Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Allar almennar bílaviðgerðir
Eggert Skúlason
eggertskula@mbl.is
Það er kominn haustbragur á laxveið-
ina og fyrstu laxveiðiánum verður
lokað fyrri hluta septembermánaðar.
Þrjú síðustu sumur hafa verið undir
meðallagi í veiði og bundu margir
veiðimenn miklar vonir við að sum-
arið 2022 myndi verða mun betra. Nú
er ljóst að þær væntingar ganga ekki
eftir og sumarið fer í flokk með síð-
ustu þremur árum þar á undan.
Þrátt fyrir að heilt yfir sé sumarið
undir meðalveiði eru á því ánægju-
legar undantekningar. Þannig hefur
NA-hornið gefið ágætis veiði og eru
allar árnar á því landsvæði langt yfir
því sem var í fyrra. Hofsá í Vopnafirði
er gott dæmi um þetta. Þúsundasti
laxinn veiddist þar í vikunni. Síðast
þegar Hofsá fór í þúsund laxa veidd-
ist lax númer þúsund hinn 20. sept-
ember. Nú gerðist það á síðustu dög-
um ágústmánaðar og stefnir í að
veiðin í Hofsá verði sú besta í rúman
áratug. Til viðmiðunar má geta þess
að heildarveiði í ánni var 601 lax í
fyrra.
Norðurlandið og Húnavatnssýsl-
urnar hafa verið léleg og Borgar-
fjörður á pari við í fyrra. Viðmiðið í
Borgarfirði er að svæðið gefi fimmtán
þúsund laxa á meðalsumri en síðustu
ár hafa aðeins verið upp á tíu þúsund
laxa. Stefnir í sumarið 2022 verði á
því róli.
Enn er eftir drjúgur veiðitími í
Rangánum og er veitt þar langt fram
í október. Veiðin þar hefur verið
þokkaleg en ekki eins og vonir stóðu
til. Ytri-Rangá hefur verið að gefa
betri veiði og er mun betri en í fyrra.
Síðasta vika gaf þar 240 laxa og var
það besta vikuveiði í síðustu viku.
Eystri-Rangá gaf 154 laxa í síðustu
viku.
Fram undan er sá tími sem veiði-
menn kalla gjarnan krókódílatímann.
Það er sá tími þegar stóru hængarnir
koma aftur inn í veiðina. Þeir verða
árásargjarnir þegar líður að hrygn-
ingu og oftar en ekki veiðast nokkrir
hundrað sentímetra fiskar í sept-
ember á Norðurlandi. Svokallaðir
hundraðkallar hafa verið óvenju
sjaldséðir í sumar en ekki er ólíklegt
að þeim fjölgi á næstu dögum og vik-
um.
Stærsti lax sumarsins til þessa
veiddist í Laxá á Ásum og mældist
105 sentímetrar. Sjá má lista yfir alla
laxa í þessum stærðarflokki á Sporða-
köstum á mbl.is.
Ljósmynd/Haukur B. Sigmarsson
Veiðin undir
meðaltali
- Laxveiðin á norðausturhorninu er
þó mun betri en í fyrra
Aflahæstu árnar 31. ágúst Heimild: www.angling.is
Stanga-
fjöldi
Veiði
Veiðistaður Staðan 31. ágúst 2022 2021
Ytri Rangá & Hólsá vesturbakki 24 3.261 3.437
Eystri-Rangá 18 2.522 3.274
Þverá - Kjarará 14 1.290 1.377
Norðurá 15 1.280 1.431
Miðfjarðará 10 1.207 1.796
Hofsá í Vopnafirði 6 1.015 601
Selá í Vopnafirði 6 977 764
Urriðafoss í Þjórsá 4 943 823
Langá 12 825 832
Haffjarðará 6 774 914
Jökla og Fögruhlíðará 8 740 540
Laxá á Ásum 4 723 600
Elliðaárnar 6 718 617
Laxá í Leirársveit 7 673 850
Laxá í Kjós 8 657 1.066
Alþjóðlegur tveggja daga leiðtoga-
fundur á Íslandi um Úkraínu á veg-
um Norðurlandaráðs og Eystra-
saltsþingsins hefst í Reykjavík á
mánudaginn. Markmið fundarins er
meðal annars að afla nýjustu frétta
af stöðu mála í Úkraínu en einnig af
baráttu stjórnarandstæðinga í Rúss-
landi og Hvíta-Rússlandi og ræða
saman um það sem er fram undan.
Meðal þátttakenda á fundinum verða
þær Lesia Vasylenko, sem situr á
þingi Úkraínu, og Elina-Alem Kent,
blaðamaður úkraínsku fréttaveit-
unnar Kyiv Independent.
Frá Rússlandi kemur Jevgenia
Kara-Murza frá Free Russia Fo-
undation en eiginmaður hennar er
stjórnarandstæðingurinn Vladimir
Kara-Murza sem nú situr í fangelsi.
Meðal þátttakenda frá Hvíta-Rúss-
landi er Franak Viacorka, aðalráð-
gjafi Svetlönu Tichanovskaju sem er
leiðtogi stjórnarandstæðinga. Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra og
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra taka þátt í
fundinum sem verður í Hörpu.
„Starf Norðurlandaráðs og
Eystrasaltsþingsins byggist á langri
hefð fyrir lýðræði, gagnsæi og frið-
samlegri sambúð en þessi gildi eru
afar mikilvæg á okkar tímum,“ segir
Erkki Tuomioja forseti Norður-
landaráðs.
Staða málanna í Úkraínu
rædd á fundi í Reykjavík
- Fundað í Hörpu - Lýðræði og friðsamleg sambúð
AFP
Stríð Úkraínskir hermenn bera líkkistu félaga síns sem féll í átökum.
Allt um sjávarútveg
Þúsundasti laxinn Elvar Örn
Friðriksson með þúsundasta
laxinn sem veiddist í Hofsá í
sumar. Hann tók í Fossi 1.