Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is K lúbbarnir eru haldnir eftir að skóla lýkur á daginn, sem er tilvalið fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnu tómstundastarfi, íþróttum eða öðru slíku. Þarna kynn- ast krakkarnir líka öðrum krökkum úr öðrum skólum með svipuð áhuga- mál. Þetta er því nýr vettvangur til að kynnast nýjum krökkum. Með þessum klúbbum náum við til barn- anna sem ekki hafa fundið sinn vett- vang annars staðar,“ segir Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs hjá Borgar- bókasafninu. Klúbbastarfið hjá þeim hefur sprungið út og í haust fara þau af stað með átta ólíka klúbba í fjórum af húsum bókasafnsins í borginni. „Við byrjuðum fyrst á einum Anime-klúbbi í Gerðubergi í fyrra og það varð svakalega vinsælt, svo við fórum af stað með systurklúbb í Grófinni. Við fundum strax hversu mikill áhugi var fyrir því hjá þessum krökkum að eitthvað væri í boði fyrir þau eftir skóla. Fyrsti Anime-klúbb- urinn var fyrir unglinga, 13 til 16 ára, en yngri krakkarnir fóru fljótt að banka upp á og vildu líka vera með. Þannig að við brugðumst við því og buðum upp á Anime-klúbb fyrir 9 til 12 ára. Við bættum svo Harry Pott- er-klúbbi við í fyrra og hann sló ekki síður í gegn.“ Tálga líka töfrasprota Anime eru japanskar teikni- myndir sem mikil menning er í kringum. Margir þekkja Manga- teiknimyndasögur sem koma einnig frá Japan. „Í Anime-klúbbum horfum við á og spjöllum um japanskar teikni- myndir og svo kemur ýmislegt inn í það sem tengist japanskri popp- menningu. Krakkarnir njóta þess því saman sem þau hafa áhuga á og fræðast um það. Við erum með fræðslu á jafningagrundvelli. Myndasögufélagið hefur unnið með okkur í Anime-klúbbunum, en þar er mikil þekking á fyrirbærinu og þau benda krökkunum á nýjar teikni- myndir og fleira. Krakkarnir teikna oft saman eða föndra í tengslum við þau áhugamál sem klúbbarnir eru stofnaðir í kringum. Til dæmis hafa krakkarnir í Harry Potter- klúbbnum farið í spurningakeppni þar sem spurt er um ýmislegt úr bókunum og þau hafa líka tálgað galdrasprota og gert ýmislegt fleira,“ segir Ingibjörg og bætir við að alltaf sé einhver sem stýri og haldi utan um starfið. Svakalega sögusmiðjan Vegna mikillar eftirspurnar ákvað bókasafnið að hleypa af stokk- unum fleiri klúbbum sem boðið verð- ur upp á í vetur. „Við erum með aðdáendaklúbba gamla góða Star Wars og líka Stranger Things. Samnefndir þættir á Netflix hafa verið mjög vinsælir í sumar og krakkarnir óskuðu sjálfir eftir klúbbum í tengslum við þá. Við erum líka með bókaklúbba í Kringlu- safni og Sólheimasafni sem við köll- um Lestrarkósý. Þá lesum við sam- an ákveðnar bækur og spjöllum um þær, grúskum og föndrum í kringum þann ævintýraheim sem þær hafa að geyma. Í klúbbana koma í heimsókn rithöfundar eða teiknarar þeirra bóka sem lesnar eru, segir Ingi- björg. Hún bætir við að einn klúbb- urinn heiti Svakalega sögusmiðjan. „Honum stjórna Eva Rún Þor- geirsdóttir barnabókahöfundur og Blær Guðmundsdóttir sem hefur myndskreytt margar barnabækur. Í þessari smiðju skrifa krakkar sögur og myndskreyta. Einnig verður leik- listarklúbbur sem heitir Frjálst flæði, fyrir 14 til 19 ára, en Ólöf Sverrisdóttir leikkona og Lukas Gregor Bury, sem sér um unglinga- starfið í Gerðubergi, ætla að sjá um þann klúbb. Þau ætla að fá leikara sem gestakennara, Vigdísi Hafliða- dóttur í hljómsveitinni Flott. Hún verður með námskeið í spunatækni og Vilhelm Neto heldur uppistands- og spunanámskeið. Auk þess að leika búa krakkarnir líka til búninga og sviðsmyndir. Hugmyndin er að klúbburinn setji upp leiksýningu í vor.“ Sköpunarkrafturinn virkjaður Ingibjörg segir að skráning sé hafin í klúbbana á heimasíðu bóka- safnsins og að ekkert kosti að skrá sig. Í klúbbana sé ekki skyldumæt- ing, sem henti vel fyrir marga krakka. „Í einn klúbbinn þarf þó ekki að skrá sig, hann heitir Tilbúningur, og er sköpunarklúbbur sem verður í Árbæjarsafni og í Spönginni. Þar verður boðið upp á mismunandi verkefni hverju sinni í formi hand- verks og föndurs. Þær Sæunn Þor- steinsdóttir myndlistarkona og Sig- rún Antonsdóttir stýra þeim klúbbi. Þær koma með alls konar efni og hugmyndir til að leyfa sköpunar- kraftinum að njóta sín hjá krökk- unum, en þetta er ekki síður gert til að eiga notalega stund saman. Allir kllúbbarnir byggjast fyrst og fremst á hugmyndinni um að skapa vett- vang fyrir samveru unglinga og barna.“ Nánari upplýsingar um klúbb- ana og skráningu má finna á borgar- bokasafn.is. Ingibjörg Ösp Hún segir að ekkert kosti að skrá sig og í klúbbana og að þar sé ekki skyldumæting, sem henti mjög vel fyrir marga krakka. Skapa vettvang fyrir samveru Eitt stærsta samfélagsverkefni Borgarbókasafnsins fyrir börn og unglinga er klúbba- starf fyrir aðdáendur Anime og Harry Potter. Sprenging hefur orðið í þessu klúbba- starfi og mikil eftirspurn hjá krökkum sem finna sig ekki endilega í hefðbundu tóm- stundastarfi. Nú býður bókasafnið enn fleiri klúbba eins og lestrarklúbba, sagnagerðar- og leiklistarklúbba með óvæntum gestakennurum eins og Villa Netó. Klúbbafjör Hressir krakkar í Anime- klúbb í Grófinni sem er fyrir 13-16 ára. Anime eru japanskar teiknimyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.