Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Fyrsta sam- verustund sunnudagaskólans á þessu hausti verður í umsjá barnastarfsleiðtoganna Emmu og Þorsteins. Sr. Sigurður þjónar fyrir altari og prédikar, Bjartur Logi org- anisti leikur á orgelið og Kór Áskirkju syngur. Kaffisopi á könnunni eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Upphaf barnastarfsins. Lærisveinar hans leika undir stjórn Ástvaldar organista, Sigrún Ósk, Vilborg Ólöf og sr. Hans Guðberg. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Jón Ómar Gunnarsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Kaffi eftir guðs- þjónustuna í safnaðarsal. Guðsþjónusta Alþjóðlega safn- aðarins kl. 14. Prestur er Toshiki Toma. Organisti er Örn Magnússon. Barnagæsla. Kaffi eftir guðsþjónustuna. BÚSTAÐAKIRKJA | Við hefjum veturinn með hvelli, sítr- ónu og súkkulaði í stöðvamessu fyrir alla fjölskylduna 4. september kl. 11. Jónas Þórir spilar, félagar úr Kamm- erkór Bústaðakirkju syngja, Sóley, Kata, Daníel og sr. Eva Björk þjóna. Fjölskyldumessa er helgihald fyrir unga og eldri. Í stöðvamessu er boðið upp á stöðvar þar sem fjölskyldan fær að ganga um kirkjuna og kveikja á kerti, fá krossmark með vígðu vatni á ennið, sítrónu og súkku- laði. DIGRANESKIRKJA | Fjölskyldumessa sunnudag kl. 11. Upphaf sunnudagaskóla. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir ásamt leiðtogum barnastarfs þjóna. Hoppukastali og pylsur. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og prédikar. Dómkórinn syngur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20 sunnudag. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prédikar, sr. Þorgeir Arason leiðir messuna. Organisti er Sándor Kerekes. Kynning- arfundur fyrir væntanleg fermingarbörn og forráðamenn eftir messu. Skráning vegna fermingar 2023 er hafin, sjá egilsstadaprestakall.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Sunnudaginn 4. sept verð- ur messa kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, org- anista. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Erna, Edda og Milla taka á móti gestum ásamt hljóm- sveit kirkjunnar. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur Fríkirkjunnar leið- ir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Eins og undanfarin ár verður guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14 fyrsta sunnu- dag í mánuði frá september til maí. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 4. september kl. 11 verður kaffihúsamessa . Sr. Sigurður Grétar Helga- son þjónar. Í messunni verður ferming. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kaffi og meðlæti. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Ásta Haralds- dóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Þriðjudagur: Kyrrð- arstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15 og opinn fundur Tólf spora starfsins kl. 19.15. Aðgangur ókeypis. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14 í hátíðasal Grundar. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Félagar úr Grundarkór leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sunnudaginn 4. sept. kl. 11 verður guðsþjónusta. Sr. Haraldur M. Krist- jánsson fyrrum prófastur í Vík í Mýrdal þjónar fyrir altari og prédikar. Kristján Hrannar Pálsson leikur á orgelið og kór Guðríðarkirkju syngur. Í tilefni af grænum september leikur Kristján Hrannar hluta af loftslagsverki sínu sem forspil og eftirspil. Kaffisopi í boði eftir messuna. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr kór Hallgrímskirkju syngja og leiða söng. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir leiða barnastarfið. Laugardagur 3. septem- ber kl. 12. Hádegistónleikar. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Verð 2.000 kr. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa sunnudag kl. 17. Sr. Karen Lind, Matthías Baldursson og Rokkkór Íslands. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Fermingarbörn vorsins 2023 og forráðamenn boðin sérstaklega velkom- in. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir, kirkjukórinn syng- ur, organisti er Miklós Dalmay. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagur 4. sept. kl. 20. Í lok ljósanætur býður Keflavíkurkirkja til viðburðar sem einkennist af tónlist og skemmtun. Hljómsveitin Helter Skelter, skipuð úrvalstónlistarmönnum, flytur bítlalög. Sr. Fritz Már Jörgensson leggur út frá söngtextunum með hugleiðingu. Ásamt honum þjónar einnig sr. Erla Guðmundsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur, leiðir ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Yngsta stig í skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvins- dóttur og Þóru Marteinsdóttur. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, fé- lagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Einsöng syngja þær Halldóra Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Friðjónsdóttir. Sunnudaga- skólinn hefst í kirkjunni en heldur svo áfram í safnaðar- heimilinu eftir sameiginlegt upphaf. Sara Grímsdóttir sögnkona sér um sunnudagaskólann í vetur. Léttur há- degismatur að messu lokinni. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarson- ar, organista. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13 - upphaf barnastarfsins! Umsjón: Sr. Henning Emil, Bogi æsku- lýðsfulltrúi, Þórður organisti og sunnudagaskólaleiðtog- ar. Söngkonan Regína Ósk syngur með okkur. Í lokin verður í boði grænar gjafir frá kirkjunni, föndur, litir, djús og kex í skrúðhúsi. MÖRK KAPELLA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 16. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Fé- lagar úr Markarkór leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Upphaf barnastarfsins. Umsjón Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agn- arsson. Kaffisopi á Torginu eftir messu. SELFOSSKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Kirkjukór- inn syngur, organisti er Edit A. Molnár, prestur er Gunnar Jóhannesson. Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11, um- sjón Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum. Morgunbænir þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9.15. Kyrrðarstund miðvikudaga kl. 17.30. Sjáið allt um safnaðarstarf Selfosskirkju inn á selfoss- kirkja.is SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og Helgi Hannesson spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsönginn. Organisti er Sveinn Arnar Sæ- mundsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkj- unnar leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkórnum leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11 þann 4. sept- ember. Sr. Axel Á. Njarðvík prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Bjarnason leiðir almennan safnaðarsöng. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli hefst á ný í Urriða- holtsskóla kl. 10. Hefðbundið starf að hausti hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Sr. Matthildur Bjarnadóttir leiðir stundina og með henni eru kórstjórarnir okkar og tónlistamennirnir Ingvar og Davíð. Töframaðurinn Einar Aron kemur í heimsókn. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bragi leiðir stundina og Sveinn Arnar og Benni Sig sjá um tónlistarflutning. Létt- ar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar á eftir. Morgunblaðið/Ómar Ísafjarðarkirkja Minn ástkæri vinur, Pétur Uzo, er búinn að kveðja okkur, kveðja okkur úr þessum fallega en harða heimi og er farinn í þann næsta. Orð fá því ekki lýst hve sárt það tekur að svona ungur, klár og yndisleg- ur strákur eins og Pétur okkar var hafi þurft að kveðja okkur svona snemma. Alltof snemma. Veit ég þó að nafni þinn hefur tekið vel á móti þér og seinna meir munt þú taka vel á móti mér þegar að því kemur. Ég kynntist Pétri fyrir tæp- lega átta mánuðum og má með sanni að segja að það hafi verið algjör forréttindi að eyða þess- um átta mánuðum með honum og fjölskyldu hans. Á þeim tíma óx ástin fljótt á honum og dafn- aði með hverjum deginum. Margar eru minningarnar, hvort sem þær eru frá okkar skemmtilegu ferðum úti, leikj- um og byggingaverkfræði heima fyrir eða næturnar sem hann lá á bringunni á mér og við kúrðum saman alla nóttina. Þessar minningar munu aldrei gleymast. Pétur var einstakur karakt- er, fyrir hvert skref sem hann barðist hetjulega að taka ýtti lífið honum tvö skref aftur á bak. Þrátt fyrir það brotnaði hann aldrei þótt bognað hafi því alltaf var stutt í okkar ást- kæra Pétur. Pétur okkar sem Pétur Uzoamaka Nwaokoro Destinysson ✝ Pétur Uzoa- maka Nwao- koro Destinysson fæddist 5. júlí 2018. Hann lést 4. ágúst 2022. Útför Péturs fór fram 19. ágúst 2022. var algjör trúður og fann endalausar nýjar leiðir til að láta okkur hin hlæja og ljá síðan okkur með sínum fallega og skemmtilega hlátri. Pétur okkar sem fann gleðina í öllu og þótt móti blési fann hann alltaf eitthvað jákvætt til að gera. Pétur okkar sem var svo gestrisinn, passaði ávallt upp á það að öðrum liði vel og fengju sitt, þótt það hafi alltaf verið meira en nóg og mun meira en hann sjálfur fékk út- hlutað í lífinu. Við þig, Pétur, vil ég segja takk, takk fyrir að hafa leyft mér að koma inn í líf þitt, takk fyrir að hafa kennt mér svo margt, takk fyrir að vera þú. Þar til næst kæri vinur. Þinn Bjarni Pétur Mar- el Jónasson (Bani). Þegar ég hitti þig fyrst, að- eins nokkurra mánaða gamlan, þá hefði mig aldrei grunað að þetta yrðu örlög þín en hérna erum við í dag. Elsku Pétur prakkari, litli karlinn minn, þú ert ekki bara minning heldur skilurðu eftir spor í hjarta mínu. Síðasta skiptið sem ég hélt þér í fang- inu varstu hálflíflaus og ég fann fyrir svo miklum vanmætti en ég vissi að hjálp væri á leiðinni og að þú yrðir í góðum hönd- um. Dagurinn leið í óvissu en hluti af mér trúði því innilega að þú kæmir til baka. Rétt eftir miðnætti kom svo símtalið um að þú værir farinn frá okkur. Þú kvaddir okkur í faðmi for- eldra þinna og ég veit að þú hefðir hvergi annars staðar viljað vera. Þú skildir ekki bara eftir spor í hjarta mínu heldur skildir þú eftir svo mikinn lær- dóm. Þú, fjögurra ára drengur, hefur kennt mér meira á lífið en nokkur kennari hefur getað gert. Þú barðist af svo mikilli hörku elsku Pétur, enda hafð- irðu ekki langt að sækja bar- áttuviljann. Þegar þú varst orð- inn máttlaus hélt mamma þín áfram að berjast fyrir þig á móti ómögulegum líkum eins og hún hefur gert allt frá því veik- indin byrjuðu. Hún tók hvern slaginn eftir annan á hnefanum og gafst aldrei upp. Lífið er óútreiknanlegt og getur verið ósanngjarnt eins og í þínu til- viki. Því miður gat enginn breytt örlögum þínum en hefði einhver getað það hefði það verið hún mamma þín. Elsku karlinn minn, ég sakna tímanna þegar við tókum saman slökun, eða ég var að nudda litlu krúttlegu tásurnar þínar. Ég náði meira að segja tökum á að setja upp lestar- teinana, alveg eins og þú vildir hafa þá, en auðvitað með dyggri hjálp frá aðallestarstjór- anum. Síðastliðnar tvær vikur hefur hlátur þinn ómað í höfði mér. Það er nákvæmlega þann- ig sem ég mun alltaf muna eftir þér. Hláturinn þinn var smit- andi og mun ég varðveita hverja minningu um þig. Ég veit þú varst orðinn þreyttur svo mín síðustu orð til þín verða: Góða nótt, elsku fallegi engillinn minn. Þín vinkona, Kristjana Sigríður Árnadóttir (Kittý). ✝ Jóhann Gúst- afsson fæddist 10. janúar 1939 á Brautarhóli í Gler- árþorpi. Hann lést á HSN á Akureyri 18. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Ríkharður Gústaf Jónsson, f. 29.1. 1923, d. 8.9. 1974, og Þorgerður Kristjánsdóttir, f. 17.2. 1924, d. 1.3. 2004. Bróðir Jóhanns er Ingi Gúst- afsson, f. 22.7. 1940, eiginkona hans er Guðbjörg Guðmunds- dóttir, f. 23.8. 1944. Eiginkona Jóhanns er Rósa Jónsdóttir, fædd 10. október 1938 í Syðsta-Samtúni í Kræk- lingahlíð. Foreldrar hennar voru Hrefna Svanlaugsdóttir, f. 7.12. Rögnvaldsdóttur. Börn Gústafs eru Jón Brynjar og Karólína. Móðir þeirra er Sæbjörg Krist- insdóttir. Þau eiga eitt barna- barn. Jóhanna á einn son. 5) Helgi Þór Jóhannsson, f. 10. júní 1970. Kvæntur Sigrúnu A. Þor- steinsdóttur. Börn þeirra eru Andri Már og Sara Sif. Jóhann ólst upp í Glerárþorpi. Hann lauk grunnskólanámi í Glerárskóla og gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann hóf sinn starfsferil á sjó. Hann vann síðar í Verksmiðjum Iðunnar, hjá Möl og sandi, Olíu- söludeild KEA (síðar Esso). Árið 1977 hóf hann störf hjá Hitaveitu Akureyrar, síðar Norðurorku, og vann þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Jóhann og Rósa hófu sína sam- búð árið 1957. Lengst af bjuggu þau í Byggðavegi. Síðan 2016 bjuggu þau í Kjarnagötu 33. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk Jóhanns. 1912, d. 12.2. 2003, og Jón Magnússon, f. 24.11. 1901, d. 27.11. 1973. Jóhann og Rósa gengu í hjónaband 2. nóvember 1958. Afkomendur þeirra eru: 1) Kristján Jó- hannsson, f. 21. apr- íl 1958. 2) Drengur Jóhannsson, f. 9. október 1961, d. 12 október 1961. 3) Anna Pálína Jó- hannsdóttir, f. 2. október 1962. Gift Vigfúsi Inga Haukssyni. Börn Önnu eru Jóhann Halldór, Guðmundur Örn og Rósa Ösp. Faðir þeirra er Trausti Hall- dórsson. Barnabörnin eru þrjú. Ingi á þrjár dætur og sex barna- börn. 4) Gústaf Jóhannsson, f. 29. janúar 1965. Kvæntur Jóhönnu Minningar barns: Elsku afi, þá ertu farinn yfir í draumalandið. En hvað ég er ánægð með að hafa farið til Ís- lands yfir jólin og átt yndislega tíma með ykkur. Sérstaklega að þú hafir getað hitt hann Bjössa litla aftur og upplifað gleðipinn- ann. Ég var heppin að búa aðeins þremur götum frá ykkur, þannig að það hefur alltaf verið mikill samgangur á milli. Í minningunni vorum við alltaf í heimsókn og gistum hjá ykkur ömmu allar helgar… raunin hefur líklegast verið önnur, en í minningu barns var það svoleiðis. En það gerði ekkert til, því að ég elskaði að vera hjá ömmu og afa. Hjá ömmu og afa var alltaf smurt brauð og/eða kökur. Heimatilbúnar kleinur, bakaðar af ömmu og steiktar af afa og soð- ið brauð með osti í örbylgjuofni. Það var æði! Afi, hann var nú skrítinn kall. Drakk lýsi eins og enginn væri morgundagurinn. Tók einn stór- an slurk á morgnana, af stút auð- vitað. Karólína litla, vildi jú vera eins og Jói afi og prófaði oft að fá lýsi í skeið, þetta var bara fyrir gamalt fólk fannst henni! En Jói afi var líka helvíti mikill stríðnispúki. Þegar við krakkarn- ir sátum í stólnum hans, var hann vanur að bregða okkur svo mikið að við ríghéldum í stólinn, já eða að hann kippti stólbakinu niður þannig að okkur dauðbrá. En það virðist sem Björn hafi erft þessa stríðni frá langaafa sínum, já og ofsamikla þrjósku líka. Þessi Jóa- þrjóska erfist víst í beinan legg, miðað við okkar fjölskyldu. Þér fannst nú ekki leiðinlegt að heyra stríðnissögurnar af hon- um. Þið hefðuð náð mjög vel sam- an. Afi Jói var afi sem að lék við okkur krakkana á gólfinu. Einna helst man ég eftir „tindátaleikn- um“ í holinu. Þá röðuðum við grænu tindátunum báðum megin við holið og rúlluðum bolta til að reyna að fella þá. Man að ég elsk- aði þann leik! Já, svo spiluðum við líka boccia í holinu og í garðinum. Ein af ástæðunum fyrir að ég elskaði að vera hjá ömmu og afa var, að afi laumaði alltaf þremur Góa karamellukúlum í lófann á okkur. Pabbi og mamma máttu náttúrulega aldrei sjá hvað við fengum í lófann. Og það kom oft fyrir að við fengum ópal með heim. Ég fékk tvo bláa (því það voru ekki til stórir) og Jón Brynj- ar einn stóran grænan ópal. Ég á helling af öðrum og góð- um minningum. Þú kenndir mér til dæmis að maður eigi að bregða fólki þegar það er með hiksta en mér finnst það aldrei virka, en ég geri það samt ennþá, 25 árum seinna. Ég veit við höfum ekki hist mikið síðustu ár, sérstaklega ekki eftir að ég flutti til Danmerkur. En ég mun alltaf minnast þín sem skemmtilega og góða afa. Takk æðislega fyrir þær góðu minningar sem við eigum af þér og við sjáumst síðar. Karólína Gústafsdóttir. Jóhann Gústafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.