Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hef starfað sem leikari og leik- húsmaður í rúm 40 ár. Í heimsfar- aldrinum fór ég að leiða hugann að því að með einhverju móti lýkur þessum ferli og mig langaði að loka hringnum með fallegum hætti,“ seg- ir Karl Ágúst Úlfsson um leiksýn- inguna Fíflið sem hann frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Karl Ágúst er bæði höfundur verksins og flytjandi en leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur. Í kynningu á verkinu er Fíflið kölluð kveðjusýning. „Fyrir mörgum árum fékk ég þá hugmynd að mig langaði að gera sýningu þar sem fjallað væri um hirðfíflið, sem í gegnum tíðina hefur haft það hlutverk að rýna í samfélag sitt og gera grín að vald- höfum. Ég samsama mig hlutverki hirðfíflsins, enda hef ég á ferlinum litið á mig sem samfélagsrýni og óspart skopast að stjórnvöldum af öllu tagi og þjóðarkarakternum,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að þótt hann tali um sýninguna sem kveðjusýningu þá sé ekki endilega þar með sagt að hann sé alfarið hættur að leika. Lokað ýmsum hringjum „Ég er ekkert að sverja það við æðri máttarvöld að ég muni aldrei framar stíga á svið. En ég vil samt að þessi lokapunktur standi, því hann er mín ákvörðun,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að í seinni tíð hafi hann orðið svolítið upptekinn af því að horfa til baka og loka hverjum hringnum á fætur öðrum. Í því sam- hengi nefnir hann 30 ára afmælis- sýningu Spaugstofunnar sem sett var upp 2014 og Í skugga Sveins sem sett var upp 2018 og fól í sér uppgjör höfundar við leikritið fræga eftir Matthías Jochumsson. „Ég er mjög sáttur við ferilinn sem ég hef átt í leikhúsinu og finnst ég hafa verið farsæll í starfi. Mér finnst ég hafa komið ansi mörgu í verk sem mig dreymdi um að gera og fyrir það er ég þakklátur. Í mörg- um tilvikum hef ég bjargað mér sjálfur, enda hef ég aldrei verið fast- ráðinn neins staðar þessi 40 ár og aldrei haft vinnu nema í mesta lagi níu mánuði fram í tímann hverju sinni,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að sig langi í auknum mæli til að sinna skrifum. „Ég hef á síðustu árum stigið til hálfs út úr leikhúsinu til að sinna skrifum, en langar nú að leyfa rithöfundinum að taka völdin,“ segir Karl Ágúst sem allan sinn feril sem leikari hefur einnig verið höf- undur. Við lestur leikritsins er ljóst að þú hefur leitað fanga víða, en fíflið úr Lé konungi er samt nokkurs konar leiðarstef. Hvað getur þú sagt meira um tilurð verksins? „Þar birtist enn einn hringurinn, því þegar ég steig fyrst á svið Þjóð- leikhússins aðeins 19 ára gamall var það til að leika í Lé konungi eftir Shakespeare. Þar birtist okkur þetta fræga samband konungs og fífls, sem ég hef oft leitt hugann að í gegnum tíðina. Ég rannsakaði hin ýmsu fífl mannkynssögunnar eins og þau birtast í ólíkum heimsálfum,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að hann hafi rekist á margar skemmti- legar sögur sem hann hafði aldrei heyrt um áður. „Ég vissi til dæmis ekki að í grísk- um goðsögnum er talað um guðinn Momus sem var hirðfífl guðanna á Ólympstindi. Þar er einmitt dæmi um fífl sem kemst upp á kant við yfirvaldið og er refsað grimmilega fyrir að segja ekki réttu hlutina,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að lykillinn að gagnrýni fíflsins á vald- hafa sé að fíflið sé fyndið. „Ef hægt er að hlæja sleppur fíflið við refs- ingu. En ef fíflið gagnrýnir valdhaf- ann án þess að vera fyndinn þá getur hann misst hausinn,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að húmors- lausir valdhafar séu hættulegastir allra. Aðspurður segir Karl Ágúst að Fíflið sé aðeins annar einleikurinn sem hann leikur á ferlinum. „Ég lék einleikinn How to Become Icelandic in 60 Minutes í kringum 200 sinnum, sem var mjög góð reynsla,“ segir Karl Ágúst og tekur fram að hann sé nú samt ekki alveg einn á sviðinu í Fíflinu, því sonur hans, Eyvindur Karlsson, sé höfundur tónlistarinnar og taki þátt í flutningi verksins. „Ég fæ gríðarlega góðan stuðning frá Eyvindi. Hann er nú betri en enginn að hafa á sviðinu með mér og gott að geta hallað mér að honum ef eitt- hvað ætlar að fara úrskeiðis,“ segir Karl Ágúst kíminn. Sem fyrr segir er leikstjóri sýningarinnar Ágústa Skúladóttir, sambýliskona Karls Ágústs, en þau hafa unnið margar góðar sýningar saman á síðustu árum. „Ég er mjög þakklátur fyrir öll þau verk sem við Ágústa höfum fengið að vinna sam- an,“ segir Karl Ágúst og nefnir í því samhengi meðal annars Í skugga Sveins, Umhverfis jörðina á 80 dög- um og Gallsteina afa Gissa. „Svo höf- um við unnið saman á máta sem ekki hefur farið eins hátt. Ég hef gert söngtexta fyrir sýningar sem Ágústa hefur leikstýrt, eins og til dæmis Ubba kóng,“ segir Karl Ágúst og nefnir einnig að hann þýði Hvað sem þið viljið eftir William Shakespeare sem Ágústa leikstýri í Þjóðleikhúsinu á nýju ári, en saman geri þau nýja leikgerð af verkinu. Kemst aldrei heim úr vinnu „Þetta er samstarf sem hefur gengið vel og heppnast vel, en ég skal alveg viðurkenna að það er ákveðið álag sem fylgir því að búa með leikstjóranum, því maður kemst aldrei heim úr vinnunni. Vinnan heldur alltaf áfram og stundum erum við að spjalla um verkið langt fram á kvöld,“ segir Karl Ágúst. Þess má að lokum geta að ráð- gerðar eru sex sýningar á Fíflinu í Tjarnarbíói næsta mánuðinn, en einnig verða sýndar tvær sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri um mánaðamótin. Nálgast má miða á vefnum tix.is. Hirðfífl „Ef hægt er að hlæja sleppur fíflið við refsingu,“ segir leikarinn og leikskáldið Karl Ágúst Úlfsson. „Ég er mjög sáttur við ferilinn“ - Karl Ágúst Úlfsson frumsýnir Fíflið í Tjarnarbíói í kvöld - Kveðjusýning eftir rúm 40 ár sem leikari - „Samsama mig hlutverki hirðfíflsins, enda hef ég á ferlinum litið á mig sem samfélagsrýni“ »Kvikmyndahátíðin í Feneyjum var sett í 79. sinn í vikunni og stendur til 10. sept- ember. Á opnunarhátíð- inni hlaut Catherine Deneuve Gullljón fyrir ævistarf sitt. Opnunar- myndin í ár var White Noise í leikstjórn Noah Baumbach, með Adam Driver og Gretu Gerwig í aðalhlutverkum. Kvikmyndahátíðin í Feneyjum sett í 79. sinn 31. ágúst og stendur til 10. september AFP/Marco Bertorello Hátíð Roberto Cicutto formaður hátíðarinnar, Alberto Barbera listrænn stjórnandi og bandaríska leikonan Juli- anne Moore sem er formaður dómnefndar í ár ásamt öðrum dómnefndarmönnum, þ.e. ítalska leikstjóranum Leon- ardo Di Costanzo, franska leikstjóranum Audrey Diwan, spænska leikstjóranum Rodrigo Sorogoyen, argentínska leikstjóranum Mariano Cohn, bresk-japanska höfundinum Kazuo Ishiguro og írönsku leikkonunni Leilu Hatami. Brúnaþung Nicolas Bro, Bodil Jorgensen, Ida Engvoll og Nikolaj Lie Kaas leika í sjónvarpsþáttunum Riget Exodus í leikstjórn Lars von Trier. Gull Franska leikonan Catherine Deneuve tók við Gullljóninu úr hendi Robertos Cicuttos, stjórnanda kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, á opn- unarhátíð. Ljónið fær Deneuve fyrir æviframlag til kvikmyndalistarinnar. Fögnuður Leikonan Cate Blanchett og leikstjórinn Todd Field á rauða dreglinum til að fagna myndinni Tar. Hildur Guðnadóttir semur tónlistina. AFP/Tiziana Fabi AFP/Tiziana Fabi AFP/Tiziana Fabi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.