Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 36
36 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Undankeppni HM kvenna C-RIÐILL: Ísland – Hvíta-Rússland.......................... 6:0 Staðan: Ísland 7 6 0 1 25:2 18 Holland 7 5 2 0 30:3 17 Tékkland 7 2 2 3 18:10 8 Hvíta-Rússland 7 2 1 4 7:19 7 Kýpur 8 0 1 7 2:48 1 Leikir sem eftir eru: 5.9. Tékkland – Hvíta-Rússland 6.9. Holland – Ísland B-RIÐILL: Færeyjar – Úkraína................................. 0:3 Spánn – Ungverjaland ............................. 3:0 _ Spánn 21, Skotland 13, Úkraína 10, Ung- verjaland 9, Færeyjar 0. _ Spánn á HM, Skotland í umspil. D-RIÐILL: Lúxemborg – Norður-Írland .................. 1:2 _ England 24, Austurríki 19, Norður-Ír- land 16, Lúxemborg 9, Norður-Makedónía 6, Lettland 3. _ Austurríki og England mætast í næstsíð- ustu umferð riðilsins í dag. E-RIÐILL: Malta – Aserbaídsjan............................... 0:2 _ Danmörk 24, Bosnía 10, Svartfjallaland 9, Aserbaídsjan 6, Malta 3. _ Danmörk á HM, Bosnía eða Svartfjalla- land í umspil. F-RIÐILL: Belgía – Noregur...................................... 0:1 _ Noregur 25, Belgía 19, Pólland 17, Alb- anía 10, Kósóvó 7, Armenía 0. _ Noregur á HM, Belgía eða Pólland í um- spil. G-RIÐILL: Moldóva – Ítalía........................................ 0:8 Króatía – Sviss.......................................... 0:2 Litháen – Rúmenía................................... 1:7 _ Ítalía 24, Sviss 22, Rúmenía 19, Króatía 7, Litháen 5, Moldóva 1. _ Ítalía mætir Rúmeníu og Sviss mætir Moldóvu í lokaumferðinni. H-RIÐILL: Serbía – Portúgal ..................................... 1:2 _ Þýskaland 21, Portúgal 19, Serbía 18, Tyrkland 10, Ísrael 9, Búlgaría 0. _ Þýskaland getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Tyrkjum í dag. I-RIÐILL: Eistland – Frakkland............................... 0:9 Slóvenía – Kasakstan ............................... 2:0 Grikkland – Wales.................................... 0:1 _ Frakkland 27, Wales 19, Slóvenía 17, Grikkland 13, Eistland 3, Kasakstan 0. _ Frakkland á HM, Wales eða Slóvenía í umspil. Lengjudeild karla HK – Fjölnir ............................................. 3:1 Afturelding – Fylkir................................. 0:2 Grótta – Kórdrengir................................. 1:3 Staðan: Fylkir 20 15 3 2 58:21 48 HK 20 14 1 5 41:25 43 Fjölnir 20 10 3 7 46:35 33 Grótta 20 10 1 9 38:32 31 Afturelding 20 8 5 7 38:30 29 Kórdrengir 20 7 6 7 29:30 27 Vestri 19 7 5 7 32:39 26 Selfoss 19 7 4 8 32:34 25 Grindavík 19 6 6 7 35:34 24 Þór 19 7 3 9 27:33 24 KV 19 4 2 13 25:49 14 Þróttur V. 19 1 3 15 8:47 6 _ HK og Fylkir leika í Bestu deild 2023 en KV og Þróttur V. eru fallin í 2. deild. 3. deild karla Kári – Vængir Júpíters............................ 1:1 Staða efstu liða: Dalvík/Reynir 19 13 1 5 46:25 40 Sindri 19 11 5 3 42:25 38 KFG 19 10 6 3 40:24 36 Víðir 19 10 5 4 37:22 35 Kári 20 9 4 7 33:32 31 KFS 19 9 2 8 34:42 29 Danmörk Köbenhavn – Silkeborg .......................... 1:0 - Ísak B. Jóhannesson lék í 80 mínútur með Köbenhavn og Hákon Arnar Haralds- son fyrri hálfleikinn en Orri Steinn Ósk- arsson var ekki í hópnum. - Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn með Silkeborg. England B-deild: WBA – Burnley ........................................ 1:1 - Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 54. mínútu. Frakkland B-deild: Valenciennes – Nimes............................. 3:2 - Elías Már Ómarsson lék fyrstu 64 mín- úturnar með Nimes. 4.$--3795.$ Guðlaugur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KA í hand- knattleik og mun stýra liðinu ásamt Jónatani Magnússyni, sem fyrir var þjálfari þess. Ásamt því mun Guð- laugur þjálfa U-lið KA og 3. flokk karla með Sverre Jakobssyni. Hann hefur áður þjálfað karlalið bæði Fram og Vals. Undir hans stjórn varð Valur Íslands- og bik- armeistari. Tímabilið hjá KA hefst í dag þegar liðið heimsækir Val á Hlíðarenda í Meistarakeppni karla en leikurinn hefst klukkan 16. Guðlaugur við hlið Jónatans Ljósmynd/KA Akureyri Jónatan Magnússon og Guðlaugur Arnarsson stýra KA. ÍR hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, þar sem liðið er nýliði. Vinstri hornamaðurinn Friðrik Hólm Jóns- son er genginn til liðs við ÍR-inga frá uppeldisfélagi sínu ÍBV en hann er 24 ára gamall. Vinstriskyttan Róbert Snær Örvarsson er þá einn- ig genginn í raðir ÍR. Kemur hann frá uppeldisfélagi sínu Haukum en Róbert Snær er 18 ára gamall og að stíga sín fyrstu skref í meistara- flokki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Breiðholt Friðrik Hólm í leik með Eyjamönnum á síðustu leiktíð. Liðstyrkur í Breiðholtið Í LAUGARDAL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þær eru aðeins níutíu mínútum frá sæti í lokakeppni heimsmeistara- mótsins í fyrsta skipti. Níutíu erf- iðum mínútum á Galgenwaard- leikvanginum í Utrecht á þriðju- dagskvöldið kemur þegar Ísland mætir Hollandi í hreinum úrslita- leik um hvort liðið kemst beint í lokakeppni HM 2023 og hvort þeirra þarf að fara í umspil síðar í haust. Sigur á Hvíta-Rússlandi á Laug- ardalsvellinum var það veganesti sem íslenska liðið þurfti og hann var aldrei í minnstu hættu, enda voru lokatölur 6:0 þegar upp var staðið. Þar með er Ísland með 18 stig gegn 17 stigum Hollendinga fyrir úrslitaleikinn á þriðjudag og það þýðir einfaldlega að jafntefli tryggir Íslandi sæti á HM í fyrsta sinn en Hollendingar verða að vinna leikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir var búin að skora tvö fyrstu mörk Ís- lands eftir aðeins 15 mínútur, enda var byrjun íslenska liðsins kraft- mikil og áköf. Það óvæntasta var að staðan skyldi vera enn 2:0 í hálf- leik. Í síðari hálfleik bætti Dagný Brynjarsdóttir við tveimur mörkum auk þess sem Glódís Perla Viggós- dóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Sigurinn var síst of stór og mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri. Sveindís Jane Jónsdóttir var í miklum ham á hægri kantinum og það er eins víst að vinstri bakvörð- ur Hvít-Rússa hafi hrokkið hvað eftir annað upp með martröð í nótt, þar sem hún sá ítrekað númerið 23 á bláu treyjunni hverfa í reyk. Sú ágæta Julija Slesarchik mátti horfa á eftir Sveindísi bruna framhjá sér í það minnsta tíu til tólf sinnum í leiknum og það var synd að ekki kæmu fleiri mörk í gegnum þær rispur Keflvíkingsins. Eini gallinn á leik Sveindísar var sá að hún kom boltanum ekki nógu oft á rétta staði í vítateignum eða markteign- um eftir rispurnar, en tvær þeirra skiluðu þó mörkum. Miðað við þennan leik er eig- inlega ótrúlegt að þetta hvítrúss- neska lið hafi sigrað Tékka – sem á hinn bóginn hafa rétt Íslandi hjálp- arhönd með því að gera tvisvar jafntefli við Hollendinga. Það merkilegasta við þennan stóra sigur var kannski að enginn af framherjum Íslands náði að skora í leiknum. Fimm markanna voru skoruð af miðjumönnum liðs- ins og eitt af varnarmanni. Reynd- ar var gullfallegt mark Amöndu Andradóttur dæmt af vegna vafa- samrar rangstöðu annars leik- manns. Amanda fékk tækifæri í fjarveru Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem eru úr leik vegna meiðsla og var óheppin að ná ekki sínu fyrsta marki fyrir A-landsliðið. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom inn í liðið sem vinstri bakvörð- ur í stað Hallberu Guðnýjar Gísla- dóttur sem lagði skóna á hilluna eftir EM og var öflug í sókn- arleiknum. Það er ekki ólíklegt þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson verði með varnarsinnaðri leikmann í þeirri stöðu á þriðjudag. Þessi leikur var eins ólíkur því verkefni sem nú bíður í Utrecht og hugsast getur. Íslenska liðið var í sókn bróðurpart leiksins í gær- kvöld en þarf svo sannarlega á sín- um allra besta varnarleik að halda gegn firnasterku liði Hollands á þriðjudagskvöldið. Þegar annað hvort liðanna tryggir sér farseðlana á HM í Eyjaálfu 2023. Níutíu mín- útum frá HM í Eyjaálfu - Ísland efst og nægir jafntefli í Hol- landi til að fara beint í lokakeppnina EM karla C-RIÐILL, Mílanó, Ítalíu: Úkraína – Bretland .............................. 90:61 Króatía – Grikkland ............................. 85:89 Ítalía – Eistland.................................... 83:62 D-RIÐILL, Prag, Tékklandi: Ísrael – Finnland ......................... (frl.) 89:87 Pólland – Tékkland .............................. 99:84 Serbía – Holland................................. 100:76 4"5'*2)0-# ÍSLAND – H-RÚSSLAND 6:0 1:0 Sara Björk Gunnarsdóttir 12. úr vítaspyrnu eftir að Amanda skaut í hönd varnarmanns. 2:0 Sara Björk Gunnarsdóttir 15. með skalla eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane. 3:0 Dagný Brynjarsdóttir 47. af stuttu færi eftir innkast Sveindísar og skalla Söru. 4:0 Glódís Perla Viggósdóttir 71. með skalla eftir hornspyrnu Amöndu. 5:0 Dagný Brynjarsdóttir 81. úr mark- teig eftir sendingu Sveindísar frá hægri endamörkum. 6:0 Selma Sól Magnúsdóttir 82. eftir sendingu Alexöndru. MM Sveindís Jane Jónsdóttir Dagný Brynjarsdóttir M Sara Björk Gunnarsdóttir Amanda Andradóttir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Gult spjald: Amanda. Dómari: Karoline Wacker – Þýskalandi. Áhorfendur: 4.543. Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Sandra Sig- urðardóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Áslaug Munda Gunn- laugsdóttir (Elísa Viðarsdóttir 62). Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 62), Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 76). Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir (Elín Metta Jensen 62), Amanda Andradóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 76). _ Dagný Brynjarsdóttir er komin með 36 mörk í 106 landsleikjum eftir mörkin tvö í gær og vantar nú aðeins eitt mark til að ná Hólmfríði Magnúsdóttur sem er næstmarkahæsta landsliðskonan. Dagný er markahæst í landsliðinu á þessu ári með fimm mörk. _ Sara Björk Gunnarsdóttir fór upp- fyrir Ásthildi Helgadóttur með því að skora tvö mörk og er nú fjórða marka- hæst frá upphafi. Hún bætir áfram leikjametið og er komin með 143 lands- leiki. _ Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sitt sjöunda mark í 106 landsleikjum. _ Selma Sól Magnúsdóttir skoraði sitt þriðja mark í 19 landsleikjum. _ Ísland hefur aðeins tapað einu sinni í fimmtán síðustu landsleikjum frá 21. september 2021. „Ég er virkilega ánægður. Við byrj- uðum þetta af krafti, gerðum þetta fagmannlega,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir 6:0-sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gær. „Við leyfðum þeim aldrei að ná neinum takti og keyrðum mjög vel yfir þær heilt yfir. Þetta var mjög sannfærandi og góður leikur. Við pressuðum þær hátt, lokuðum vel á þær og svo vorum við mjög kraftmiklar í sókninni og sköpuðum fullt af færum. Þetta var leikur sem var heilt yfir mjög góður.“ Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu tæki- færi í byrjunarliðinu í kvöld og stóðu sig vel. „Þær voru flottar og ég er ánægð- ur með þær. Þær voru góðar, eins og ég bjóst við. Þetta var flott innkoma hjá þeim. Þær sköp- uðu vel og svo var löglegt mark dæmt af Amöndu. Hún er örugglega svekkt með það, því þetta var full- komlega löglegt mark,“ sagði hann. Íslandi nægir jafntefli gegn Hol- landi á útivelli á þriðjudag til að fara á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að fara til Hollands að ná í úrslit, um það snýst þetta. Á morgun verðum við heima, tökum endurheimt og svo fljúgum við til Hollands á sunnudaginn og förum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik,“ sagði Þorsteinn. Mjög sannfærandi og góður leikur Þorsteinn Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.