasta sinn.
Þórður var ótrúlega nálægt 20.
markinu í lokaumferðinni 1993
þegar hann fékk nokkur dauðafæri
í sigri ÍA á Val, 2:1, og minnstu
munaði þegar hann átti skot í inn-
anverða stöngina!
Andri Rúnar skaut í stöng úr
vítaspyrnu áður en mark númer 19
leit dagsins ljós í leik Grindavíkur
og Fjölnis árið 2017.
Guðmundur náði ekki að
skora fyrir Fram gegn KR í loka-
umferðinni 1986 og Tryggvi hafði
hálftíma til að slá metið í leik ÍBV
og Leifturs árið 1997 en hafði ekki
heppnina með sér.
Nökkvi er nú kominn í betri
stöðu en fimmmenningarnir því
hann hefur þegar skorað 17 mörk
og KA á enn eftir átta leiki á Ís-
landsmótinu.
Áhugaverðast verður auðvitað
hvort honum takist að jafna metið
eða bæta það í þremur síðustu
umferðunum af hefðbundna
mótinu.
En að því loknu hefur hann
fimm leiki í viðbót og miðað við
framgöngu Nökkva í undanförnum
leikjum kæmi það nánast á óvart
ef hann yrði ekki fyrstur allra í 20
mörk í deildinni.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Danmörk
Midtjylland – Skjern ........................... 18:32
- Sveinn Jóhannsson lék ekki með Skjern
vegna meiðsla.
Fredericia – Skanderborg ................. 24:22
- Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki
fyrir Fredericia. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson þjálfar liðið.
Ribe-Esbjerg – Mors ........................... 30:27
- Elvar Ásgeirsson skoraði 3 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg en Arnar Birkir Hálfdánsson
ekkert. Ágúst Elí Björgvinsson varði 10
skot í marki liðsins.
SönderjyskE – Lemvig ....................... 33:30
- Daníel Freyr Ágústsson varði 6 skot í
marki Lemvig.
Þýskaland
B-deild:
Essen – Empor Rostock...................... 26:15
- Hafþór Már Vignisson skoraði eitt mark
fyrir Empor Rostock en Sveinn Andri
Sveinsson ekkert.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 16-liða, fyrri leikur:
Önnered – Skövde ............................... 28:28
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 4
mörk fyrir Skövde.
Seha-deildin
Undanúrslit:
Veszprém – Eurofarm Pelister ......... 41:27
- Bjarki Elísson lék ekki með Veszprém
sem mætir Zagreb í úrslitaleik á morgun.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Breiðholt: Leiknir R. – FH .................... S14
Víkin: Víkingur R. – ÍBV ....................... S14
Úlfarsárdalur: Fram – KA..................... S17
Akranes: ÍA – KR ................................... S17
Garðabær: Stjarnan – Keflavík ........ S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Selfoss: Selfoss – Grindavík................... L14
KR-völlur: KV – Vestri .......................... L14
Vogar: Þróttur V. – Þór ......................... L16
2. deild karla:
Ólafsfjörður: KF – Njarðvík.................. L14
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Reynir S........... L14
Grenivík: Magni – KFA ......................... L14
Laugardalur: Þróttur R. – Haukar....... L14
Egilsstaðir: Höttur/Huginn – Ægir...... L14
ÍR-völlur: ÍR – Völsungur ..................... L16
3. deild karla:
Garður: Víðir – ÍH .................................. L14
Eyjar: KFS – Augnablik........................ L14
Blönduós: Kormákur/Hvöt – KFG ....... L14
Dalvík: Dalvík/Reynir – Elliði ............... L14
Höfn: Sindri – KH .................................. L14
2. deild kvenna, efri hluti:
Akranes: ÍA – ÍR .................................... L14
Seltjarnarnes: Grótta – Fram ............... L14
Hlíðarendi: KH – Völsungur ................. L16
HANDKNATTLEIKUR
Meistarakeppni karla:
Hlíðarendi: Valur – KA .......................... L16
UM HELGINA!
_ Jeremy Smith mun leika með karla-
liði Breiðabliks í úrvalsdeildinni,
Subway-deildinni, á komandi keppn-
istímabili. Smith, sem er 31 árs bak-
vörður, lék með Breiðabliki tímabilið
2017/2018 en hann skoraði 25 stig,
tók sex fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar að meðaltali með Haukum í 1.
deildinni á síðustu leiktíð.
_ Bandaríkjamaðurinn Tylan Birts er
genginn til liðs við ÍR og mun hann
leika með liðinu í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik, Subway-deildinni, á
komandi keppnistímabili. Birts er 26
ára gamall kraftframherji sem er 198
sentimetrar á hæð.
_ Knattspyrnumaðurinn Pierre-
Emerick Aubameyang er genginn til
liðs við Chelsea á Englandi en hann
skrifaði undir tveggja ára samning í
Lundúnum á lokadegi félagaskipta-
gluggans.
Eitt
ogannað
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Noregur varð í gærkvöld fimmta
Evrópuþjóðin til að tryggja sér sæti
í lokakeppni heimsmeistaramóts
kvenna í knattspyrnu með því að
sigra Belgíu 1:0 á útivelli í uppgjöri
toppliðanna í F-riðli.
Þar með eru þrjár Norðurlanda-
þjóðir komnar á HM því bæði Svíar
og Danir voru búnir að tryggja sér
sigra í sínum riðlum og eins höfðu
Spánn og Frakkland þegar unnið
sína riðla og voru með HM-
farseðlana í höfn.
Í dag eru miklar líkur á því að
Þýskaland og England bætist í hóp-
inn en Þjóðverjum nægir jafntefli
gegn Tyrklandi á útivelli og ensku
Evrópumeisturunum nægir jafn-
tefli gegn Austurríki á útivelli.
Þá standa eftir tveir riðlar sem
verða til lykta leiddir á þriðjudags-
kvöldið en þá kemur í ljóst hvort
það verður Ítalía eða Sviss sem
vinnur G-riðil og hvort það verður
Ísland eða Holland sem vinnur C-
riðil. Ítalir þurfa sigur á heimavelli
gegn Rúmeníu til að gulltryggja sér
HM-sætið.
Þessir níu sigurvegarar riðlanna
fara á HM í Ástralíu og á Nýja-
Sjálandi sumarið 2023. Liðin níu
sem enda í öðru sæti riðlanna fara í
umspil um tvö sæti í lokakeppni HM
og að auki eitt sæti í umspili milli
heimsálfa um síðasta sætið í loka-
keppninni.
Ísland færi í 2. umferð
Þrjú bestu liðin í öðru sæti sitja
hjá í fyrstu umferð umspilsins og
eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi í
gærkvöld er ljóst að ef Ísland tapar
fyrir Hollandi og þarf að fara í um-
spil mun liðið fara beint í 2. umferð-
ina þar sem leikið verður til úrslita
um farseðlana á HM.
Írland og Skotland verða í um-
spilinu en það skýrist endanlega á
þriðjudag hverjar hinar sjö þjóð-
irnar verða. Ísland/Holland, Eng-
land/Austurríki, Bosnía/Svart-
fjallaland, Belgía/Pólland,
Ítalía/Sviss, Portúgal/Serbía og
Wales/Slóvenía eru þjóðirnar sem
þar koma til greina.
Aðrar þjóðir sem eru þegar
komnar á HM 2023 eru eftirtaldar:
Ástralía, Nýja-Sjáland, Japan, Suð-
ur-Kórea, Kína, Filippseyjar, Víet-
nam, Bandaríkin, Kanada, Kosta-
ríka, Jamaíka, Sambía, Marokkó,
Nígería, Suður-Afríka, Kólumbía,
Brasilía og Argentína.
Fimm Evrópuþjóðir
eru komnar á HM
43 stig í öðru sæti deildarinnar og
Fjölnir, sem er í þriðja sætinu með
33 stig, getur ekki náð HK að stig-
um í lokaumferðunum tveimur.
Fjölnir varð að vinna leikinn í kvöld
til að eiga möguleika á að ná öðru
sætinu úr höndum HK-inga. Þá
vann Fylkir sinn ellefta sigur í röð í
deildinni þegar liðið heimsótti Aft-
ureldingu en leiknum lauk með 2:0-
sigri Árbæinga. Benedikt Garðars-
son skoraði bæði mörk Fylkis í fyrri
hálfleik en Fylkismenn eru með 48
stig í efsta sæti deildarinnar. Fylk-
HK leikur í efstu deild karla í knatt-
spyrnu, Bestu deildinni, á næstu
leiktíð eftir sigur gegn Fjölni í 1.
deildinni, Lengjudeildinni, í Kórn-
um í Kópavogi í 20. umferð deild-
arinnar í gær. Leiknum lauk með
3:1-sigri HK-inga en Lúkas Heim-
isson kom Fjölni yfir strax á 2. mín-
útu. Atli Arnarson jafnaði metin
fyrir HK á 18. mínútu úr vítaspyrnu
áður en Hassan Jalloh skoraði tví-
vegis fyrir HK á lokamínútum
leiksins og tryggði liðinu þar með
sæti í efstu deild að ári. HK er með
ismenn þurfa einn sigur í viðbót til
þess að gulltryggja sér sigur í
deildinni en liðið mætir Þrótti úr
Vogum á heimavelli og Þór frá
Akureyri á Akureyri í lokaumferð-
unum á meðan HK mætir Grindavík
úti og Vestra heima.
Þá unnu Kórdrengir 3:1-sigur
gegn Gróttu á Vivaldi-vellinum á
Seltjarnarnesi þar sem Ívan Santos,
Sverrir Hjaltested og Axel Harð-
arson skoruðu mörk Kórdrengja en
Morten Hansen skoraði mark
Gróttu undir lok fyrri hálfleiks.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fagnað HK-ingar tollera þjálfarann Ómar Inga Guðmundsson eftir sigurinn mikilvæga á Fjölni í gærkvöldi.
HK aftur í hóp þeirra bestu
„Ég er ótrúlega
ánægð með
frammistöðuna í
þessum leik,“
sagði Glódís
Perla Viggós-
dóttir, varn-
armaður íslenska
kvennalandsliðs-
ins í knatt-
spyrnu, í samtali
við Morgunblaðið
eftir 6:0-sigur liðsins gegn Hvíta-
Rússlandi í C-riðli undankeppni
HM 2023 á Laugardalsvelli í gær.
„Þetta var frekar rólegur dagur
á skrifstofunni hjá okkur varnar-
mönnunum. Við vorum með fulla
stjórn á þessum leik alveg frá
fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
Við vorum algjört yfirburðalið á
vellinum og við vorum mjög dug-
legar að finna svæðin sem við ætl-
uðum að sækja í. Ég man ekki til
þess að þær hafi fengið einhver al-
vörufæri og ég er virkilega sátt
með spilamennskuna heilt yfir hjá
okkur,“ sagði Glódís Perla.
„Það er allt undir gegn Hollandi
og þetta er bara úrslitaleikur, svo
einfalt er það. Okkur langar að
komast beint á HM og við erum í
mjög góðri stöðu til þess að gera
það. Við erum ekki að fara inn í
þennan Hollandsleik til þess að
gera jafntefli heldur til þess að
vinna hann,“ sagði Glódís Perla
sem lék sinn 106. A-landsleik í
gær.
Ætlum til
Hollands til
þess að vinna
Glódís Perla
Viggósdóttir