Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Kveðja frá Knatt- spyrnufélaginu Haukum Albert Sigurðs- son, Alli málari, sem nú er kvaddur, gekk ungur til liðs við félagið, – fótbolti á Flensborg- artúni og Hvaleyrarvelli og handbolti á Hörðuvöllum. Og ár- in liðu hér og annars staðar, og eftir nám í Danmörku kom Alli aftur til starfa fyrir félagið. Hann var einn af stofnendum stuðningsmannaklúbbsins Hauka í horni árið 1990. Til- gangur klúbbsins var í upphafi Albert Júlíus Sigurðsson ✝ Albert Júlíus Sigurðsson fæddist 5. maí 1951. Hann lést 11. ágúst 2022. Útför hans fór fram 18. ágúst 2022. að styðja og styrkja handknatt- leiksdeild félagsins í því verkefni að fá hingað tékkneska handknattleiks- manninn Petr Baumruk. Var Alli alla tíð síðan stoðin og styttan í starf- semi klúbbsins og mörg eru hér pens- ilförin enda maður- inn fagmaður eins og hann átti kyn til. Nú að leiðarlokum vil fé- lagið þakka samfylgdina og sér- staklega handknattleiksdeildin þar sem hann sat í stjórn um áratuga skeið. Fjölskyldu Alla eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Knattspyrnu- félagsins Hauka, Þorgeir Haraldsson. Elsku Eva Berg- lind okkar. Þung eru skrefin í dag þegar við fylgjum þér síð- ustu skrefin í þessu jarðríki og þú hefur hafið ferðalag þitt á næstu stig mannlegrar til- vistar. Við vitum að vel er tekið á móti þér elsku Eva okkar. Við minnumst þín með ofboðslegum söknuði, en ekki síður þakklæti. Þegar við lítum til baka óskum við þess að stundirnar sem við fjöl- skyldan áttum saman, meðal ann- ars á Grenivík, hefðu verið fleiri. Þú nefndir þetta einmitt – „við þurfum að gera þetta aftur!“ – við gerum það Eva og þú verður með okkur í anda. Beggi og ungarnir þínir tveir fá að upplifa þetta með okkur hinum. Elsku Eva, þú ert svo mikil hetja, hvernig þú tókst á við veik- Eva Berglind Tulinius ✝ Eva Berglind Tulinius fædd- ist 9. febrúar 1990. Hún lést 13. ágúst 2022. Útför hennar fór fram 24. ágúst 2022. indi þín, framan af, af gríðarlegu bar- áttuþreki og já- kvæðni, en ekki síð- ur af skilningi á aðstæðum og hugs- anlegum örlögum. Þegar ljóst var hvernig færi var æðruleysi þitt og auðmýkt algjör og þér fyrst og fremst umhugað um velferð annarra, að venju. Þú hefur kennt okkur hinum svo margt á svo of- boðslega stuttum tíma – fyrir það erum við þakklát en það er svo sárt við þessar aðstæður. Elsku Calli, Solla, Viðar Örn, Beggi, Daníel og Sóley, litlu ljósin ykkar, Valli, Íris Ósk sem var þér sem tvíburasystir, stoð og stytta. Ykk- ur sem og öllum hinum vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að æðri máttur veiti ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði. Við sjáumst síðar elskan – hlýr faðmur og Kela-koss. Hrafnkell Tulinius og Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir. Elsku Vilborg okkar er fallin frá í blóma lífsins. Það er gott að hugsa til þess hvað hún skildi eftir mikinn fjársjóð, ekki bara allar góðu minningarnar heldur stelpurnar okkar, Guðnýu Heklu Vilborg Einarsdóttir ✝ Vilborg Ein- arsdóttir fædd- ist 5. júlí 1984. Hún lést 13. ágúst 2022. Útför Vilborgar fór fram 22. ágúst 2022. og Hugrúnu Svölu, sem eru algjörar perlur. Við hlökkum til að halda minning- unum lifandi. Vil- borg var einstök manneskja greind og full af lífsorku. Vilborg bjó hjá okkur Lenu í Chi- cago um tíma áður en hún kynntist Hannesi, okkar góða tengdasyni. Hún var á milli skóla og að hugsa sinn gang um næstu skref. Hún vann í mínu fyrirtæki og skildi eftir sig gott orðspor. Vinnufélagar og vinir okkar hér í Íslendingasamfélaginu minnast hennar með hlýhug. Ég á skemmtilega minningu frá feðginaferð til New York þar sem við leigðum okkur íbúð í nokkra daga og kynntumst borg- inni vel og hvort öðru. Vilborg vildi sjá allt og gera og smitaði mig af orku og lífsgleði. Við fórum í Frelsisstyttuna, Kínahverfið, Empire State-bygginguna, hitt- um vini og kunningja og borðuð- um á mörgum spennandi veit- ingastöðum. Í gegnum árin var alltaf mikil tilhlökkun að eiga tíma með Vil- borgu, hvort sem var að hjóla saman um Vesturbæinn, fara út að borða eða í sund og í seinni tíð að hittast á netinu á Facetime, þar sem við lékum okkur saman í mynd með fjölskyldunni við að teikna myndir og setja eyru og fí- gúrur á okkur, þá var mikið hlegið og spjallað. Hér erum við með tárin í aug- unum og söknuðurinn er mikill. Það er skarð fyrir skildi sem verð- ur ekki fyllt. Við trúum að þú finn- ir frið og gleði í sumarlandinu. Þetta ljóð samdi Vilborg og gaf okkur í brúðkaupsgjöf. Kross Gullkross á steini lá. Jörðin öll var grá. Lítil stúlka gekk þar hjá, og gullkrossinn kom auga á. Hún hengdi hann um háls. Ánægð steig til himna. Fannst hún vera frjáls. Þinn pabbi, Einar og Lena, Chicago. Elsku amma mín. Það er margt sem hefur flogið um hugann eftir að þú kvaddir okkur í hinsta sinn, en það sem er efst í huga er kærleikur og þakklæti. Takk elsku amma fyrir hlýju knúsin, sunnudagskaffið, wrigley’s juicy fruit-tyggjóið, góðu ráðin, hlýju prjónafötin, sjónvarpsglápið, spilamennskuna, uppeldið, lí- kjörsstaupin og allt það góða sem þú gafst mér. Eftir að ég byrjaði að læra ljósmóðurfræði kynntist ég nýrri hlið á þér amma, við áttum núna sameiginlegt áhugamál. Þú sagðir mér frá þínum barneign- arárum, ljósmæðrasögur af Jón- ínu langaömmu og við gátum spjallað endalaust um þetta og hvað tímarnir væru breyttir. Ég Anna Guðlaug Sigurjónsdóttir ✝ Anna Guðlaug Sigurjónsdóttir fæddist 25. febrúar 1927. Hún andaðist 28. júlí 2022. Útför hennar fór fram 5. ágúst 2022. fann að þú varst stolt af mér og er svo þakklát að þú náðir að fylgjast með mér ná þess- um áfanga. Góða ferð í sum- arlandið til afa elsku Anna amma mín, ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér. Hér kemur eitt ljóð, frá mér til þín. Elsku amma með þitt hlýjasta hjarta, nú heldur í sumarlandið ljúfa og bjarta. Kveðjustundin sárt í hjartað sker, en þín bíður afi og systkinaher. Við sitjum eftir í stórum fjölskylduflokkum, græðum hjörtun í ömmuprjónuðum sokkum. Þú líf okkar litaðir þínum hlýjustu litum, með allra ljúfustu minningar við eftir sitjum. (Hrönn Hilmarsdóttir) Kveðja, Hrönn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu ÁSTU SIGURRÓSAR SIGMUNDSDÓTTUR, Kársnesbraut 67, Kópavogi, sem lést mánudaginn 18. júlí á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför hennar fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir góða umönnum og hlýju í hennar garð þau fimm ár sem hún dvaldi þar. Júlíana Signý Gunnarsdóttir Örn Jónsson Óðinn Gunnst. Gunnarsson Auður Hallgrímsdóttir Anna Margrét Gunnarsdóttir Guðmundur Jóelsson Ásgeir Indriðason og fjölskyldur Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN HAUKSSON, Heiðarbrún 10, Hveragerði, verður kvaddur frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 8. september klukkan 13. Kransar afþakkaðir. Helga Svava Bjarkadóttir Þorbjörg Björnsdóttir Fanney Björnsdóttir Magnús Bjarnason Sigrún Björk Björnsdóttir Ægir Hrafn Jónsson Kristján Björnsson Ásdís Alda Runólfsdóttir Sigurður Örn Björnsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og samúð við fráfall ástkærs maka, föður og tengdaföður, DANÍELS JÓNASSONAR, tónmenntakennara og organista, Vesturbergi 16, sem lést laugardaginn 16. júlí. Útförin fór fram frá Fíladelfíukirkjunni miðvikudaginn 27. júlí. Ingunn Lilja Leifsdottir Risbakk Ólafía Daníelsdóttir Ari Tryggvason Guðbjörg Daníelsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður og afa, HÓLMSTEINS SIGURÐSSONAR, sem lést miðvikudaginn 27. júlí. Guðný Pétursdóttir Pétur Hólmsteinsson Edda S. Hólmsteinsdóttir Heimir Skúli Guðmundsson Sigrún María Kvaran Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunsvegi 9, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 8. september klukkan 13. Innilegar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Þorvaldur Ólafsson Fanney Bjarnadóttir Sigríður G. Ólafsdóttir Sigurður Stefán Ólafsson Reynir Ólafsson Agata Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.