Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
✝
Elín Ágústa
Ingimund-
ardóttir fæddist í
Reykjavík 20. ágúst
1955. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 15. ágúst 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Ingimund-
ur Gunnar Jörunds-
son trésmiður, f.
26.2. 1922, d. 16.10.
1979, og Guðmunda Sigurborg
Halldórsdóttir matráðskona, f.
9.9. 2005, og Níels Logi, f. 12.8.
2009. 2) Jón Skjöldur Níelsson, f.
21.1. 1982, maki Guðrún Hildur
Thorstensen, f. 2.5. 1985. Börn
þeirra eru: Samúel Einar, f.
22.9. 2013, og Ágúst Pálmi, f.
13.3. 2016.
Elín ólst upp í Reykjavík.
Lengstan hluta ævinnar bjó Elín
í Kópavogi, að frátöldum ár-
unum 1984-89 þegar fjölskyldan
bjó í Danmörku.
Að lokinni grunnskólagöngu
lauk hún verslunarprófi við
Verslunarskóla Íslands. Hún
starfaði lengst af hjá nem-
endaskrá Háskóla Íslands en í
Danmörku starfaði hún hjá
mötuneyti danska utanrík-
isráðuneytisins.
Útför Elínar fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk.
19.9. 1934, d. 2.12.
2017. Bróðir henn-
ar er Halldór Jón
Ingimundarson, f.
27.11. 1959.
Elín var gift
Níelsi Skjaldarsyni,
f. 2.6. 1952. Þau
skildu árið 2007.
Börn þeirra eru: 1)
Ingimundur Gunn-
ar Níelsson, f. 19.5.
1976, maki Elísabet
S. Stephensen, f. 11.10. 1972.
Börn þeirra eru: Jóhann Ísak, f.
Það er skrýtið í meira lagi að
hún Ella Gústa frænka mín hafi
kvatt þennan heim. Hún var ein-
stök, ekki síst í okkar hópi,
systkinabarnanna frá Hellu við
Steingrímsfjörð. Hún var næst-
elst og hafði ótrúleg áhrif á okk-
ur grislingana sem á eftir komu.
Börnin þeirra ömmu og afa á
Hellu voru sjö talsins: Ingi-
mundur, Ragnar, Lárus, Guð-
finna, Elenóra, Vígþór og Guð-
laugur. Flest eignuðust amma
og afi á Hellu þessi börn sjálf,
með hefðbundnum hætti, en
sum urðu þeirra af einskærri
væntumþykju.
Og svo komum við, barna-
börnin, hvert með sínu sniði, 11
að tölu, en öll umvafin kærleik
ömmu og afa á Hellu.
Ég gæti sett hér niður svo
margar sögur af því hvernig við
vorum hvött til að vera við sjálf,
njóta bókmennta, ljóða, lista og
menningar og nýta hæfileikana
sem okkur voru færðir í vöggu-
gjöf – en samt af lítillæti, því það
var það sem amma mín og afi á
Hellu gerðu. Þau voru einhvern
veginn á kantinum, en veittu svo
mikinn stuðning að þér fannst
þú geta gert hvað sem var. En
bara ef þú gerðir það af alúð.
Það var aldrei þrýst í einhverjar
ákveðnar áttir heldur alltaf
spurt: „Hvað vilt þú? Hvar viltu
vera eftir 10 ár? Og hvað langar
þig að gera?“ Og þetta gerðu
þau þrátt fyrir endalaust brauð-
strit, sem reyndar kom meira í
fang ömmu en afa. Afi alltaf „bó-
hem“. Auðvitað gat þetta verið
vesen. Á ég að ákveða þetta
sjálf? Ég held að við – barna-
börnin á Hellu – höfum öll öðlast
dýpri skilning á lífinu og hvað
það hafði upp á að bjóða fyrir
vikið.
En nú kveðjum við hana Ellu
Gústu frænku mína, þá næst-
elstu af okkur systkinabörnun-
um frá Hellu, og fyrsta systk-
inabarnið sem fer upp á lendur
eilífðarinnar til að hitta þar
ömmu og afa. En hún hefur tek-
ist á við illvígan sjúkdóm síðustu
ár af þeirri innri yfirvegun sem
er fáum gefin. Minnti mig
stundum á afa á Hellu, sem bjó
yfir einstakri innri ró.
Ég leyfi mér reyndar að full-
yrða að hún tókst á við þetta
verkefni af sérstakri visku sem
hún bjó yfir og var ótrúlega mik-
il en einnig af þeirri elsku sem
hún bar – til barnanna sinna,
tengdabarna, barnabarna og
mannkynsins reyndar alls. Ég
held að ég þekki ekki margar
vitrari konur en Ellu Gústu,
nema ef vera skyldi mamma
mín, en þeim varð reyndar sér-
lega vel til vina. Það eina sem
hefur orðið til þess að ég hef
dregið visku Ellu Gústu í efa er
að þau pabbi nánast slógust um
að sofa í kompunni í smíðahús-
inu á Hellu, þar sem engum öðr-
um hefði dottið í hug að dvelja í
meira en fimm mínútur í senn.
Elsku besta frænka mín!
Góða ferð. Og vita máttu að það
verður búið um rúmið í komp-
unni á Hellu þér til heiðurs, allt-
af þegar ég get. Svo reyni ég að
vinna úr því að þú sért farin og
að ég verði núna að fara á bóka-
safn til að fletta upp fróðleik
sem ég annars hefði bara getað
hringt í þig og spurt um. Þú
varst mér svo mikils virði.
Ingimundur og fjölskylda,
Skjöldur og fjölskylda, Halldór
Jón og fjölskylda. Við Onni og
krakkarnir okkar, stórir og
smáir, sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til ykkar
allra. Megi minningin um ein-
staka konu styrkja ykkur í sorg-
inni.
Sif.
Með sorg í hjarta kveð ég
elsku hjartans vinkonu mína
sem lést 15. ágúst eftir hetju-
lega baráttu við illvígt krabba-
mein.
Elín Ágústa var einstök kona
og vinkona af bestu gerð. Við
kynntumst í gegnum mennina
okkar sem unnu saman hjá
SKÝRR á áttunda áratug síð-
ustu aldar, voru góðir vinnu-
félagar og vinir alla tíð.
Þau voru ófá skiptin sem við
settumst við veisluborð Ellu og
Níelsar í Kópavoginum en vin-
kona mín var meistarakokkur
og höfðingi heim að sækja.
Oft var kíkt í spil en við höfð-
um gaman af því að spila bridds
og það var einmitt á slíku kvöldi
sem við ákváðum að breyta til,
freista gæfunnar og flytja til
Danmerkur.
Það voru gæfuspor, vinskap-
ur okkar styrktist og börnin
okkar urðu nánari. Þaðan eigum
við öll margar góðar og
skemmtilegar minningar frá
þessum fimm árum sem við
bjuggum þar.
Þegar heim kom héldum við
hjónin áfram að ferðast saman
víða um landið okkar fagra með
tjald og gönguskó í farteskinu.
Ella átti ættir að rekja norður á
Strandir en hún dvaldi oft á
sumrin á Hellu við Steingríms-
fjörð hjá föðurömmu sinni og
–afa. Tengsl hennar við náttúr-
una voru sterk og fróðlegt var
að hlusta á sögur hennar frá
æskuslóðunum þegar við vorum
þar saman.
Vinkona mín var ákaflega
gjafmild, hlý og hugulsöm, já-
kvæð og glaðlynd, sem hjálpaði
henni yfir erfiðustu hjallana í
þessu lífi, sér í lagi síðustu mán-
uði.
Ella var mjög hæfileikarík,
hún átti auðvelt með að læra
tungumál, var afar listræn og
nutu hæfileikar hennar sín vel í
Ljósinu síðustu misserin þegar
hún hafði heilsu til þess að heim-
sækja þá frábæru stofnun. Ella
var eins og áður sagði ákaflega
góður kokkur og var óþreytandi
að segja mér til um allt varðandi
eldamennsku, en það hefur oft
komið sér vel að eiga vin á lín-
unni til þess að bjarga manni
fyrir horn þegar þannig stóð á.
Fjölskyldan var í hennar
huga alltaf í fyrirrúmi og var
hún yfir sig stolt af sonum sín-
um, sem hugsuðu alla tíð vel um
móður sína og gerðu allt fyrir
hana svo hún fengi að njóta þess
sem náttúran gaf henni alla tíð.
Ég á Ellu minni svo margt að
þakka. Allar skemmtilegu sam-
verustundirnar, umhyggjuna og
innileg samtöl þar sem við
reyndum að leysa lífsgátuna. Þó
að hún hafi verið mjög veik þeg-
ar ég varð ekkja fyrir ári lagði
hún alla sína orku í að vera til
staðar fyrir mig og styðja á allan
hátt. Þannig var elsku Ella, setti
alltaf aðra í fyrsta sætið.
Nú er Ella mín í fyrsta sæti
hjá Guði, umvafin ljósi og hlýju.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Ingimundur, Elísabet,
Skjöldur, Guðrún og synir, Dóri
„bróðir“ og Níels.
Megi almættið gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Þín vinkona,
Anna Harðardóttir
(Anna „há“).
Við Ella kynntumst á vor-
mánuðum árið 1984.
Vorið tók blíðlega á móti okk-
ur þegar við Hilmar fluttum til
Kaupmannahafnar þetta ár og
fljótlega fórum við að umgang-
ast Ellu og Níels, sem þá voru
nýlega flutt þangað með fjöl-
skylduna og svo einnig góða vini
þeirra og síðan okkar, Önnu og
Kjartan. Milli okkar allra mynd-
uðust traust vinarbönd, sem
hafa aldrei slitnað þó að hitting-
ar yrðu færri eftir Danmerkur-
dvölina og við flyttumst síðan
hvert í sína áttina.
Ella var alltaf höfðingi heim
að sækja og bóngóð með af-
brigðum. Það var alltaf glatt á
hjalla þegar við hittumst og
mikið hlegið. Hún var líka sér-
lega orðheppin og alltaf glaðleg
og hennar geislandi hlátur
gleymist seint.
Eitt sem lýsir Ellu vel er að
við Hilmar áttum gamla kisu,
hana Catso. Catso var ekki hrif-
in af því að fara á kattahótel
þegar við brugðum okkur í frí.
Hún Ella, sá mikli dýravinur,
heyrði af þessu og mín tók málið
í sínar hendur og bauðst til að af
taka Catso til sín hvenær sem
væri. Catso dvaldi þó nokkrum
sinnum hjá Ellu og urðu þær
Catso miklar vinkonur. Þær töl-
uðu líka alltaf saman á sænsku.
Þegar heilsan fór að bila og
syrta tók í álinn tók Ella því með
miklu æðruleysi. Ella mín, ég
dáðist að því hvernig þér tókst
að halda þínu jafnaðargeði á
þessum erfiðu tímum.
Okkur Hilmari er mjög
brugðið. Það er erfitt að viður-
kenna að þessi knáa vinkona
okkar hafi látið undan vægðar-
lausum sjúkdómi. Erfitt verður
að fylla upp í tómleikann sem
hún Ella okkar skilur eftir sig.
Ella mín, kærar þakkir fyrir
okkar góðu samveru í gegnum
árin. Það var glens og gaman
hjá okkur meðan þú hafðir góða
heilsu og naust lífsins. Það var
alltaf stutt í hláturinn þinn. Ég
sé á eftir góðri vinkonu til
margra ára sem ég á alltaf eftir
að sakna.
Kæru Ingimundur og Skjöld-
ur, við Hilmar vottum ykkur og
fjölskyldum ykkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Anna
Aðalsteinsdóttir.
Þvílík snilldarstund það var
þegar Elín Ágústa, mér þá aló-
kunnug, birtist í dyrum koníaks-
stofu gamals, skosks veitinga-
staðar í Glasgow, hvar ég, ásamt
nokkrum vinum, var að fagna
fimmtugsafmæli mínu með til-
heyrandi gleðilátum og afmæl-
issöng. „Fyrirgefið,“ sagði hún,
allir viðstaddir steinþögnuðu og
horfðu á þessa konu, „ég heyrði
afmælissönginn óma niður á
hæðir“, hélt hún áfram, „og ætl-
aði alls ekki að blanda mér í
þennan gleðskap, en þegar ég
heyrði sungið „hún er fimmtug í
dag“ gat ég ekki setið á mér, ég
er nefnilega líka fimmtug í dag“.
– Í stuttu máli ætlaði allt um koll
að keyra. Þarna hafði Níels,
hennar ágæti þáverandi eigin-
maður, einnig komið í dyrnar.
Án málalenginga voru þau drifin
í fjörið og föðmuð í bak og fyrir.
Sleginn var hringur utan um
okkur afmælisbörnin og skálað
til hægri og vinstri. Öldurhúsin í
Glasgow lokuðu heldur snemma
á okkar mælikvarða, eða kl. 23.
Þá kvöddust við sátt og sæl með
von um endurfund. Sá endur-
fundur varð óvænt daginn eftir,
þegar við rákumst á Ellu Gústu
og Níels í lest á leið til Edin-
borgar, var þá allt með heldur
rólegra yfirbragði. Þarna í Ed-
inborg fastákváðum við Ella
Gústa að hittast við gott tæki-
færi þegar heim væri komið.
Fljótlega gengum við má segja í
„afmælissystralag“. Ella Gústa
hefur æ síðan verið mín Ammó
og ég hennar Ammósý. Oft höf-
um við gert okkur glaðan dag í
tilefni afmæla okkar og átt góð-
ar stundir saman þess utan.
Að Ellu Gústu stóðu sterkir
ættstofnar á báða vegu og vin-
mörg var hún. Ella Gústa var
enda einkar mæt manneskja,
hreinlynd og góðum gáfum
gædd, umhyggjusöm, gestrisin
með afbrigðum, bókhneigð og
ljóðelsk. Hafandi búið í Dan-
mörku talaði hún dönsku reip-
rennandi. Enskan lá ekki síður
fyrir henni, bæði bókmálið og
talmálið. Ég nefni þetta, því mér
fannst djúpstæð málakunnátta
hennar öfundsverð. Hún mátti
nú ekki heyra á það minnst,
enda ekkert fyrir að hreykja
sér. Ella Gústa gat verið föst
fyrir og ákveðin, en hún hafði
góðan sans fyrir húmor. Mikið
var oft gaman að hlæja saman.
Við Ammó mín hitumst síðast
þann 28. júlí á líknardeildinni í
Kópavogi. Við áttum saman in-
dæla stund, ræddum eilífðar-
málin en gátum jafnframt
spaugað og hlegið. Ammó
kvaðst vera þarna tímabundið,
hún færi heim aftur fyrr en síðar
og ég trúði því alveg, svo vel bar
hún sig. Við ákváðum að halda
upp á ellilöggildinguna okkar og
drekka saman reglulega gott
kaffi á afmælisdegi okkar, þann
20. ágúst. Ég taldi það næsta
víst að við drykkjum afmælis-
kaffið á líknardeildinni, hún
væri tæplega farin heim þá. Jú,
hún var farin, en í önnur heim-
kynni. Mennirnir ráðgera en
Guð ræður.
Þrátt fyrir langvarandi og
raunar æ erfiðari veikindi bar
aldrei á barlómi hjá Ellu Gústu.
Vissulega átti hún misgóðar
stundir, en kvaðst ekki nenna að
þreyta fólk með veikindavæli og
sjálfsvorkunn. Ég læt hér fylgja
viðeigandi stöku eftir föðurafa
hennar Jörundur Gestsson,
þjóðkunnan hagyrðing:
Þó að bjáti eitthvað á
ei skal gráta af trega.
Lifðu kátur líka þá,
en lifðu mátulega.
Að leiðarlokum þakka ég af-
mælissystur minni, þessari
miklu rausnarkonu, 17 ára sam-
fylgd og vináttu. Ég kveð hana
með væntumþykju og söknuði
með von og trú um endurfundi í
Sumarlandinu góða. Virðingu og
samúð votta ég sonum hennar,
tengdadætrum, barnabörnum
og bróður.
Meira á www.mbl.is/andlat
Álfhildur
Hallgrímsdóttir
(Ammósý).
Elín Ágústa
Ingimundardóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
MARGRÉT KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
viðskiptafræðingur,
sem lést á Landspítalanum 21. ágúst,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánu-
daginn 5. september klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á menntunarsjóð
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H Jónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir
Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason
og barnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, systir og amma,
HÓLMFRÍÐUR FRIÐSTEINSDÓTTIR,
lést laugardaginn 13. ágúst á Spáni.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 9. september klukkan 13.
Sveinn Gunnarsson
Ólafur Vilberg Sveinsson B. Hanna Gunnarsdóttir
Valdimar Sveinsson Elísabet Bjarnadóttir
Jón Helgi Sveinsson Katrín Laufey Rúnarsdóttir
og barnabörn
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
AÐALBJÖRG J. HÓLMSTEINSDÓTTIR
hússtjórnarkennari,
Háaleitisbraut 26,
lést á Skjóli mánudaginn 29. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Raufarhafnarkirkju
laugardaginn 10. september klukkan 14.
Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hana síðustu ár
hennar, fyrir hlýhug og góða umönnun.
Arndís S. Hólmsteinsdóttir Karl Jónsson
Gunnar Þór Hólmsteinsson
Baldur Hólmsteinsson Sigrún Guðnadóttir
Edda Kjartansdóttir
systkinabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARGRET DOLMA GUTTORMSDÓTTIR
leiklistarkennari,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 30. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. september
klukkan 15.
Særós Rannveig Björnsdóttir
Steingerður Lóa Gunnarsdóttir
Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
tengdabörn og barnabörn