Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Opið 11-16 Skoðið netverslun laxdal.is HAUSTIÐ Í LAXDAL Sími 555 3100 www.donna.is Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu. Vertumeð hjartastuðtæki við hönd. Ég lifði af Ástbjört Viðja Harðardóttir vidja@mbl.is Natasja Dagbjartardóttir kom, sá og sigraði í Kópavogi um síðustu helgi þegar hún vann fyrsta Ís- landsmeistaramótið í tölvuleiknum Mario Kart með yfirburðum. Mario Kart er kappaksturs- leikur frá Nintendo sem kom fyrst út árið 1992 og hefur verið keppt í honum í mörg ár. 25 spilarar kepptu í mótinu. „Ég vissi bara ekki að þetta yrði svona vel sótt, ég hélt að þetta yrðu bara ég og einhverjir fjórir gaurar að keppa,“ segir Natasja Dagbjartardóttir í samtali við mbl.is og bætir við að þetta hafi verið „betra en hún bjóst við, meira lagt í þetta og geðveik stemning“. „Það er eiginlega henni að kenna að ég er hérna, hún skráði mig,“ segir Natasja og bendir á bestu vinkonu sína, Söru Mist Sverrisdóttur. „Ég bara keypti miðana og sagði: Þú ert að fara að mæta sko, ég skal taka vinninginn,“ segir Sara Mist í samtali við mbl.is. Það fór einmitt svo að Natasja vann mótið og fékk m.a. í verðlaun glænýja Nintendo Switch Oled- tölvu, sem hún svo gaf Söru vin- konu sinni. Natasja vann 46 braut- ir af 48 spiluðum á mótinu og tap- aði engri umferð. Leggur ekki frá sér fjarstýringuna Natasja er því ansi hörð í horn að taka í tölvuleikjum, en hún hef- ur spilað þá frá árinu 1986 og Mar- io Kart frá því að hann kom út, ár- ið 1992. Frá því að hún byrjaði að spila Mario Kart hefur hún ekki lagt frá sér fjarstýringuna og tekið þátt í fjölda móta með góðum árangri. „Ég vona að þetta verði árlegt því Mario Kart-menningin hefur ekki verið svo mikil hér. Þetta er fyrsta svona mótið sem ég veit af hér, og stóðst klárlega væntingar,“ segir Natasja en hún hefur að- allega keppt í Mario Kart erlendis. Hún hafnaði til dæmis í 6. sæti á heimsmeistaramóti fyrir hönd Norðurlandanna en hún hefur tvisvar keppt á heimsmeistaramóti í Mario Kart, árin 2018 og 2019. Eins hefur hún komið sér á lista yfir bestu spilara í heimi og bestu tíma í heimi. „Ég er bara súper-Nintendo- aðdáandi,“ segir Natasja en þá bætir Sara við að Natasja sé al- mennt mjög góð í tölvuleikjum. „Það skiptir engu máli hvaða tölvuleikur það er. Hún er bara rosaleg.“ Morgunblaðið/Óttar Geirsson Tölvuleikjamót Keppendur í Íslandsmótinu í Mario Kart um síðustu helgi. Fyrsti Íslandsmeist- arinn í Mario Kart - Natasja Dagbjartardóttir vann með miklum yfirburðum Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir Keppni Natasja einbeitt í keppninni og Sara Mist fylgist grannt með. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Um nokkuð langt skeið hafa sér- fræðilæknar á stofum tekið að sér tryggingamiðlun fyrir sína skjól- stæðinga,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, for- maður Lækna- félags Reykjavík- ur, í samtali við Morgunblaðið. Í fyrradag sendi fundur fé- lagsins frá sér ályktun þar sem fram kom að hluti sjálfstætt starfandi lækna og læknastöðva hefði þann dag hætt að senda frá sér rafræna reikninga til Sjúkratrygginga Íslands. Sjálf- stætt starfandi læknar hafi verið samningslausir frá árinu 2018. Fé- lagið harmar það áhugaleysi sem stjórnvöld hafi sýnt sjúkratryggð- um þegnum landsins. Sjúklingur geri upp að fullu „Þegar þú kemur til læknis á stofu gerir hann reikning þegar hann er búinn að veita þér þjón- ustu,“ segir Ragnar af rafrænu reikningunum. „Hann sendir þenn- an reikning svo til Sjúkratrygginga en á reikningnum sundurliðast hluti sjúklings og hluti Sjúkratrygginga,“ útskýrir Ragnar. Sjúklingur greiði sinn hluta á staðnum en það sem eftir stendur fer til Sjúkratrygginga sem svo ger- ir upp við viðkomandi lækni. „Þegar læknar hætta að senda reikning þýðir það að sjúklingurinn gerir upp við sinn lækni að fullu, sendir svo reikninginn upp í Sjúkratrygg- ingar og fær endurgreitt lögum samkvæmt,“ heldur Ragnar áfram. Hann segir þessa breytingu hafa átt sér langan aðdraganda. „Við gerðum síðustu samninga 2013 og síðan þeir runnu út hefur endur- greiðslureglugerð verið sett, lögum samkvæmt, til að skilgreina sjúkra- tryggingarétt hvers og eins. Þessi endurgreiðslureglugerð er neyðar- úrræði og nú hefur hún verið sett þrettán sinnum,“ segir Ragnar. 472.000 læknisverk árið 2020 Læknar hafi lagt fram ýmsar hugmyndir, svo sem að leiðrétta þurfi gjaldskrá og einingaverð í takt við verðlag í samfélaginu, auk þess sem þeir hafi bent á mikilvægi ný- liðunar í stéttinni. „Núna eru 75 læknar á stofu komnir yfir sjötugt og meðalaldur á stofu er hár. Það er alvarlegt í ljósi þess hve umfangs- mikil starfsemin er. Eins og ég nefndi í gær [í fyrradag, á mbl.is] voru 472.000 læknisverk fram- kvæmd árið 2020 þegar allt er talið. Þetta er ótrúlega umfangsmikið starf og þegar þessi mistök urðu í ráðuneytinu í gær [fyrradag] með birtingu reglugerðarinnar, var það dropinn sem fyllti mælinn fyrir suma kollega mína sem ákváðu þá að hætta að senda rafræna reikn- inga,“ segir Ragnar af því sem fram kom í ályktun félagsfundarins á fimmtudagskvöldið. Hann játar að þetta sé vissulega gert í mótmælaskyni við samnings- leysið frá 2018 en tekur fram að sjúklingar beri hvergi skarðan hlut frá borði. „Sjúklingar eru ekki sviptir sjúkratryggingarétti sínum með þessu. Allir sjúklingar á Íslandi eru tryggðir með lögum og það er ekki hægt að binda þann rétt því skilyrði að læknirinn geri eitthvað rafrænt, sjúklingurinn á alltaf sinn rétt,“ segir Ragnar. Breytingin felist í því að nú þurfi sjúklingurinn að taka við þessari umsýslu, koma sínum reikningi sjálfur til Sjúkratrygginga og fá sinn hlut greiddan. Læknar séu þó allir af vilja gerðir að auðvelda skjólstæðingum sínum ferlið. „Við höfum sent sjúklingum reikninga í heimabankann, verið með sveigjan- lega greiðslufresti og fleira. Við læknar erum tilbúnir að hjálpa sjúklingum eins mikið og við get- um,“ segir Ragnar Freyr Ingvars- son, formaður Læknafélags Reykja- víkur, að lokum. „Dropinn sem fyllti mælinn“ - Hætta að senda rafræna reikninga Ragnar Freyr Ingvarsson Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.