Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022 Ríflega fjórir af hverjum tíu eru hlynntir því að bjór sé seldur á landsleikjum í knattspyrnu á Laug- ardalsvelli, en um þriðjungur er and- vígur því samkvæmt nýjum Þjóðar- púlsi Gallup. Um 24% voru hvorki hlynnt né andvíg slíkri áfengissölu. Dæmið snýst við þegar spurt er um sölu léttvíns og bjórs á skíðasvæð- um. Tæplega þriðjungur þeirra sem svöruðu könnuninni var hlynntur henni en rúmlega fjórir af hverjum tíu andvígir. Í Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að mikill munur sé á afstöðu kynja, þar sem ríflega helmingur karla sé hlynntur bjórsölu á landsleikjum en tæplega þriðjungur kvenna er sama sinnis. Þá eru ríflega fjórir af hverj- um tíu körlum hlynntir áfengissölu á skíðasvæðum en tæplega fjórðungur kvenna. Munur eftir búsetu og aldri Þá kemur einnig fram að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu hlynntari sölu áfengis á umræddum stöðum en íbúar landsbyggðarinnar, og þá eru þeir sem yngri eru að jafnaði hlynnt- ari áfengissölu en eldri kynslóðir. Þannig eru um 57% fólks undir fer- tugu hlynnt sölu bjórs á Laugardals- velli en einungis um 25% fólks yfir sextugu. Þá er einnig mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það kýs. Fleiri hlynntir en andvígir bjórsölu - Mikill munur á af- stöðu eftir kynjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bjórsala Fleiri voru hlynntir en andvígir bjórsölu á landsleikjum í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Neytendastofa gaf í vikunni út upp- færðar leiðbeiningar um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum. Þótt þær miðist einna helst við svokallaða áhrifavalda, sem hafa atvinnu af því að auglýsa vörur og þjónustu á sam- félagsmiðlum, gilda lögin, sem leið- beiningarnar byggjast á, auðvitað jafnt um alla þegna landsins. Leiðbeiningunum er ætlað að auð- velda þeim sem taka að sér að aug- lýsa vöru eða þjónustu gegn endur- gjaldi að standa rétt að merkingu auglýsinganna svo að þær feli ekki í sér brot á lögum um duldar auglýs- ingar. Alltaf á að vera skýrt að um auglýsingu sé að ræða. Fram kemur að lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðs- setningu taki til „allrar atvinnu- starfsemi án tillits til þess hvort um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða, og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem sýslað er með gegn endurgjaldi“. Greiðslur, gjafir eða afsláttur Grundvallarreglan er sögð sú að fái maður greitt fyrir umfjöllun eða annað endurgjald þá sé það auglýs- ing sem þarf að merkja sem slíka. Greiðsla og annað endurgjald hefur verið túlkað nokkuð rúmt og getur til dæmis verið greiðsla í peningum, inneignir, lán eða tímabundin afnot, afsláttarkjör og gjafir. Ýmislegt er talið upp sem dæmi um duldar auglýsingar og ljóst að sumt í hegðun hins almenna sam- félagsmiðlanotanda stangast á við viðmiðin. Fái maður til dæmis eitt- hvað að láni, að gjöf, boð á viðburð, fái að ferðast, ókeypis þjónustu eða afslátt og fjalli síðan um reynsluna af því og geti þess ekki að um aug- lýsingu sé að ræða. Eins er tekið fram að ef maður rekur eða starfar hjá fyrirtæki og auglýsir fyrirtækið á samfélagsmiðlum sínum þarf að vera ljóst af auglýsingunni sjálfri að maður sé eigandi eða starfsmaður fyrirtækisins og þar af leiðandi ekki hlutlaus í umfjölluninni. Neytendastofa hefur eftirlit með lögunum og hefur heimildir til þess að leggja bann við þeim viðskipta- háttum sem leiðbeiningar þessar fjalla um. Þá hefur hún heimild til þess að beita sektum. Í skriflegu svari Matthildar Sveinsdóttur sviðsstjóra hjá Neyt- endastofu segir að enn hafi enginn aðili verið sektaður. Þar kemur fram að frá árinu hafi stofnunin tekið 46 mál til efnislegrar meðferðar vegna merkinga auglýsinga á samfélags- miðlum. Þá hefur stofnunin einnig tekið saman ábendingar sem ekki voru teknar til formlegrar með- ferðar og sent um 60 einstaklingum leiðbeiningar um þær reglur sem gilda og hvetur til þess að auglýs- ingar séu betur merktar. Reglur sem miðast við áhrifavalda en gilda um alla - Nýjar leiðbeiningar Neytendastofu um auglýsingar á samfélagsmiðlum Morgunblaðið/Eggert Miðlar Áhrifavaldar og allir aðrir notendur samfélagsmiðla þurfa að hafa reglurnar um auglýsingar á hreinu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdælingar hafa farið sér hægt í fýlaveiðum í haust af ótta við fugla- flensuna og sumir taka engan fýl að þessu sinni. Bóndi gagnrýnir að ekki fáist upp- lýsingar frá Mat- vælastofnun um niðurstöður greiningar á dauðum fuglum sem þangað hafi verið sendir. Ekki hefur greinst fuglaflensa í fýl hér á landi, sam- kvæmt upplýs- ingum Matvælastofnunar. Hefðbundið er að landeigendur í Mýrdal og víðar nytji fýlinn. Ung- arnir eru teknir og soðnir nýir eða saltaðir. Aðalveiðitíminn er um þessar mundir og ættu veiðar að ná hámarki um helgina, ef allt væri eðlilegt. Jón- as Erlendsson, bóndi í Fagradal, segir að á þeim bæ verði enginn fýll tekinn í ár vegna fuglaflensunnar. Það eigi við um fleiri. Hann segir að mikið hafi sést af dauðum fugli. Þó ekki sé vitað af hvaða ástæðum það er vilji menn ekki taka áhættuna á að snerta fuglinn við veiðar, reyta og taka innan úr honum. Svo séu hænur á bænum og ekki ástæða til að hætta á að þær smitist. Jónas segist vita að dauður fugl hafi verið sendur til Matvælastofn- unar til greiningar en engin svör hafi fengist um það hvort hann hafi drep- ist úr fuglaflensu, fæðuskorti eða einhverju öðru. Brigitte Brugger, dýralæknir ali- fuglasjúkdóma hjá Mast, segir að komið hafi í ljós að fuglaflensusmit sé algengt í villtum fuglum hér á landi. Þótt enginn fýll hafi greinst megi alveg eins gera ráð fyrir að fuglar af þeirri tegund geti hafa smitast. Spurð hvers vegna ekki séu greind fleiri sýni segir Brigitte að hlutverk Matvælastofnunar sé fyrst og fremst að fylgjast með smiti í villtum fuglum til að meta hættuna á að það berist í alifugla. Ekkert alifuglabú sé í Land- eyjum og Hornafirði og það kunni að vera skýringin á því að ekki hafi mörg sýni af því svæði verið greind. Spurð hvort bændum sé ráðið frá því að taka fýl í ár segir dýralækn- irinn að í almennum leiðbeiningum Mast vegna fuglaflensu sé ekki varað við veiðum á villtum fugli. Ekki sé vitað til að fólk hafi smitast af um- gengni við fugla eða neyslu afurð- anna. Hins vegar sé rétt að gæta hreinlætis við veiðar fugla og vinnslu afurða. Þá sé mikilvægt að veiða ekki fugla sem eru sjánlega veikir, heldur tilkynna um þá til Mast. Taka ekki fýl í haust - Mýrdælingar óttast fuglaflensu Matur Hefð er fyrir veiðum á fýlsungum. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, segir í að í sjálfu sér hafi Neytendastofa engin sérstök viðmið þegar komi að því að ákveða hverjum hún skiptir sér af vegna gruns um brot á lögum um duldar aug- lýsingar. Lögin gildi um alla, óháð fjölda fylgjenda. „En eðli málsins samkvæmt byggjum við eftirlitið mikið á ábendingum sem við fáum. Ef einhver með mjög lítinn fylgjendahóp er að auglýsa vörur án þess að segja frá því er auðvitað mjög ólíklegt að við fáum ábendingu. Þetta stýrist af því. Við fáum fleiri ábend- ingar um þá sem eru með stóra fylgjendahópa.“ Þórunn nefnir einnig að þegar ábendingar um duldar auglýsingar berist sendi Neytendastofa við- komandi aðilum bréf og líklega yrði eins brugðist við ábendingum um einstaklinga með litla fylgjendahópa. Þeir fengju einfaldlega bréf þar sem þeim væri sagt að gæta að þessum viðmiðum. Eftirlit stýrist af ábendingum BROT Á LÖGUM UM DULDAR AUGLÝSINGAR Teikning/Úr leiðbeiningum Neytendastofu ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA! SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU DINNA OG HELGI TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM VERÐ FRÁ139.900 KR NÁNAR Á UU.IS INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, ÍSLENSK FARARSTJÓRN ERTU MEÐ HÓP? SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.