Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 22
AFP Olía Olíutankur merktur rússneska olíufélaginu Lukoil í Brussel. Sjö helstu iðnríki heims tilkynntu í gær að þau stefndu að því að setja verðþak á olíu sem flutt er inn frá Rússlandi til að tryggja að Rússar hagnist ekki á hækkandi orkuverði. Þetta kom fram í yfirlýsingu, sem birt var eftir fund fjármálaráðherra G7-ríkjanna í Berlín í gær. Sagði þar að unnið yrði hratt að því að ljúka við og hrinda þessum fyrirætlunum í framkvæmd. Ekki kom fram við hvaða verð yrði miðað, en gert er ráð fyrir því að það verði hærra en framleiðslukostnaður og því yrði ekki efnahagslega hag- kvæmt fyrir Rússa að hætta að selja olíu til ríkja, sem sett hefðu slíkt þak. „Rússland hagnast á þeirri óvissu sem ríkir á orkumarkaði vegna stríðsins og við viljum bregðast við því,“ sagði Christian Lindner, fjár- málaráðherra Þýskalands, á blaða- mannafundi. Hann bætti við að markmiðið með verðþakinu yrði að koma í veg fyrir að Rússar gætu fjár- magnað árásarstríð sitt í Úkraínu og jafnframt að draga úr verðhækkun- um á alþjóðlegum orkumarkaði. Til G7-ríkjanna teljast Bandarík- in, Japan, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Bretland. Reynt verður að fá eins mörg ríki og mögu- legt er til samstarfs um verðþakið til að það hafi tilætluð áhrif. Er búist við að það verði til umræðu á leið- togafundi G20 ríkjanna á Balí í Indónesíu í nóvember. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Kína og Indland taki þátt í slíkum aðgerðum en þessi lönd hafa ekki gripið til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Rússar sögðust í gær myndu bregðast hart við verði slíkt verðþak sett á. „Fyrirtæki sem setja á verð- þak fá ekki rússneska olíu afhenta,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, í gær. „Komist þetta til framkvæmda mun það leiða til verulegs óstöðugleika á olíumark- aði.“ Evrópusambandið áformar að setja innflutningsbann, frá og með 5. desember, á rússneska hráolíu sem flutt er með tankskipum eða gegnum olíuleiðslur. G7-ríki boða verðþak á rússneska olíu - Markmiðið að draga úr hagnaði Rússa af olíusölu og verðhækkunum á alþjóðlegum orkumarkaði 22 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! M.BENZ EQC 400 4MATIC POWER 2021 Nýskráður 12/2020, ekinn aðeins 9 Þ.km, rafmagn (408 km drægni), sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Alveg hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line bæði innan og utan. Sjónlínuskjár, 21“ álfelgur, rafdrifin framsæti, skynvæddur hraðastillir, 360° bakkmyndavél. BURMESTER hljómkerfi og hellingur í viðbót. Raðnúmer 254037 VERÐ11.690.000 flóðanna frá því í júní og flóðbylgjur hafa skolað burtu yfir milljón húsum og eyðilagt akra og uppskeru. Hajira Bibi jafnar út leðju á gólfi húss síns í þorpinu Jindi í Pakistan. Gríðarleg úrkoma á monsúntímabilinu hefur valdið miklum flóðum í Pakistan og er nú nærri þriðjungur landsins undir vatni. Að minnsta kosti 1.190 hafa látið lífið af völdum AFP/Abdul Majeed Neyð vegna flóða í Pakistan Breska ríkisútvarpið BBC tilkynnti í gær, að tekjur, sem fengust af sölu viðtals við Díönu prinsessu árið 1995, hefðu verið gefnar til góðgerð- armála. Alls er um að ræða 1,42 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 230 milljóna króna. Í viðtalinu, sem vakti heims- athygli, viðurkenndi Díana meðal annars, að hún hefði verið eigin- manni sínum, Karli Bretaprins, ótrú og sagði jafnframt að það hefðu ver- ið þrjár manneskjur í hjónabandinu, þau Karl og Camilla Parker Bowles, sem nú er gift Karli. Niðurstaða skýrslu, sem John Dyson, fyrrverandi dómari, sendi frá sér í maí á síðasta ári, var sú að Martin Bashir, sem tók viðtalið við Díönu, hefði falsað kvittanir sem áttu að sýna að nánustu aðstoðar- menn Díönu hefðu fengið borgað fyrir að fylgjast með henni. Bashir sýndi bróður Díönu þessa reikninga til þess að fá hann til að skipuleggja fund á milli Bashirs og Díönu svo hann gæti áunnið sér traust hennar. Þess var minnst sl. miðvikudag að 25 ár voru liðin frá því Díana lést í bílslysi í París. AFP Minntust Díönu Fólk safnaðist saman framan við Kensingtonhöll í London til að minnast þess að 25 ár voru liðin frá því Díana prinsessa lést í bílslysi. Tekjur af viðtali við Díönu til góðgerðamála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.