Morgunblaðið - 03.09.2022, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ravil Maga-
nov, stjórn-
arformaður
Lukoil, næststærsta
olíufyrirtækis Rúss-
lands, lést á fimmtu-
dag eftir að hafa
fallið út um glugga á
sjöttu hæð sjúkra-
húss í Moskvu, reyndar þess
sama og Vladimír Pútín, forseti
Rússlands, birtist í síðar um dag-
inn til að votta Míkhaíl Gorbat-
sjov hinstu virðingu.
Reyndar sagði í tilkynningu
frá olíufyrirtækinu að Ravil
Maganov hefði látist eftir lang-
vinn veikindi án þess að glugginn
kæmi við sögu, en fréttaþjón-
ustan Interfax hafði eftir nafn-
lausum heimildum að hann hefði
fallið út um glugga á sjúkrastofu
sinni og látist af sárum sínum.
Andlát Maganovs er eitt
dauðsfallið af mörgum, sem vakið
hafa athygli undanfarna mánuði.
Í maí fannst Alexander Súbbotin,
fyrrverandi forkólfur hjá Lukoil
eins og Maganov, látinn. Í rúss-
neskum ríkisfjölmiðlum var sagt
að hann hefði verið á heimili
galdralæknis þar sem fram hefðu
farið „vúdúathafnir“ og fundist
merki um mikla vímu í blóði.
Andóf gegn innrás Rússa í
Úkraínu hefur verið lítið í Rúss-
landi, en athygli vakti að Lukoil
fordæmdi hana og sagði í bréfi til
hluthafa að fyrirtækið krefðist
þess að hinn „vopnaði ágrein-
ingur yrði stöðvaður tafarlaust“.
Í apríl fundust Vladislav Avaj-
ev, fyrrverandi varaforseti Gaz-
prombanka, dótturfyrirtækis
olíu- og gasrisans Gazprom, eig-
inkona hans og dóttir látin af
skotsárum í Moskvu. Lögregla
sagði að grunur léki á að verið
hefði um morð og sjálfsvíg að
ræða.
Daginn eftir fannst Sergei
Prorosenja, fyrrverandi varafor-
maður stjórnar gasfyrirtækisins
Novatek, hengdur í villu á Spáni.
Eiginkona hans og dóttir fundust
þar einnig látnar. Þær höfðu ver-
ið stungnar til bana. Aftur segir
lögregla að grunur leiki á morði
og sjálfsvígi, en spænskir fjöl-
miðlar hafa haft eftir heimildum
að það sé ekki einhlítt því að ekk-
ert bréf hafi fundist og gengið
hafi verið úr skugga um að engin
fingraför fyndust á morðvopnum.
Í febrúar fannst Alexander
Tjúljakov, framkvæmdastjóri
hjá Gazprom, í snöru í bílskúr
sínum í Pétursborg og sagði lög-
regla að sjálfsvígsbréf hefði
fundist hjá líkinu. Nokkrum vik-
um áður hafði Leoníd Sjúlman
fundist látinn í bústað fyrir utan
Pétursborg og sögðu yfirvöld að
þar hefði einnig verið um sjálfs-
morð að ræða.
Það þarf ekki að koma á óvart
að þessi hrina dauðsfalla hafi
vakið tortryggni. Þegar Vladimír
Pútín komst til valda tók hans
gamli vinnuveitandi, KGB, við
taumunum á ný í Kreml og ýtti til
hliðar þeim öflum, sem höfðu
verið að baki Boris Jeltsín, sem
varð forseti eftir
hrun Sovétríkjanna.
Mikil beiskja hafði
ríkt innan raða gam-
alla KGB-manna
eftir að Sovétríkin
liðuðust í sundur og
þeir beittu öllum
brögðum til að verja
ítök sín. Catherine Belton fjallar
um þessa yfirtöku í bók sinni
Putin’s People: How The KGB
Took Back Russia And Then
Took On The West.
Rétt eftir tilraun harðlínu-
manna til að ræna völdum árið
1991 fóru menn að detta út um
glugga. Fyrstur fór Nikolaj
Krútsjína út um glugga á sjö-
undu hæð. Hann hafði stýrt
eignadeild kommúnistaflokksins,
sem átti miklar fúlgur í eignum
erlendis. Mánuði síðar datt for-
veri hans, Dmítrí Lísovjolik, út
um glugga. Bæði dauðsföllin
voru sögð sjálfsvíg, en þau vöktu
tortryggni, sérstaklega þar sem
þeir vissu um gríðarleg auðæfi,
sem hefðu verið látin hverfa.
KGB hafði umsýslu þessara
verðmæta með höndum og notaði
til að tryggja ítök sín á meðan
rússneska ríkið var á kúpunni.
Ýmsir andstæðingar Pútíns
hafa látist með dularfullum hætti
og ekki er alltaf reynt að láta líta
út fyrir að um hafi verið að ræða
sjálfsvíg eða slys. Morðið á Alex-
ander Litvinenko, sem var drep-
inn með geislavirku efni, telst
leyst þótt öllu sé neitað í Kreml,
en mörgum þykir breska lög-
reglan hafa kastað til höndum
þegar andlát óligarkans Boris
Beresovskís var skráð sem
sjálfsvíg.
Á Sovéttímanum var öryggi
borgaranna undir duttlungum
valdhafanna komið og þar var oft
hreinsað rækilega til. Morðið á
Sergei Kírov hefur lengið verið
efni í kenningar. Kírov var valda-
mikill í kommúnistaflokknum,
vinsæll að auki og fyrir vikið
keppinautur Stalíns. Í desember
1934 var hann ráðinn af dögum.
Talað var um „óðan tilræðis-
mann“. Sama dag hafði Stalín
skrifað undir ný lög sem gáfu
leynilögreglunni, NKVD, vald til
að handtaka fólk grunað um að
leggja á ráðin um hryðjuverk,
dæma það án réttarhalda og taka
af lífi innan sólarhrings. Því hef-
ur verið haldið fram að Stalín
hafi skipað fyrir um að Kírov yrði
ráðinn af dögum.
Strax í vor komu fram getgát-
ur um að FSB, arftaki KGB,
hefði verið á bak við dauðsföllin á
þessu ári þeirra og þeir hefðu
aldrei verið ráðnir af dögum án
samþykkis Pútíns. Sú slóð verð-
ur sennilega aldrei rakin, en á
dögum kalda stríðsins varð til
grein, sem nefndist Kremlólógía
og snerist um að lesa í gang mála
í Kreml. Sú grein byggðist á vís-
bendingum, getgátum og líkum
(oft í meira en einni merkingu
þess orðs) og hefur hún tekið
rækilega við sér í valdatíð Pút-
íns.
Andlát yfirmanna
og stjórnenda
rússneskra
orkufyrirtækja
vekja grunsemdir}
Dularfull dauðsföll
H
eilbrigðiskerfið er lífæð sam-
félagsins. Við treystum á að fá
góða þjónustu þegar á reynir og
allar kannanir sýna að almenn-
ingur á Íslandi vill sterkt, op-
inbert heilbrigðiskerfi. Það þarf hvort tveggja
að fjármagna með fullnægjandi hætti en einnig
skipuleggja svo hver og ein heilbrigðisstofnun
um allt land nýtist sem best og geti starfað sem
skyldi.
Oft er talað um „vanda Landspítalans“ og
„vanda bráðamóttökunnar“ eins og um sé að
ræða einangruð fyrirbæri. Umræddur vandi er
hins vegar birtingarmynd heilbrigðiskerfis í
vanda. Eða við ættum kannski að segja, birt-
ingarmynd óstjórnar á heilbrigðiskerfinu.
Þessi óstjórn verður ekki bara skrifuð á heims-
faraldur heldur voru birtingarmyndir óstjórnar
komnar fram fyrir faraldur. Í byrjun árs 2020 lagði Vel-
ferðarnefnd Alþingis undir minni stjórn í heildarskoðun á
heilbrigðiskerfinu um allt land. Lykilaðilar voru boðaðir á
fund, við fjölluðum m.a. um sjúkrahúsin, héraðssjúkra-
húsin, öldrunarstofnanir, heilsugæslu og sjálfstætt starf-
andi veitendur heilbrigðisþjónustu. Þetta var mjög fræð-
andi yfirferð fyrir okkur og að mínu mati opinberaðist að
það sem vantar við stjórnun heilbrigðiskerfisins er heild-
arsýn á útdeilingu verkefna. Við erum að vanfjármagna
heilbrigðisstofnanir um landið þannig að þær neyðast til
að skera niður þjónustu sem áður var veitt. Sjúklingarnir
streyma því á stóra þjóðarsjúkrahúsið sem getur ekki
synjað fólki um þjónustu og setur það því á
biðlista með tilheyrandi tjóni fyrir alla. Spít-
alinn verður yfirfullur af fólki sem ekki þarf á
3. stigs heilbrigðisþjónustu að halda en þarf þó
þannig þjónustu að það getur ekki útskrifast.
Þetta bitnar á því fólki, öðrum sjúklingum og
starfsfólkinu öllu og smitast svo út í heilbrigð-
iskerfið. Nú bætast við uppsagnir starfsfólks í
hrönnum eins og fréttir síðustu daga bera með
sér og þá eykst vandinn gríðarlega.
Höfuðborgarsvæðið, með nærri 250 þúsund
íbúa auk ferðamanna er eini landshlutinn sem
ekki hefur héraðssjúkrahús. Ég held að þar
liggi mögulega „vandi Landspítala“ því Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, sem er ætlað að
vera rannsóknar- og hátæknisjúkrahús, er
einnig ætlað að sinna minni háttar aðgerðum
eins og að sauma skurði og sækja legókubba í
nasir barna sem og hlúa að öldruðum. Ég tel að við eigum
af alvöru að skoða hvort ekki sé rétt að endurreisa héraðs-
sjúkrahúsið okkar, sinna þar þeim aðgerðum sem héraðs-
sjúkrahús sinna almennt og gefa Landspítala færi á að
vera í fremstu röð hátæknisjúkrahúsa á nýjan leik. Við
opnun nýs meðferðarkjarna má sjá fyrir sér héraðssjúkra-
hús í Fossvogi líkt og áður var. Samhliða þessu þarf að
nýta heilbrigðisstofnanirnar um allt land betur, veita fjár-
magni til verkefna sem þau geta sinnt og létta á kerfinu
öllu. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Er héraðssjúkrahús svarið?
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
T
öluverðar umræður hafa
sprottið í Bretlandi um
réttmæti og grundvöll sótt-
varnaaðgerða eftir að Rishi
Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra
upplýsti að ákvarðanir um þær hefðu
verið teknar á afar hæpnum for-
sendum og ekki hafi mátt ræða nein-
ar mótbárur við ríkisstjórnarborðið,
hvað þá annars staðar.
Á daginn kom að ráðstafanir við
kórónuveirufaraldrinum reyndust
ekki ná tilætluðum sóttvarnaárangri,
en kostnaðurinn reyndist yfirgengi-
legur. Bæði beinn kostnaður, en um-
fram allt þó afleiðingar þess að
leggja á allsherjarútgöngubann og
stöðva þjóðlífið allr, atvinnulífið, heil-
brigðiskerfið og menntakerfið.
Það má heita einkennilegt að
þetta hafi ekki verið tekið til kost-
anna fyrr, en það á við í fleiri löndum,
flestum sjálfsagt.
Sóttvarnir á Íslandi
Það á líka við á Íslandi, en hér
hefur ekki farið fram neitt uppgjör á
viðbrögðunum við faraldrinum hér á
landi. Hvorki viðbrögðum heilbrigð-
isyfirvalda né pólitískra stjórnvalda.
Umræðan enda sjálfsagt erfið og
ekki öll gögn í húsi. Mætti þó ætla að
á því væri áhugi. Hér á landi, líkt og
víðast hvar, voru til viðbragðsáætl-
anir við heimsfaraldri, en líkt og víð-
ast var ákveðið að bregða frá þeim.
Nýjasta útgáfa Nordisk Admini-
strativt Tidsskrift, sem er norrænt
fræðirit á sviði stjórnsýsluréttar, er
helguð stjórnsýslunni á dögum Co-
vid-19 á Norðurlöndum. („Covid og
krisehantering i de nordiske for-
valtningene.“) Þar á meðal er ritrýnd
grein um Ísland, sem Sigríður Á.
Andersen fyrrverandi dómsmála-
ráðherra ritaði að beiðni ritstjór-
anna. Hún er bæði fróðleg og gæti
verið upptaktur í umræðu um þessi
mál á Íslandi. Sigríður lét til sín taka
í faraldrinum og lét í ljósi miklar efa-
semdir um margar sóttvarnaráðstaf-
anir, bæði lögmæti þeirra og skyn-
semi að baki þeim.
Þar bendir Sigríður á að engar
svokallaðar Covid-aðgerðir hefðu
verið ræddar af löggjafanum áður en
til þeirra var gripið, hvorki í upphafi
faraldursins, né þegar lengra var lið-
ið frá því sem heita mátti bráða-
ástand eða bein og yfirvofandi hætta.
Þá vekur hún athygli á að sótt-
varnalögum hafi verið breytt seint og
um síðir. Þar hafi þess verið vendi-
lega gætt að nefna hvergi að ástæða
breytinganna hafi að miklu leyti ver-
ið sú að renna stoðum undir ýmsar
aðgerðir, sem þegar hafði verið grip-
ið til, megi ljóst vera að sumar þess-
ara aðgerða, sem þegar hafði verið
gripið til, áttu sér ekki lagastoð þá.
Hún nefnir að ekki sé rými til að
fjalla um allar Covid-aðgerðir stjórn-
valda – hvorki þvingunaraðgerðir né
hinar efnahagslegu – en telur að
spurningin um lögmæti eigi við um
þær nánast allar.
Skortur á lagaheimildum
Sigríður rekur hins vegar þær
reglur, sem settar voru um helstu
þætti; sóttkví og einangrun, sam-
komutakmarkanir og ferðatakmark-
anir. Þar bendir hún m.a. á vafasamt
stjórnarfar þegar kom að því að gera
greinarmun á Schengen-þegnum og
öðrum, án allrar lagaheimildar. Það
hafi einnig átt við um smitrakningu á
Keflavíkurflugvelli.
Í greininni eru sérstaklega
teknar fyrir þrjár stakar Covid-
aðgerðir, sem hafi orkað tvímælis,
svo ekki sé sterkar til orða tekið.
Í fyrsta lagi þegar sóttvarna-
yfirvöld nýttu sér kreditkortafærslur
til að finna fólk, sem hafði setið að
sumbli á knæpu, þar sem upp kom
smit.
Í öðru lagi reglugerð heilbrigð-
isráðherra, sem skipaði fólki, sem
kom frá tilteknum löndum, í sóttkví
og jafnvel einangrun á sóttvarnahót-
eli ríkisins. Þrátt fyrir skýrar
ábendingar um vafa á lögmæti í
minnisblaði dómsmálaráðuneytisins
hafi henni verið framfylgt, m.a. af
lögreglu. Héraðsdómur dæmdi
reglugerðina ólögmæta, en ríkið
áfrýjaði og þá taldi Landsréttur ekki
lengur hagsmuni í málinu, þar sem
fólkið hefði þegar verið leyst úr
haldi.
Í þriðja lagi reglugerð sam-
gönguráðherra, sem gerði Íslend-
ingum skylt að fara í PCR-próf er-
lendis til þess að fá innritun í flug
heim. Sú reglugerð hafi ekki aðeins
verið án lagastoðar heldur beinlínis
farið gegn skýrum lagatexta, sem
undanþáði íslenska borgara frá kröfu
um PCR-próf erlendis. Þar hafi þögn
ráðuneytisins og ummæli ráðherrans
villt um fyrir fólki, sem taldi vikum
saman að reglugerðin væri lögmæt
og jafnvel enn í gildi eftir að hún var
afnumin. Við blasir að hún var bæði
tafsöm og ákaflega kostnaðarsöm, en
þann kostnað máttu heimilin bera
óbætt.
Grein Sigríðar er einkar fróð-
leg, þótt ekki sé hún tæmandi líkt og
höfundur bendir á. En hún gæti
reynst þarfur grundvöllur nauðsyn-
legrar umræðu um stjórnvalds-
aðgerðir í faraldri, því þeirra er víst
fleiri von.
Vafi leikur á lögmæti
sóttvarnaaðgerða
Morgunblaðið/Eggert
Sóttvarnir Mikill vafi leikur á ýmsum aðgerðum stjórnvalda í heimsfaraldr-
inum, svo sem um einangrun á sóttvarnahóteli, sem þörf er á að ræða.