Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum Jo Koy í aðalhlutverki S var við bréfi Helgu segir frá ást í meinum á 5. áratugn- um á Íslandi. Bóndinn Bjarni (Þorvaldur Davíð Kristjánsson) verður ástfanginn af konunni á næsta bæ, Helgu (Hera Hilmarsdóttir) en þau eru bæði gift öðrum. Svar við bréfi Helgu er kvikmyndaaðlögun á vinsælli skáld- sögu eftir Bergsvein Birgisson frá árinu 2010. Í skáldsögunni skrifar aldraður bóndi bréf til látinnar ástkonunnar en í kvikmyndinni gefst tækifæri til þess að láta önnur sjónarhorn lifna við. Leikstjórinn, Ása Helga Hjörleifsdóttir, leyfir sér að segja söguna út frá þremur sjónarhornum og leyfir áhorfendum um leið að fylgjast með innra og ytra ferðalagi þessara þriggja sögu- persóna; elskendenna og síðan eiginkonu Bjarna, Unnar (Aníta Briem). Kvikmyndin er mjög mannleg og segir frá innra ferðalagi persóna, þ.e. umbreytingunni á tilfinningalífi þeirra á meðan framhjáhaldið á sér stað og eftir það, en það er innri ferðin sem áhorfendur heillast af. Hér ekki um að ræða eintóna at- burðarás án nokkurrar dýptar eins og flestar nútímahasarmyndir eru. Kvikmyndin endurspeglar tilfinn- ingalíf persónanna en til þess að fanga eitthvað sem sést ekki á mynd þarf virkilega að nota töku- vélina sem pensil og það tekst Ásu Helgu og kvikmyndatökumann- inum, Jasper Wolf, listilega. Kvik- myndin er mjög ljóðræn og lands- lagið og sveitin hafa mikla þýðingu. Bjarni rennur hálfpartinn saman við landslagið í mörgum atriðum. Áhorfendur verða því ekki hissa þegar Bjarni virðist ekki fær um að yfirgefa sveitina til þess að stofna nýtt líf með Helgu, en hann er eins og tröllin í þjóðsögunum, sem urðu fyrir sólinni, nú hluti af náttúrunni. Það má því segja að sveitin, og allt sem tilheyrir henni, sé meðal þess sem stendur í vegi fyrir hamingju Bjarna og Helgu og um leið það sem er í húfi. Sveitin endurspeglar ákveðin höft innra með honum eða það sem kemur í veg fyrir að hann taki skrefið með Helgu. Þorvaldur Davíð notar síðan líkama sinn til þess að koma þessu betur til skila með því t.d. að halda höndunum þétt upp við líkamann. Það má því lesa margt í myndheildina en hún er einnig leið persónanna til þess að tjá sig um það sem er ósagt. Út- saumaða verkið eftir Unni, inni í stofunni heima hjá þeim hjónunum, er dæmi um slíkt en það er eins og Unnur hafi saumað það fyrir áhorf- endur. Í verkinu stendur karlmaður á milli tveggja kvenna. Önnur er dökkhærð eins og Helga og hin ljóshærð, klædd öllu hvítu, eins og Unnur sjálf. Verkið er skemmtileg, myndræn leið til þess að setja áhorfendur í spor Unnar. Leikstjór- inn lætur útsaumaða verkið birtast ítrekað í gegnum myndina, sem verður þreytandi til lengdar, líkt og áhorfandanum sé ekki treyst. Áhorfendur mynduðu tenginguna við verkið og raunverulegu at- burðina í fyrsta skiptið sem verkið er sýnt. Leikaravalið er í heild gott og styrkir myndina. Bjarna leikur Þor- valdur Davíð og tekst listilega að fanga karlmann sem er ásóttur af sínum eigin ákvörðunum. Hera Hilmarsdóttir er einnig í eftir- minnileg í hlutverki nútímakon- unnar Helgu en senuþjófur mynd- arinnar er án efa Aníta Briem. Hvort sem það hefur verið mark- miðið eða ekki liggur samúð áhorf- enda með Unni, sem Aníta Briem leikur, en ekki með elskendunum sem aldrei ná saman. Eitt atriði stendur upp úr í myndinni. Það er þegar Bjarni í óhamingju sinni reynir að kenna Unni um framhjá- haldið og óskar henni dauða. Hæfi- leikar Anítu Briem og Þorvaldar Davíðs skína þar í gegn en atriðið minnir á álíka atriði úr Marriage Story (2019) eftir Noah Baumbach. Þrátt fyrir að myndin sé ein stór rómantísk dramamynd eru mörg rammíslensk fyndin augnablik. Dæmi um það er þegar eldri karl- maður skammt frá í sveitinni, sem Sigurður Sigurjónsson leikur, hengdi líkið af látinni eiginkonu sinni upp með reipi við eldinn heima hjá sér en það leið smá tími þangað til Bjarni og Ingjaldur (Arnmundur Ernst Björnsson) gátu farið með bát og sótt það. Hún hékk þarna eins og draugur í húsinu í millitíðinni. Þegar líkið var tekið niður mátti sjá brunabletti á andliti þess en eitthvað þurfti að gera til þess að halda því í skikkanlegu formi! Svar við bréfi Helgu er önnur mynd Ásu Helgu í fullri lengd. Hún leikstýrði áður kvikmyndinni Svan- inum (2017) sem er einnig kvik- myndaaðlögun eftir skáldsögu. Ljóst er að hér er á ferðinni spenn- andi kvikmyndahöfundur sem segir mannlegar sögur og lífgar við innra líf persónanna. Notar tökuvélina sem pensil Framhjáhald „Kvikmyndin er mjög mannleg og segir frá innra ferðalagi persóna, þ.e. umbreytingunni á tilfinn- ingalífi þeirra á meðan framhjáhaldið á sér stað og eftir það en það er innri ferðin sem áhorfendur heillast af,“ segir um Svar við bréfi Helgu. Bjarna og Helgu leika þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir. Smárabíó, Bíó Paradís, Laugarásbíó, Sambíóin Akureyri og Háskólabíó Svar við bréfi Helgu bbbbm Leikstjórn: Ása Helga Hjörleifsdóttir. Handrit: Bergsveinn Birgisson, Ottó Geir Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir. Aðalleikarar: Hera Hilmarsdóttir, Aníta Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Ísland, 2022. 112 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Íslenski flautu- kórinn heldur tónleika í Lang- holtskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 17. „Með tónleik- unum vilja íslenskir flautu- leikarar minnast Hallfríðar Ólafs- dóttur flautu- leikara sem féll frá 4. september 2020 og votta henni virðingu sína,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Hallfríður hafi verið driffjöður í starfi ÍF frá stofnun hans og kom fram með hópnum sem flautuleikari og stjórnandi. Á efnisskrá tónleik- anna eru m.a. verk sem Hallfríður stjórnaði og hafði dálæti á. Verkin Ascension eftir Pál Ragn- ar Pálsson og Hafblik eftir Þór- unni Guðmundsdóttur eru samin í tilefni tónleikanna og verða því frumflutt þar. Aðgangur er ókeypis. Hallfríðar minnst á tónleikum á morgun Hallfríður Ólafsdóttir Steingrímur Þórhallsson kemur fram á tónleikum í Hall- grímskirkju í dag, laugardag, kl. 12. Stein- grímur starfar sem organisti við Neskirkju í Reykjavík. Und- anfarin ár hefur hann einnig snúið sér að tón- smíðum, samhliða tónleikahaldi og kórstjórn. Mörg verka hans eru fyrir kór en einnig hefur hann samið talsvert fyrir einleiks- hljóðfæri og kammerhópa. Sam- hliða klassískum tónsmíðum semur hann fyrir sjónvarp og hefur tón- list hans verið notuð í sjónvarps- þáttum víðs vegar um heim, m.a. á CNN, NBC, NRK, Discovery og History Channel. „Á efnisskrá tónleikanna eru ný og nýleg orgelverk eftir Stein- grím, en öll verkin nema eitt eru frumflutt á tónleikunum,“ segir í tilkynningu. Ný verk á hádegis- tónleikum í dag Steingrímur Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.