Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Störukeppni Hundurinn Þruma á Nýlendu 2 fylgist grannt með sauðfénu á bænum, og virðist nánast sem ein ærin sé komin í störukeppni við Þrumu. Ekki fylgir sögunni hvort þeirra vann.
Eggert
Flokkur fólksins vill
stíga varlega til jarðar
þegar kemur að útvist-
un opinberra verkefna
til einkaaðila, sérstak-
lega hvað viðkemur
beinni þjónustu við við-
kvæma hópa. Til að ná
fram markmiðum
Flokks fólksins, sem
eru að bæta þjónustu,
t.d. að eyða biðlistum
barna eftir sálfræði-
þjónustu og auka grunnþjónustu
borgarinnar, er nauðsynlegt að velta
við hverri krónu. Spyrja þarf hvort
og hvar megi gera betur án þess að
dregið sé úr gæðum þjónustunnar.
Hvar er hægt að ná meiri hag-
kvæmni, nýta fjármagn betur til að
nota í þá grunnþætti sem þarf að efla
og bæta?
Inn- eða útvistun eða
blanda af hvoru tveggja
Útvistanir til einkaaðila hafa geng-
ið misvel auk þess sem útvistanir
geta leitt til lægri launa, verra starfs-
umhverfis og verri þjónustu. Flestir
eru sammála um að einkarekstur í
heilbrigðiskerfinu sé
t.d. engin töfralausn.
Rannsóknir á áhrifum
einkavæðingar
öldrunarþjónustunnar í
Svíþjóð sýndu fram á
að hlutdeild hagn-
aðardrifinna fyrirtækja
og erlendra fjárfesta
varð mikil og afleið-
ingin leiddi til verri
þjónustu við tekju-
lægra eldra fólk og
verri kjara starfsfólks.
Reynslan á útvistun
hér á landi hefur einnig
verið mismunandi og sporin hræða. Í
sumum málaflokkum er hagkvæm-
asta leiðin einhvers konar blanda af
inn- og útvistun þannig að sveitar-
félagið annist beina þjónustu og
grunnþjónustu en öðrum þáttum sé
útvistað. Flokkur fólksins hefur sem
dæmi viljað sjá þetta skýrar í veg-
ferð stafrænnar umbreytingar hjá
Reykjavíkurborg. Eðlilegt er að inn-
vista grunnþjónustu en útvista hug-
búnaðarsmíði og uppfærslu á þeim
vefum/kerfum sem nú eru til staðar
hjá borginni.
Ef horft er til fleiri dæma, t.d.
matarþjónustu á velferðarsviði, þá
erum við í Flokki fólksins ekki sann-
færð um að henni eigi að útvista. Það
gæti leitt til þess að þjónustan færð-
ist fjær fólkinu sem hana nýtir og að
persónulegar þarfir fólks yrðu virtar
að vettugi. Útvistun er ekki ávísun á
sparnað og reynist oft dýr kostur.
Hafa skal í huga að varla er nokkurt
fyrirtæki að óska eftir verkefni nema
komið sé út í hagnaði. Það leiðir lík-
um að því að gjöld kunni að hækka
fyrir þjónustuna í kjölfarið. Engu að
síður eru tilfelli þar sem útvistun
skilar sparnaði fyrir samfélagið og
betri þjónustu.
Er hægt að spara í sorphirðu?
Horfa þarf á hvert mál sérstaklega
þegar kemur að ákvörðun um inn-
eða útvistun. Aldrei má gleyma að-
almarkmiðinu: að bæta þjónustu við
borgarbúa og gera hana sem allra
best úr garði. Flokkur fólksins hefur
tjáð sig um sorphirðu og fyrirhuguð
kaup á sorphirðubílum, þ.m.t. hvort
borgin hyggist fjárfesta í metan-
sorphirðubílum í ljósi mikillar fram-
leiðslu á metani hjá SORPU. Flokk-
ur fólksins hefur einnig spurt um
hvort hægt er að ná meiri hag-
kvæmni í sorphirðu án þess það sé á
kostnað góðrar þjónustu.
Samkvæmt skýrslu norrænna
samkeppniseftirlitsstofnana er sveit-
arfélögum ráðlagt að skoða að bjóða
út meðhöndlun úrgangs. Í skýrslunni
kemur fram ábending um að með
slíku megi ná fram allt að 10-47%
sparnaði auk þess sem samkeppni
geti skapað nýjar og skapandi lausn-
ir, hagræðingu og skilvirkni. Það
væri ábyrgðarhluti ef Reykjavík-
urborg ætlaði að hunsa þessarar
ábendingar. Reykjavíkurborg er
ekki á neinn hátt öðruvísi en þau
sveitarfélög sem skoðuð voru í um-
ræddri skýrslu. Ábendingar sam-
keppniseftirlitsins koma ekki til að
ástæðulausu og skulu því skoðaðar
með hagsmuni borgarbúa að leiðar-
ljósi. Í ljósi þessa lagði Flokkur
fólksins fram tillögu í skipulags- og
umhverfisráði þess efnis að SORPA
kannaði ávinning þess að bjóða út
sorphirðu með því að bjóða út sorp-
hirðu í einu póstnúmeri Reykjavíkur
til að byrja með. Flokkur fólksins
leggur áherslu á að tekið sé eitt skref
í einu og þess vegna sé byrjað á að
bjóða verkið aðeins út í einu póst-
númeri og skoða síðan hvort og hver
ávinningur af slíku gæti orðið.
Með því að bjóða út sorphirðu í
einu póstnúmeri og meta árangurinn
er hægt að kanna kosti og galla þess
verklags. Er þjónustan góð og eru
fyrirtæki sem sinna slíkri þjónustu
samfélagslega ábyrg? Þessum
spurningum verður aðeins svarað
með reynslu. Hafa má í huga í þessu
sambandi að öll sveitarfélög önnur
en Reykjavík bjóða út sorphirðu og
er ekki að sjá annað en slíkt hafi
reynst vel. Ef horft er til annarra
sveitarfélaga hefur enn ekkert komið
fram sem bendir til þess að útvistun
sé verri kostur, hvorki hvað varðar
þjónustu né kostnað. Flokkur fólks-
ins er ekki með þessari tillögu að
kasta rýrð á gæði þjónustu starfs-
manna Reykjavíkurborgar. Þeir sem
þekkja Flokk fólksins og fyrir hvað
hann stendur vita að velferð og vel-
sæld borgarbúa og starfsmanna
borgarinnar eru ávallt í fyrirrúmi hjá
flokknum.
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur »Með því að bjóða út
sorphirðu í einu
póstnúmeri og meta
árangurinn er hægt að
kanna kosti og galla
þess verklags.
Kolbrún
Baldursdóttir
Höfundur er oddviti Flokks fólksins
í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hugleiðingar um sorphirðu
Óhætt er að segja að
öll alþjóðasamskipti
hafi tekið stakkaskipt-
um á síðustu sex mán-
uðum. Stríðið í Úkra-
ínu hefur breytt
afstöðu þjóða og þjapp-
að saman þeim þjóðum
sem standa fyrir lýð-
ræði og mannréttindi.
Litið er svo á að stríðið,
sem Rússar heyja nú
gegn Úkraínumönnum, sé stríð gegn
sjálfstæði, friði og mannréttindum.
Stríð gegn gildum okkar og þeim
gildum sem okkar helstu samstafs-
ríki virða.
Samstarf Norðurlandanna hefur
litast af stríðinu. Norðurlöndin öll og
Norðurlandaráð hafa stigið ákveðið
til jarðar, fordæmt innrásina og
reynt að leggja sitt af mörkum til að
styðja við Úkraínu. Viðhorf Norð-
urlanda til varnar- og öryggismála
hefur líka breyst. Finn-
ar og Svíar hafa sótt
um inngöngu í varn-
arbandalagið NATÓ
sem við hin norrænu
ríkin styðjum heils
hugar. Umræða um að
efla samstarf Norð-
urlanda í öryggis- og
varnarmálum hefur
aukist mikið og er það
gott. Enda ljóst að Ís-
land hefur mikla hags-
muni af öflugu og góðu
samstarfi Norðurlanda.
Norðurlandaráð hefur gagnrýnt
innrásina harðlega og lokað á öll
samskipti við Rússland. Hefð var
fyrir því að rússneskir þingmenn
heimsæktu eitt þjóðþing Norður-
landanna ár hvert. Þannig var komið
að okkur Íslendingum að taka á móti
Rússum síðasta vetur en það var
ekki erfið ákvörðun hjá þver-
pólitískri Íslandsdeild Norður-
landaráðs að af því gæti ekki orðið
við þessar aðstæður.
Íslandsdeild Norðurlandaráðs fór
þá að velta upp hugmyndum um það
hvernig við gætum tengst úkraínska
þinginu og stjórnarandstöðunni í
Rússlandi.
Norðurlandaráð hefur um árabil
átt gott samstarf við Eystrasalts-
ríkin og þing þeirra. Eystrasalts-
ríkin hafa tekið mjög harða afstöðu
gegn rússneskum stjórnvöldum og
með Úkraínu, enda vita þau sem er
að sjálfstæði þeirra er ógnað með
innrásinni. Áður hafa Eystrasalts-
löndin, og þá sérstaklega Litháen,
stutt við stjórnarandstöðuna í Hvíta-
Rússlandi eða eigum við að segja
réttkjörinn forseta Hvíta-Rússlands,
Svetlönu Tsíkanovskaju.
Þessi stuðningur þeirra ber merki
um mikið hugrekki og sjálfstæðis-
vilja. Þau segja skýrt að nú standi
þau vaktina með nágrönnum sínum,
vaktina sem við stóðum með þeim á
sínum tíma þegar við urðum fyrst
ríkja til að viðurkenna þeirra sjálf-
stæði.
Áhugaverðir gestir á haustfund
Norðurlandaráðs
Fram undan er haustfundur Norð-
urlandaráðs hér á Íslandi og við höf-
um boðið til hans góðum gestum.
Annars vegar stendur til að funda
með fulltrúum Eystrasaltsríkjanna
og hins vegar höfum við boðið til
fundarins úkraínsku þingkonunni
Lesíu Vasylenkó. Lesía hefur verið
virk á Twitter og lýst ótrúlegum
styrk og baráttu úkraínsku þjóð-
arinnar og samstöðu þingmanna,
hvar í flokki sem þeir standa.
Jevgenía Kara-Murza frá Free
Russia stofnuninni sem berst fyrir
lýðræðisumbótum í Rússlandi er
einnig gestur okkar. Eiginmaður
Köru-Murzu er þekktur fyrrverandi
rússneskur stjórnarandstæðingur
sem nú situr í fangelsi í Rússlandi
fyrir að tala um stríðið í Úkraínu.
Þá kemur Franak Viacorka sem er
aðalráðgjafi Svetlönu Tsíkanovskaju
sem leiðir stjórnarandstöðu Hvíta-
Rússlands með aðsetur í Litháen. En
mikilvægt er að gleyma ekki stöð-
unni sem þar er uppi, enda ljóst að
Pútín reiðir sig á Alexander Lúka-
sjenkó sem oft hefur verið nefndur
síðasti einræðisherrann í Evrópu.
Allir eiga þessir gestir það sam-
eiginlegt að tala fyrir lýðræði og
mannréttindum, grunngildum Norð-
urlandaráðs. Það fer því vel á því að
fá þessa góðu gesti til fundar við okk-
ur nú vegna þess að þessar raddir
þurfa að heyrast.
Við, sem teljum okkur búa við frið
og öryggi, þurfum að hlusta á þessar
raddir og taka áfram afgerandi af-
stöðu með lýðræði og mannrétt-
indum og tala fyrir friði.
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur » Ísland hefur mikla
hagsmuni af öflugu
og góðu samstarfi Norð-
urlanda.
Bryndís Haraldsdóttir
Höfundur er þingmaður og formaður
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
bryndish@althingi.is
Stríðið í Úkraínu breytti afstöðu
Norðurlanda til varnarmála