Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
Vefuppboð nr. 618
Forsýning verka í Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
Opið laugardag og sunnudag kl. 12–16
HAUSTPERLUR
vefuppboð á gæðaverkum
mánudaginn 5. september
á uppboð.is
Kristján Davíðsson
Br
ag
iÁ
sg
ei
rs
so
n
Jón Magnússon hæstarétt-
arlögmaður og fyrrverandi al-
þingismaður fjallar um vandann
sem Ísland er búið að koma sér í
með reglum um innflytjendamál.
Jón bendir á að ýms-
ir hafi lagst á árar
um að fjölga ólög-
legum innflytj-
endum eða hæl-
isleitendum og að
þessu fylgi mikill
kostnaður. Þá setur
hann mikla fjölgun
innflytjenda í samhengi við skort á
íbúðarhúsnæði, heimilislæknum,
leikskólum, skólum og svo fram-
vegis.
- - -
Svo segir Jón: „Hvernig stendur
á því að það er ekki meiri-
hlutavilji fyrir því á Alþingi að taka
upp svipaða stefnu í innflytjenda-
málum og Danir hafa tekið upp? Af
hverju viljum við hafa greiðustu
leiðina fyrir innflytjendur til okk-
ar? Hún þýðir bara það eitt, að við
fáum ekki lengur við neitt ráðið,
svipað og bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar hefur nú áttað sig á.
- - -
Alþingi verður að breyta lögum
um innflytjenda- og hælisleit-
endamál þannig að þau veiti ólög-
legum innflytjendum eða svo-
nefndum hælisleitendum ekki
greiðari leið til velferðarkerfisins á
Íslandi en nágrannalanda okkar.
- - -
Það verður fróðlegt að fylgjast
með störfum Alþingis í þessum
málum í vetur og sjá hvort meiri-
hlutinn vill standa með þjóð sinni
og velferð hennar eða halda áfram
á þeirri braut opinna landamæra,
sem kostar gríðarlega fjármuni og
það er bara byrjunin með óbreyttri
stefnu.“
- - -
Hvernig þarf staðan að verða til
að þingmenn sinni skyldum
sínum?
Jón Magnússon
Hvers vegna eru
aðrar reglur hér?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alls eru komnir upp 130 rampar fyr-
ir tilstilli átaksins Römpum upp Ís-
land.
Nýjasti rampurinn fór upp við
sumarbúðirnar í Reykjadal og var
hann vígður við hátíðlega athöfn í
gær. Var Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands meðal viðstaddra.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leik-
kona og móðir Bryndísar sem sækir
sumarbúðirnar, tók til máls á athöfn-
inni.
„Kæru vinir, alltaf þegar við hjón-
in keyrum Bryndísi í árlega Reykja-
dalsferð sína þá fyllist hjarta mitt af
þakklæti. Ég verð meyr, pínu hrygg
en aðallega djúpt snortin og glöð.
Mannauðurinn í starfsmannahópn-
um hér í Reykjadal er fágæt auðlind.
Börnin eru mætt eftir langa bið í eft-
irvæntingu og mörg þeirra að upp-
lifa einhvers konar hápunkt ársins,
ef ekki lífsins. Við foreldrar fatlaðra
barna verðum svo þakklát fyrir við-
horfið, metnaðinn og gleðina sem
skín úr augum starfsfólks Reykja-
dals,“ sagði Unnur við athöfnina.
Markmið átaksins Römpum upp
Ísland er að koma upp þúsund römp-
um víðs vegar um landið á næstu
fjórum árum. Var sá fyrsti vígður í
maí. Stofnaður var sjóður með að-
komu fjölmargra sem standa straum
af kostnaði átaksins.
Rampur númer 130 vígður í gær
- Sumarbúðir í Reykjadal hápunktur
ársins - Þúsund rampar fari upp
Ljósmynd/Aðsend
Fjör Söngvarinn Jón Jónsson tók
nokkur lög fyrir gesti við athöfnina.
Fyrsta stóra réttahelgi haustsins er
nú um helgina. Í dag og á morgun
verður víða réttað, sérstaklega þó á
Norðurlandi. Fjár- og mannmargar
réttir verða aftur á móti á Suðurlandi
og í Borgarfirði um næstu helgi.
Bændur eru því víða í göngum eða
að huga að smalamennsku. Sem
dæmi má nefna að þeir fjallmenn
Gnúpverja sem lengst fara lögðu í
hann á miðvikudaginn í síðustu viku
þótt Skaftholtsréttir séu ekki fyrr en
á föstudaginn í næstu viku. Yfirleitt
taka göngur þó skemmri tíma.
Meðal rétta í dag eru Hrútatungu-
rétt í Hrútafirði, þar hefjast rétta-
störfin klukkan níu, og Miðfjarð-
arrétt, en þar verður byrjað að draga
klukkan 14. Á morgun verður Hlíð-
arrétt og Baldursheimsrétt í Mý-
vatnssveit, svo dæmi séu tekin.
Sauðfjárslátrun er hafin á
Hvammstanga og á Húsavík. Fleiri
stór sláturhús taka til starfa í næstu
viku, til dæmis húsin á Selfossi og
Sauðárkróki á þriðjudag og slátur-
húsið á Blönduósi næstkomandi mið-
vikudag. helgi@mbl.is
Komið að fyrstu
stóru réttadögunum
- Fé dregið í dilka víða á Norðurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hraunsrétt Réttardagurinn er einn af hátíðisdögum sveitanna.